Blessanir vikulegs sunnudagaskóla

Lærið meira um það hvernig Síðari daga heilagir tilbiðja á sunnudögum

Latter-day Saints believe that gathering together to worship in Sunday School is an important part of Sunday church services.
Síðari daga heilagir trúa því að það að safnast saman til tilbeiðslu í sunnudagaskóla sé mikilvægur þáttur í kirkjusamkomum sunnudaga.

Meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu trúa því að sunnudagaskóli sé mikilvægur þáttur í kirkjusamkomum sunnudaga. Fyrir Síðari daga heilaga er sunnudagaskóli stund til að læra Guðs orð, upplyfta hvert öðru og læra og tilbiðja saman.

Hvernig passar sunnudagaskóli inn í kirkjuþjónustu Síðari daga heilagra?

Sunnudagaskóli Síðari daga heilaga er kenndur á hverjum sunnudegi, í um það bil 40 mínútur. Allir meðlimir kirkjunnar, 12 ára og eldri eru sunnudagaskólanemendur (Sjá Handbook 2: Administering the Church [2010], 12.1). Sunnudagaskóli er oftast haldinn eftir sakramentissamkomu, sem er aðal kirkjusamkoma sunnudagsins fyrir Síðari daga heilaga. Oftast eru unglingarnir og hinir fullorðnu aðskildir í sitthvorn sunnudagaskóla bekkinn, til að læra á þann hátt sem hentar best þeirra aldurshópi (sjá Handbook 2, 12.4).

Hvernig er sunnudagaskóli?

Fullorðnum er velkomið að mæta í einn af fleiri sunnudagaskólabekkjum sem eru vanalega kenndir á meðan á kirkjusamkomum Síðari daga heilagra stendur. Margir kjósa að mæta í Kenningar fagnaðarerindisins, sunnudagaskóla sem leggur áherslu á nám í ritningum Síðari daga heilagra, þar á meðal nám í Biblíunni og Mormónsbók. Sumir söfnuður bjóða einnig upp á Reglur fagnaðarerindisins, bekk sem leggur áherslur á að kenna grundvallarsannleika fagnaðarerindisins og aðra valbekki eins og Hjónaband og samskipti fjölskyldunnar.

Á meðan á sunnudagaskólahluta kirkjusamkoma Síðari daga heilagra stendur, þá deilir kennari yfirleitt lexíu sem hann eða hún hefur undirbúið áður og notar til þess kennsluhandbók sem kirkjan hefur útbúið. Nemendur eru einnig hvattir til að deila hugsunum sínum og innsýn sem þeir hafa hlotið við heimanám sitt í ritningunum og sem tengjast efni lexíunnar. Nemendur biðja yfirleitt saman og syngja kannski sálm í upphafi og við lok sunnudagaskólans.

Sunnudagaskóli er undir umsjón leiðtoga Síðari daga heilagra, bæði á svæðisstigi og alheimsstigi. Leiðtogar Síðari daga heilagra á svæðisstigi, skipuleggja sunnudagaskólaforsætisráð til að hafa umsjón með lærdómi og kennslu í hverjum söfnuði (sjá Handbook 2, 12.5). Á sama hátt skipuleggja leiðtogar mormóna á alheimsstigi Sunnudagaskóla aðalforsætisráð til að hafa umsjón með sunnudagaskóla Síðari daga heilagra og lærdómi og kennslu fagnaðarerindisins um allan heim (sjá “General Auxiliaries,” LDS.org).

Hvernig get ég lært meira?

Til að læra meira um það hvernig meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögur tilbiðja á sunnudögum, eða til að mæta á kirkjusamkomur á ykkar svæði, heimsækið þá komidtilkrists.org.