Frankfurt am Main, Þýskalandi

Boðskap góðvildar dreift í samfélagsmiðlaherferð 

Í októbermánuði undirstrikaði Evrópusvæði Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu algildi og mikilvægi góðvildar í herferð sem bar yfirskriftina „Munið eftir að sýna góðvild.“

Atriði úr myndbandinu „Börnin vita best.“
Atriði úr myndbandinu „Börnin vita best.“

Þessi myndbandaröð minnir fólk hvarvetna á þá skyldu að koma fram við hvert annað af ástúð og virðingu.

Herferðin samanstóð af átta stuttum myndböndum. Myndböndin voru birt reglubundið; tvisvar í viku í októbermánuði var nýtt myndband birt á samfélagsmiðlum eins og YouTube, Facebook og Instagram.

Þegar myndböndin voru birt, náðu þau til hundruð áhorfenda og höfðu áhrif á líf margra. Þótt hægt sé að horfa á þau á mörgum samfélagsmiðlum, voru nokkur eftirlætis viðbragðanna á Facebook. Margir svöruðu hjartanlega: „Amen!“ og aðrir komust við í hjarta og sögðu: „Ó, hve fallegt, fær mig til að gráta,“ og „Elska þetta. Þetta gerði daginn minn góðan.“

„Það er auðvelt að kveikja á sjónvarpinu eða fara á netið og finna ótal dæmi um deilur, átök og fjandskap, en það sem við sjáum ekki alltaf er að það eru mun fleiri þarna úti sem reyna að gera gott með einföldum góðverkum. Það hefur tilhneigingu til að týnast meðal þess neikvæða efnis sem vekur meiri athygli,“ sagði Brian Cordray, svæðisútgáfustjóri.

„Fólk verður sem sagt innblásið til að láta að sér kveða og gera hið sama þegar það sér aðra uppskera þá gleði og blessun sem hljótast af góðvild,“ bætti hann við.

Eitt myndband náði til 3.4 milljóna manna og hlaut 1.5 milljón áhorf. Cordray snéri sér þó frá tölfræðinni og sagði enn fremur: „Frelsari okkar var ímynd góðvildar og sýndi okkur fordæmi þegar hann bauð okkur að elska náunga okkar. Það felur greinilega í sér boðið um að sýna góðvild.“

Atriði úr myndbandinu „Sameinuð í réttlæti.“
Atriði úr myndbandinu „Sameinuð í réttlæti.“

Eitt af því sem meðlimir kirkju Jesú Krists hafa trú á er að fylgja fordæmi Jesú Krists með því að sýna öðrum kærleika. Með því að dreifa boðskap góðvildar, leitast kirkjan við að hvetja til góðvildar hvarvetna, byrja á heimilinu og ná til samfélaga, borga og landa um allan heim.

Myndböndin lögðu ýmist áherslu á kenningar frá leiðtogum kirkjunnar eða sýndu einfaldlega með dæmum hvernig við getum sýnt meiri góðvild. Þessi orð forseta kirkjunnar – Russells M Nelson – sem koma fram í myndbandi sem ber heitið „Friðflytjendur í persónulegu lífi,“ tjá heildarþemað:

„Friður er mögulegur. Við getum lært að elska mannlegar verur sem eru náungar okkar víðs vegar í heimi.“ Vonin er sú, að hvetja ekki aðeins meðlimi kirkju Jesú Krists, heldur fólk af öllum trúarbrögðum, til að upplifa aukinn kærleika og góðvild meðal manna.

Atriði úr myndbandinu „Friðflytjendur í persónulegu lífi.“
Atriði úr myndbandinu „Friðflytjendur í persónulegu lífi.“

Nú, þegar myndbandaröðin er aðgengileg á netinu, hvetur kirkjan áhorfendur til að taka þátt í áskorun þeirra: Munið eftir að sýna góðvild.

Hlekkir á öll herferðarmyndböndin:

Umbreytt hjarta fyrir góðvild
Börnin vita best
Vinsemd getur breytt heiminum
Góðvild getur læknað særindi
Friðflytjendur í persónulegu lífi
Þjónið eins og frelsarinn
Elska hver annan
Sameinuð í réttlæti