Blessanir tíundar

Boðskapur svæðisleiðtoga

Kona gefur aurinn sinn
Öldungur Gary B. Sabin
Öldungur Gary B. Sabin Forseti Evrópusvæðisins

Fyrir mörgum árum, þegar Gordon B. Hinckley forseti var stikuforseti, tók hann viðtal við mann nokkurn vegna musterismeðmæla. Þegar Hinckley forseti spurði manninn hvort hann greiddi tíund heiðarlega, svaraði hann einlæglega að hann gerði það ekki, því hann væri skuldum vafinn. Hinckley forseti fann sig knúinn til að segja að hann gæti ekki unnnið sig út úr skuldunum fyrr en hann tæki að greiða tíund.

Síðar, nokkrum árum eftir viðtalið, sagði hann Hinckely forseta að honum hefði ekki tekist að minnka skuldirnar, sama hversu mikið hann hefði reynt. Hann og eiginkona hans hefðu loks ákveðið að láta reyna á loforð Drottins. Maðurinn greindi svo frá: „Á einhvern óskiljanlegan hátt blessaði Drottinn okkur. Við höfum ekki saknað þess að við höfum gefið honum og í fyrsta inn í mörg ár höfðum við náð að minnka skuldir okkar.“ Honum og eiginkonu hans tókst loks að lifa innan tekjumarka sinna, en það sem mikilvægara var, þau fundu frið í þeirri vissu að þau væru að halda skuldbindingu sína við Drottin.[i]

Ég upplifði álíka sem nýlega kallaður biskup, er ég ráðlagði meðlim nokkrum varðandi tíund. Nýr trúskiptingur kom til mín með alvarlegan vanda. Hann átti ekki næga peninga til að greiða bæði skattana sína og tíundina. Ég spurði hann einfaldlega: „Trúir þú að fagnaðarerindið sé sannleikur?“ Hann staðfesti að svo væri og komst skjótt að þeirri niðurstöðu að vitnisburður hans væri svarið sem hann þurfti. Nokkrum vikum síðar koma hann aftur til mín og sagði bókara sinn hafa orðið á við útreikning skattana hans, því hann hefði gleymt að nýta reglu meðaltalstekna. Skattarnir hans lækkuðu, svo hann gat greitt tíundina sína. Ég held að trú þessa góða bróður hafi knúið himininn til að vekja upp í huga bókarans þessa áminningu, innblástur sem að öðrum kosti hefði ekki veist. 

Við greiðum tíund meira af trú en peningaeign. Guð hefur meiri áhuga á hlýðni okkar og áhrifum hennar á sál okkar, er við lýsum yfir heiðarlegri tíund, en upphæðinni sem við greiðum. Það sýnir að við treystum Guði og loforðum hans. Við getum ekki verið eins og maðurinn sem sat við eldinn og sagði: „Gefðu mér velgju og ég mun gefa þér eldivið.“ Moróní kenndi: „Þér fáið engan vitnisburð fyrr en eftir að reynt hefur á trú yðar.“ [ii]

Fagnaðarerindið fylgir ekki rökhugsun mannsins. Hugleiðið þetta: „Þannig verða hinir síðustu fyrstir og hinir fyrstu síðastir,“[iii] „hinir vanmáttugu munu gjöra hinum vitru kinnroða,“[iv] „sá sem týnir lífi sínu mín vegna, finnur það“[v] og „sælla er að gefa en þiggja.“[vi] Hvergi finnum við meiri andlega kaldhæðni en í tíundarlögmálinu, því aukningin verður sannlega meiri þegar við gefum örlátlega. Það er vegna þess að vegir mannsins eru ekki vegir Guðs og Guð er við stjórnvölinn.

Tíund er aldrei byrði, heldur blessun, því við stöndum alltaf betur að vígi með Drottin sem félaga í stað þess að vera einsömul. Tíund vekur andlega fullvissu, sem gerir fjölda annarra blessana mögulegar, svo sem andríki, þakklæti og kærleika. Að megin hluta, þá veitir hlýðni við tíundarlögmálið stundlega vernd og andlegan frið, er traust okkar vex á Guði.[vii]

Ég bæti líka við að það er mín reynsla að greiðsla rausnarlegra föstufórna leiðir til dásamlegra blessana. Það gerir okkur gott að vera örlát er við hjálpum hinum ólánsömu, því Drottinn mun þá vera okkur örlátur.

Guð þráir að hjálpa okkur á öllum sviðum lífs okkar, ef við aðeins hlýðum boðorðum hans, iðkum trú og reiðum okkur á hans fyrirheitnu blessanir.


[i] Gordon B. Hinckley forseti, Ensign, maí 1982 

[ii] Eter 12:6

[iii] Matteus 20:16

[iv] Matteus 10:39

[v] Postulasagan 20:35

[vi] Sjá Kenning og sáttmálar 133:58

[vii] Sjá Kenning og sáttmálar 121:45