Blóðgjafir bjarga litlum börnum; minnist alþjóðlegs blóðgjafardagar

Maður man ekki alltaf eftir nauðsyn blóðgjafar fyrr en upp er komin auglýsing frá Rauða krossinum, veggspjald þar sem tilkynnt er um blóðsöfnun á svæðinu eða þegar ástvinur þarfnast lífsbjargandi blóðgjafar. 

Rebecca Waring, meðlimur Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í Stóra-Bretlandi, rifjar upp augnablikið þegar henni varð ljóst að litla nýfædda barnið hennar, Megan, þyrfti blóð til að bjarga mætti lífi þess. 

Þótt Megan hefði verið fullburða, fæddist hún verulega undir þyngd. Foreldrar Megan, William og Rebecca Waring, fengu þær þungu fréttir að eitthvað væri að litlu telpunni þeirra. Hjartalæknisráð barna staðfesti að ástand Megan væri alvarlegt og kallaðist Tetralogy of Fallot (TOF). Þetta sjaldgæfa ástand veldur því að súrefnissnautt blóð streymir út um hjartað og um allan líkamann. 

Megan þurfti opna hjartaaðgerð aðeins 4 mánaða gömul, til að laga ástand hjartans. 

Læknarnir komust að því að blóðflokkur Megan var O mínus. Þar sem hann er ein af sjaldgæfustu blóðflokkunum og aðeins 6,6% jarðarbúa eru í honum, auglýsti sjúkrahúsið eftir blóðgjöfum með O mínus blóð um alla borgina.

Waring fjölskyldan og kirkjusöfnuður þeirra fastaði og báðu fyrir sjálfboðaliðum til blóðgjafar. Strax daginn eftir var bænum þeirra svarað þegar 73 ókunnugir svöruðu beiðninni. Rebecca rifjar upp hinar sterku tilfinningar sem fylgja því að horfa á fólk koma hvert á fætur öðru inn í sjúkrahúsið til að koma barni hennar til hjálpar. 

„Á einum degi komu 73 manns. Sumir höfðu bókstaflega ferðast frá stöðum eins og Newcastle, sem er í 3ja klukkustunda akstursfjarlægð, bara til að geta gefið,“ segir Rebecca. „Ég gat augljóslega ekki sagt: ,Ó, það er dóttir mín sem þú ert að hjálpa,‘ en ég stóð við innganginn og horfði á fólkið koma inn og spyrja hvert það ætti að fara. Já, þetta var mikið og undursamlegt bænasvar.“ 

Megan fór í 14 blóðgjafir, eina hverja þá klukkustund sem hún var í aðgerð. Með hjálp sjálfboðaliða sem gáfu blóð, var lífi Megan bjargað þennan dag. 

Blóðgjafir bjarga milljónum mannslífa, rétt eins og Megan, á hverju ári. Blóðgjafir eru notaðar til margra hluta, svo sem eftir áverka, við fæðingar, vegna blóðleysis, blóðsjúkdóma, krabbameinsmeðferða og ýmislegs annars. Tölfræði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segir að með því að gefa 1 blóðeiningu, geti það bjargað allt að 3 mannslífum. 

14. júní minnast lönd um allan heim hins árlega blóðgjafadags. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er dagurinn helgaður þakklæti fyrir þá sem fúslega gefa blóð, fyrir þeirra lífsnauðsynlegu blóðgjafir og til að vekja athygli á nauðsyn reglubundinna blóðgjafa, til að tryggja gæði, öryggi og aðgengi að blóði fyrir sjúklinga í neyð.

Waring family
Waring-fjölskyldan Rebekka (til vinstri), Megan, Ezekiel, William og Dylan eru meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu á Englandi. Ljósmynd: Brett Beresford

Waring-fjölskyldan sýnir þakklæti og endurgeldur blóðgjafirnar sem björguðu lífi Megan. Faðir Megan og afi gefa blóð einu sinni í mánuði til að endurgjalda samfélaginu sem bjargaði lífi Megan.

Þrettán árum síðar, nýtur Megan þess að gera margt af því sem venjulegur unglingur gerir, svo sem fótbolta, tennis og dans. Rebecca hefur unun af því að horfa á heilbrigða dóttur sína gera allt það sem aldrei hvarflaði að þeim að litla, veika barnið þeirra mundi nokkurn tíma geta gert. 

„Stundum lít ég á hana og hugsa: Hvernig gerðist þetta?“ segir Rebecca. „Þetta pínulitla barn, sem vart hafði nægt þrek til að gráta, varð að slíkri lífsglaðri, þróttmikilli, yndislegri manneskju.“ 

Megan Waring
Megan Waring frá Leeds á Englandi er nú heilbrigð, ung stúlka, eftir að hafa greinst með lífshættulegan hjartasjúkdóm nýfædd árið 2008. Ljósmynd: Rebecca Waring

„Sú hugsun hvarflar í raun ekki að fólki [að gefa blóð] fyrr en maður þarfnast þess sjálfur eða barnið manns þarfnast þess,“ segir Rebecca. „Ég held að við hefðum vart gefið því gaum, ef við hefðum ekki þurft svo sárlega á því að halda. Ég held því að fólk sem segir frá eigin persónulegri reynslu hjálpi við að vekja athygli á þessu. Þið gætuð þurft [öruggt blóð] einhvern daginn og það þarf að vera til staðar.“