Bjóða vinum okkar að upplifa blessanir fagnaðarerindisins

Boðskapur svæðisleiðtoga

Öldungur Karl D. Hirst
Öldungur Karl D. Hirst Svæðishafi Sjötíu

Við gleðjumst í þeim stundum lífsins er okkur finnst við ósigrandi.  Þær eru í algjörri andstöðu við hinar gleðisnauðu stundir sem við öll upplifum.  Eftir ljúfa upplifun, er mér finnst mér hafa verið fyrirgefið, þegar ástvinir mínir taka góðar ákvarðanir, er ég hlýði á undursamlegar lexíur, sem talar beint til hjarta míns – líður mér stórkostlega!

Þegar mér varð hugsað til einnar slíkrar reynslu nýlega og ég reyndi að setja hana í orð, fannst mér best að lýsa henni sem innri ,uppljómun‘.  Það birti yfir mér og ég varð léttari og jákvæðari.  Ég vissi að raunir mínar hyrfu ekki, en mér fannst ég fylltur þrótti til að takast á við þær.  Ég hafði fundið hvetjandi hamingju mér til hjálpar í hinum venjulegu upplifunum lífsins, jafnvel mitt í áskorunum lífsins.

Þegar mér var fengið það verkefni að skrifa þennan boðskap, minntist ég orða frelsarans til Nefítanna: „Sannlega, sannlega segi ég yður, að ég kalla yður til að vera ljós þessarar þjóðar.[i]

Þessi tvö atriði smullu saman í huga mínum.  Ég var í raun ,uppljómaður‘ af gleði fagnaðarerindisins, af guðlegri elsku og þá bar mér skylda að njóta ekki bara hughreystingarinnar af því, heldur einnig að láta ljósið verða sýnilegt meðal þeirra sem umhverfis mig voru.   Frelsarinn hélt áfram: „Borg, sem á fjalli stendur, fær eigi dulist. … Kveikja menn ljós og setja það undir mæliker? Nei, það er sett á ljósastiku, og það lýsir öllum, sem í húsinu eru– Látið þannig ljós yðar lýsa meðal þessarar þjóðar, til þess að hún sjái góð verk yðar og vegsami föður yðar, sem er á himni.[ii]“ 

Ég fæ séð að sú hamingja sem ég hlýt frá himni, er ekki einungis ætluð mér til blessunar, heldur líka öðrum.  Mér ber að sýna þá hamingju sem mér hefur verið gefin og hið góða sem hún knýr mig til að gera.

Vissulega er ekki til betri leið til að miðla fagnaðarerindinu, en að það sjáist að við séum hamingjusöm er við lifum eftir því.  Þetta virðist í fullkomnum samhljóm við „hina miklu sæluáætlun[iii],“ að við miðlum fagnaðarerindinu áhrifaríkast með því að vera hamingjusöm.  Ef við að auki viljum gera okkar hlut í þessari miklu og síðustu samansöfnun, held ég að við getum ekki gert neitt betra við tíma okkar en að tileinka okkur hamingju að hætti Drottins.  Þetta hljómar eins og það trúboðsstarf sem við öll ættum að vera fús til að takast á við.

Ef við gefum okkur tíma til að minnast þess að við erum hamingjusöm, að hamingja okkar er gjöf frá Guði og að raunveruleg hamingja hlýst ávallt með því að lifa eftir áætlun himnesks föður, munum við „eignarlýður[iv]“ – og af réttum ástæðum.

Pétur postuli orðaði þessa hugsun öðruvísi.  Hann setti fram þessa innblásnu hvatningu: „Helgið Krist sem Drottin í hjörtum yðar. Verið ætíð reiðubúnir að svara hverjum manni sem krefst raka hjá yður fyrir voninni, sem í yður er.[v]

Sú hamingja sem fagnaðarerindið býður vekur mér von í áskorunum lífsins. Það væri ekki skynsamlegt að láta eins og áskoranir mínar væru einfaldlega ekki fyrir hendi, en ég get ákveðið að einblína á þær hamingjustundir sem mér hlotnast og forðast að láta prófraunir og erfiðleika lífsins yfirskyggja þær, svo bæði ég og aðrir sjáum þær ekki.  Þess í stað get ég reynt að láta ljós þessara hamingjustunda vera lýsandi fyrir það sem ég og aðrir fáum séð umhverfis.


[i]  3 Ne 12:14

[ii]  3 Ne 12:14-16

[iii]   Alma 42:8

[iv]   1 Pét 2:9

[v]   1 Pét 3:15

Þrír ganga í sólskini