Að styrkja hjónaband sitt í gegnum trú á Jesú Krist

Grunnurinn að sterkara, eilífu hjónabandi

Ung hjón lesa í ritningunum

Meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, einnig oft kallaðir mormónar, trúa því að hjónaband og fjölskyldur séu jafn mikilvægar í dag og þær hafa nokkru sinni áður verið! „Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins,“ er opinbert skjal frá kirkjunni sem kennir að „hjónaband milli karls og konu er vígt af Guði og að fjölskyldan er kjarninn í áætlun skaparans um eilíf örlög barna hans“ (Ensign eða Liahona, nóv. 2010, 129). Fjölskyldur mormóna trúa því að hjónaband sé ekki bara tímabundinn lagalegur samningur heldur boðorð frá Guði og heilagt sáttmálssamband (sjá Bruce C. Hafen, “Covenant Marriage,” Ensign, nóv. 1996, 26–28). Sáttmáli er loforð sem við gerum við Guð. Þegar mormónapar lætur gifta sig, þá gefa þau Guði loforð um að elska og annast hvort annað og Guð lofar því að hjónabandið geti varað að eilífu. Eins og einn leiðtogi kirkjunnar útskýrði: „Hjónabandið er gjöf frá Guði til okkar; gæði þess hjónabands er gjöf okkar til hans“ (L. Whitney Clayton, “Marriage: Watch and Learn,” Ensign eða Liahona, maí, 2013, 85).

Það sem mormónar trúa um hjónabandið og fjölskyldur

Mormónar trúa því að hinar mestu blessanir elsku og hamingju hljótist fyrir sáttmálssamband eilífs hjónabands og fjölskyldu. Kenningar mormóna kenna að karlar og konur hafi einstætt eðli sem vegur hvort annað upp og þar af leiðandi sé körlum og konum ætlað að aðstoða hvort annað og þroskast saman (sjá, Fjölskyldan: Yfirlýsing).

Mormónar trúa því að hjónabandið og fjölskyldan hafi verið mikilvægur þáttur í áætlum Guðs frá sköpun jarðar, þegar Adam var settur í Edensgarðinn. Guð sagði að það væri ekki „gott, að maðurinn [væri] einsamall (1 Mósebók 2:18) og Eva varð félagi Adams. David A. Bednar, leiðtogi mormóna sagði, talandi um Adam og Evu: „Einstök samsetning trúarlegrar, líkamlegrar, andlegrar og tilfinningalegrar getu var nauðsynleg til þess að koma hamingjuáætlun Guðs í verk. Hvorki karl né kona gætu uppfyllt tilgang sköpunar sinnar einsömul“ (David A. Bednar, “Marriage is Essential to His Eternal Plan,” Liahona, júní 2006, 51).

Þó að oft komi upp einstakar áskoranir í hjónabandi og fjölskyldulífi þá trúa mormónar því að fjölskyldur sem hafa bæði móður og föður sem eru gift, bjóði upp á besta umhverfið fyrir fæðingu og uppeldi barna. Framar öllu þá trúa mormónar því að þegar hjónaband og fjölskyldusambönd eru byggð á Jesú Kristi þá getur það hjálpað okkur að komast nær honum og fjölskyldumeðlimum okkar og getur hjálpað okkur að finna gleði sem ekki er hægt að öðlast á neinn annan hátt.

Hjón að leiðast

Hvers vegna Jesús Kristur er fullkomin fyrirmynd okkar

Mormónar trúa því að Drottinn Jesús Kristur sé fyrirmynd allra þeirra eiginleika sem eru mikilvægir í hjónabandi og fjölskyldulífi. Þegar Jesús Kristur var á jörðinni var hann hin fullkomna fyrirmynd kærleika, þolinmæði, auðmýktar, góðvildar og óeigingjarnar þjónustu - allt þetta gæti gert mikið til að skapa hamingjusamt heimilislíf. Mormónar trúa því einnig að fyrirmyndarhjónaband sé byggt á Jesú Kristi. Margar fjölskyldur mormóna ímynda sér þess konar hjónaband sem þríhyrning þar sem Jesús Kristur er efst á þríhyrningnum og sitthvor makinn á neðri hornum þríhyrningsins. Þegar hvor makinn um sig vinnur að því að vera líkari Kristi þá færast þau frá hornum þríhyrningsins, meðfram hliðum hans, í átt að Kristi á toppnum. Er þau færast nær Kristi þá nálgast þau hvort annað meira. Sameinuð trú á Jesú Krist færir pör saman (sjá David A. Bednar, “Marriage is Essential,” 54). Hvernig kristileg hjónabönd setja fordæmi fyrir börn okkar Þegar við gerum Jesú Krist að miðju hjónabands okkar og fjölskyldna þá kennum við börnum okkar í gegnum fordæmi okkar. David A. Bednar útskýrði: „Þegar piltar og stúlkur skynja gagnkvæma virðingu, ástúð, traust og elsku milli hjóna, munu þau reyna að tileinka sér þá eiginleika í eigin lífi. Börn okkar . . munu læra mest af því sem við gerum og erum - jafnvel þótt þau muni tiltölulega lítið af því sem við segjum“ (“Marriage Is Essential,” 54). Mormónar trúa því að á sama hátt og Jesús Kristur er fullkomið fordæmi okkar, þá getum við verið börnum okkar góð fordæmi er við vinnum að því að gera það sem hann myndi gera ef hann væri hér á jörðunni. Hvernig þið getið lært meira um það sem mormónar trúa Til að læra meira um fjölskyldur mormóna og áætlun Guðs fyrir ykkur og ykkar fjölskyldu, heimsækið komidtilkrists.org

Gömul hjón
Fjölskylda í gönguferð í skógi