Frankfurt am Main

Ana Maria Bonny Hernandez kölluð til að vera fulltrú kirkjunnar hjá Sameinuðu Þjóðunum

Systir Ana Maria Bonny Hernandez hefur nýverið verið kölluð sem hinn nýi fulltrúi kirkjunnar í Nefnd frjálsra félagasamtaka um málefni kvenna í Genf, Sviss. Ana Bonny, sem er upprunalega frá Spáni, er fyrsti evrópski meðlimur kirkjunnar í þessu embætti og tekur við af systur Carol McConkie, sem hefur þjónað í þessu hlutverki í mörg ár. Systir Ana Bonnt hefur nú þegar störf í þessu ábyrgðarhlutverki.

Ana Maria Bonny Hernandez
Ana Maria Bonny Hernandez er hinn nýi fulltrúi Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu hjá Nefnd frjálsra félagasamtaka um málefni kvenna hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf.

Systir McConkie, sem nú er leyst frá embætti, sagði „Er ég þjónaði sem fulltrúi Hjálparstofnunar Síðari daga heilagra, sem varaforseti Nefndar frjálsra félagasamtaka um málefni kvenna í Genf, fagnaði ég  hinum ljúfa félagsskap stórkostlegra kvenna sem  voru fulltrúar ýmissa frjálsra félagasamtaka og sem töluðu fyrir líkamlegri, félagslegri, tilfinningalegri og andlegri velferð og framþróun kvenna og stúlkna.“

Nefndin um málefni kvenna talar fyrir jafnrétti kynjanna og eflingu og vörn réttinda kvenna og stúlkna um allan heim.  NFO CSW í Genf samanstendur af fulltrúum frá um 40 frjálsum félagasamtökum (NGO), með ráðgefandi þátttökurétt við Efnahags og félagsráð Sameinuðu þjóðanna. Kirkjan er ein þessara samtaka, í gegnum Hjálparstofnun Síðari daga heilagra.

Ana Bonny fæddist í Madríd á Spáni. Foreldrar hennar voru frumkvöðlar í kirkjunni þar, en  þau gengu í kirkjuna árið 1976. Móðir hennar kenndi bæði Ana og systur hennar, Silvia, að þjóna Drottni ávallt, þrátt fyrir mótlæti lífsins. „Við vorum mjög blessaðar með að hafa haft fagnaðarerindi Jesú Krists í lífi okkar frá unga aldri,“ rifjar hún upp. Fjölskyldan flutti til Genf, Sviss, sumarið 1982.

The Bonny Hernandez family
Bonny Hernandez fjölskyldan á mynd frá árinu 2021. Frá vinstri til hægri Beatriz Bonny, Ana Bonny, Martin Bonny, Adam Bonny, Morgan Bonny-Powell, David Bonny.

Ana Bonny giftist eiginmanni sínum Martin Bonny, sem er frá Buenos Aires, Argentínu, árið 1997. Þau eiga fjögur börn –  þrjá drengi og stúlku. Sonur þeirra, Luis, er látinn. Hugsi yfir því hvað það þýddi fyrir hana og fjölskyldu hennar, segir hún: „Það var mjög sérstök upplifum sem gerði okkur mögulegt að upplifa djúpan kærleika frá himneskum föður, að læra og skynja hvernig hulan sem skilur þennan jarðneska heim frá himnum þynntist og skildi okkur eftir með óafmáanlegar tilfinningar um alla eilífð.“ Elsti sonur þeirra, Adam, er giftur og hin börnin þeirra tvö, Beatriz og David, búa áfram hjá þeim.

Þetta sérstaka verkefni kom fjölskyldunni algerlega á óvart. „Ég er mjög þakklát að skynja elsku frelsarans Jesú Krists og að fá að þjóna honum af allri minni elsku og þrá,“ hugleiðir hún. Henni finnst sem líf hennar hafi búið hana undir að skilja betur þessa nýju ábyrgð. „Hlutverk mitt sem eiginkona og móðir hefur verið, og mun alltaf vera, það sem mun kenna mér mest um hina fullkomnu elsku sem himneskur faðir ber til allra barna sinna“, segir hún að lokum.

Ana Maria Bonny Hernandez with her husband Martin Bonny.
Ana Maria Bonny Hernandez með eiginmanni sínum Martin Bonny.

Ryan Koch, sem leiðir verkefni kirkjunnar hjá Sameinuðu þjóðunum, útskýrir mikilvægi þess verks sem systir Ana Bonny verður þátttakandi í. „Sem alþjóðleg samtök, þá hafa Sameinuðu þjóðirnar og kirkjan hag af því að vera með fjölda radda víða að úr heiminum. Systir Ana Bonny er með fullkomna blöndu af trú, þekkingu á fagnaðarerindinu og samfélagslegu starfi,  til að ná sambandi við og tengjast fólki fyrir hönd kirkjunnar og lyfta upp hlutverki kvenna og stúlkna um allan heim.“

Er hún horfir yfir þá ábyrgð sem hún nú ber, staðfestir systir Ana Bonny að það sé merkilegt og djúpstætt andlegt ævintýri að leita að guðlegu gildi hverrar mannveru á þessari jörðu og þá sérstaklega hinna einstöku dætra hans. „Ósk mín er að geta stutt allar konur í þessum heimi og geta lagt mitt af mörkum í velferð hverrar og einnar þeirra.“