Andi brautryðjenda ríkir áfram er ungar konur sækja fram í þjónustu.

Systir McCune
Elizabeth Claridge McCune átti stóran þátt í að bæta trúboðið í Englandi.

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu er vel kunn fyrir trúboðsstarf sitt. Í meira en hundrað ár hafa piltar og stúlkur í kirkjunni tekið sjálfstæða ákvörðun um að helga tímabil ævi sinnar til að þjóna öðrum og miðla fagnaðarerindi Jesú Krists í fastri þjónustu. 

Yfir 67.000 trúboðar eru nú þjónandi í löndum um allan heim og stórt hlutfall þeirra trúboða eru trúfastar ungar konur. 

„Það er mikill skuldbinding meðal systurtrúboða,“ sagði Creg D. Ostler forseti trúboðsskólans á Englandi. „Það er fólk, bæði karlar og konur, sem aðeins systurnar ná til. Það er undravert að fylgjast með mikilli hæfni þeirra til að elska og kenna. Ég hef dáðst að hugrekki þeirra og trú.“

Konur hafa í meira en öld verið brautryðjendur í því hvernig trúboðsstarf er unnið. Ein kona, Elizabeth Claridge McCune, átti stóran þátt í að bæta trúboðið í Englandi. 

McCune var Síðari daga heilög og bjó í Utah á seinni hluta nítjándu aldar. Hún ferðaðist til Englands árið 1897 til að safna ættarsöguheimildum og heimsækja son sinn. Þegar hún kom var henni boðið að tala á bæjarfundum á staðnum, til að eyða sumum sögusögnum sem höfðu verið á kreiki um mormónakonur. 

„Ég hafði stundum brennandi löngun til að tala sjálf og sem konu fannst mér ég geta komið einhverju góðu til leiðar,“ sagði McCune.

Hún ýtti frá sér ótta sínum og sigraðist á öðrum áskorunum og talaði til hóps heimamanna af krafti. Orð hennar og áhrif hjálpuðu við að fjarlægja margskonar fordóma og efasemdir sem fólk hafði varðandi kirkjuna.

Eftir að hafa séð þau áhrif sem ein kona hafði á svo marga, tilkynnti forseti kirkjunnar árið eftir að frá þeim tíma gætu konur þjónað í fastatrúboði. 

Frá þessari tilkynningu hafa þúsundir dyggra ungra kvenna yfirgefið heimili sín og tekið á sig titilinn „systir,“ við að þjóna Drottni og breiða út fagnaðarerindi hans. Brautryðjendaandi Elizabeth McCune hefur borist um allan heim er konur sigrast á hindrunum til að þjóna Drottni af kostgæfni.

Systir Elizabeth Cocker er einn af nokkrum trúboðum frá Tonga sem gátu ekki snúið aftur heim vegna landamærahafta. Hún lauk nýlega trúboði sínu í Leeds á Englandi. Vegna heimsfaraldurs COVID-19, var upphafleg köllun starf hennar í 18 mánuði framlengd í 24 mánuði.

„Þar sem ég hef verið hér lengur en upphaflega stóð til, hef ég lært að reiða mig á frelsarann og nota kraftinn sem felst í friðþægingu Jesú Krists,“ sagði Cocker. „Ég hef lært svo margt á viðbótartíma mínum hér og myndi ekki vilja skipta á því fyrir neina aðra reynslu.“

Systir Cocker
Systir Elizabeth Crocker lauk nýlega trúboði sínu í Leeds á Englandi.

Ásamt systur Cocker, hafa þúsundir annarra kvenna þegið kallið um að þjóna, jafnvel á erfiðum tímum. Þrátt fyrir að þessar systur standi frammi fyrir daglegum áskorunum, treysta þær á Jesú Krist og geta náð til einstaklinga á annan og sérstakan hátt – á sama hátt og systir McCune gerði fyrir rúmri öld. 

Þið getið lært meira um fyrstu systurtrúboðana og aðra áhrifamikla brautryðjendur á https://history.churchofjesuschrist.org/article/sister-missionaries-video?lang=eng.