Salt Lake City, Utah

Alþjóðlegur umræðuviðburður fyrir ungmenni – „Ég er lærisveinn Jesú Krists“

Ungmennaþemað 2024, „ég er lærisveinn Jesú Krists“ (3. Nefí 5:13), verður í brennidepli á alþjóðlegum umræðuviðburði fyrir ungmenni um lærisveinsdóm, sunnudaginn 28. janúar 2024.

Öldungur Gary E. Stevenson
Öldungur Gary E. Stevenson

Ungmennaþemað 2024, „ég er lærisveinn Jesú Krists“ (3. Nefí 5:13), verður í brennidepli á alþjóðlegum umræðuviðburði fyrir ungmenni um lærisveinsdóm, sunnudaginn 28. janúar 2024.

Ungmenni eru hvött til að koma saman með ungmennahópnum sínum til að taka þátt í þessari heimslægu umræðu með öldungi Gary E. Stevenson í Tólfpostulasveitinni, sem verður líka gefin út á myndbandi til síðari áhorfs

Myndbandsupptaka af viðburðinum er nú fáanleg á ensku, frönsku, þýsku, ítölsku, portúgölsku og spænsku. Fleiri tungumál munu fylgja í kjölfarið á næstu vikum. Það er birt á útsendingarsíðunni ChurchofJesusChrist.org og verður í Gospel Library til hópáhorfs, frá 28. janúar.

Aðalforseti Stúlknafélagsins, Emily Belle Freeman, aðalforseti Piltafélagsins, Steven J. Lund, og öldungur Gary E. Stevenson í Tólfpostulasveitinni, ræða um trúarsamkomu ungmenna í beinni útsendingu á Instagram, 18. janúar 2024. Ljósmynd er skjáskot frá Instagram.
Aðalforseti Stúlknafélagsins, Emily Belle Freeman, aðalforseti Piltafélagsins, Steven J. Lund, og öldungur Gary E. Stevenson í Tólfpostulasveitinni, ræða um trúarsamkomu ungmenna í beinni útsendingu á Instagram, 18. janúar 2024. Ljósmynd er skjáskot frá Instagram.

Tillaga að dagskrá staðarviðburðar

Hér að neðan er tillaga að dagskrá fyrir þennan viðburð:

  • Tónlistaratriði í upphafi og bæn flutt af ungmennum
  • Samkoma í umsjá og stjórn ungmenna
  • Horft á myndbandsupptökuna (myndbandið verður 45 mínútur að lengd)
  • Gert hlé þegar lagt til í myndbandinu að að rætt sé um spurningar og þær ígrundaðar sem hópur
  • Lokabæn
  • Koma má saman eftir viðburð ef áhugi er fyrir því.

Þemalag ungmenna og önnur úrræði

Unglingalbúmið og þemalagið frá 2024, listaverkaþema ungmenna, hugmyndir að viðburðum og aðrar upplýsingar má finna á youth.ChurchofJesusChrist.org.