Biblían

Við elsku og vegsömum Biblíuna. Biblían er orð Guðs. Hún er ætíð auðkennd fyrst í ritningum okkar, “helgiritum” okkar.

Biblían

Hvað er hin helga Biblía?

Biblían inniheldur beinlínis á síðum sínum trúarvekjandi, græðandi anda Krists, sem snúið hefur hjörtum mannanna um aldir, komið þeim tl að biðja, til að velja réttar leiðir og til að leita að frelsara sínum.

Hin helga Biblía ber nafn með rentu. Hún er helg vegna þess að hún kennir sannleika, helg vegna þess að hún vermir okkur með anda sínum, helg vegna þess að hún kennir okkur að þekkja Guð og veitir skilning á samskiptum hans við mennina og helg vegna þess að hún vitnar á síðum sínum um Drottin Jesú Krist.

Síðari daga heilagir trúa á áframhaldandi kirkjulegar ritningar, sem merkir að til eru aðrar ritningabækur auk Biblíunnar (svo sem Mormónsbók) og að Guð haldi áfram að opinbera orð sitt með lifandi spámönnum. Oft er því haldið fram að til þess að vera kristinn þurfi menn að samþykkja eina ritningarbók eða að Biblían nægi ein og sér. Að fullyrða að Biblían sé endanleg orð Guðs – er meira en það sem Biblían eignar sjálfri sér. Hvergi er það staðhæft í Biblíunni að öllum opinberunum Guðs sé safnað saman í eina einstaka bók, sem skulu nægja til eilífðarnóns og að engar fleiri ritningarlegar opinberanir yrðu gefnar.


Lesið Biblíuna (aðeins fyrir hendi á ensku)


„Ég ber því hátíðlega vitni að við erum sannlega og til fulls trúuð á Drottin Jesú Krist, og á hans opinberaða orð með helgri ritningu, Biblíunni. Við höfum ekki aðeins trú á Biblíunni – við keppumst við að fylgja lífsreglum hennar og kenna boðskap hennar.“

—M. Russell Ballard (Ensign, maí 2007, 82)