Frankfurt am Main

Boð um að horfa á aðalráðstefnu apríl 2023

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu býður alla velkomna að sameinast milljónum manna um allan heim til að hlusta á hvetjandi boðskap vonar og endurnýjunar frá lifandi spámönnum og postulum á komandi aðalráðstefnu kirkjunnar, laugardag og sunnudag, 1-2 apríl, 2023.

Christ with people on Palm Sunday

Það að taka þátt í þessari trúarlegu útsendingu, hjálpar einstaklingum að læra um Jesú Krist, styrkja persónulegt samband þeirra við frelsarann og upplifa friðinn, vonina og gleðina sem hljótast af því að fylgja honum. Öllum Síðari daga heilögum, vinum kirkjunnar og öðrum er boðið og þeir hvattir til að taka þátt pálmasunnudagshelgina.

„Aðalráðstefna veitir tækifæri til að meðtaka persónulega opinberun, er aðalvaldhafar kirkjunnar veita ráð og leiðsögn,“ skrifaðiÆðsta forsætisráð kirkjunnar. „Við hvetjum meðlimi til að hlusta á, læra, hugleiða og tileinka sér leiðsögnina sem veitt verður.“

Hin alþjóðlega útsending er send út frá Ráðstefnuhöllinni í Salt Lake City, Utah, Bandaríkjunum og samanstendur af fimm einstökum, tveggja klukkustunda hlutum fyrir alla áhorfendur, yfir tvo daga. Tímarnir eru skráðir á CEST - Central European Summer Time (Miðevrópskum sumartíma).

 

Laugardagur, 1. apríl 2023

Laugardagur, 1. apríl 18:00 CEST - laugardagsmorgunhluti

Laugardagur, 1. apríl 22:00 CEST - laugardagssíðdegishluti

 

Sunnudagur 2. apríl 2023

Sunnudagur, 2. apríl 14:00 CEST - laugardagskvöldhluti

Sunnudagur, 2. apríl 18:00 CEST - sunnudagsmorgunhluti

Sunnudagur, 2. apríl 22:00 CEST - sunnudagssíðdegishluti

Fyrir frekari upplýsingar um að vera viðstaddur aðalráðstefnu í Ráðstefnuhöllinni, vinsamlega skoðið síðuna Temple Square Live Events.

 

Hvernig á að horfa eða hlusta á í beinni útsendingu

Öllum ráðstefnuhlutum verður streymt í beinni útsendingu á síðunnibeinar útsendingará ChurchofJesusChrist.org á rúmlega 70 tungumálum. Áhorfendur geta einnig horft og hlustað á með því að fara áYou Tube rásina General Conference; í Gospel Library appið og á aðrar útvarps-, sjónvarps-, gervihnattarrásir og stafrænar rásir.

Hvernig horfa eða hlusta skal á síðar

Eftir útsendinguna verður boðskapurinn fáanlegur til aflestrar, hlustunar og áhorfs á fjölda rása eftir þörfum til lærdóms. Þessar rásir eru meðal annars Gospel Library, Gospel Media, YouTube rásin General Conference, hlaðvarpið General Conference og tímarit kirkjunnar.

Hvernig standa skal að undirbúningi fyrir aðalráðstefnu

Hjálpið börnum og ungmennum að búa sig undir að horfa á aðalráðstefnu með „General Conference Activities for Children and Youth [Aðalráðstefna verkefni fyrir börn og ungmenni].“

Viðbótargögn

Sumar þessara heimilda eru ef til vill einungis fáanlegar á útvöldum tungumálum.

Hugmyndir að lærdómi og kennslu úr aðalráðstefnu