Boð frelsarans um að koma til hans

Boðskapur svæðisleiðtoga

Öldungur Hans T. Boom
Öldungur Hans T. Boom Svæðishafi Sjötíu

Eftir að lokaorrusturnar áttu sér stað í Mormónsbók og Moróní var einn í óbyggðunum í mörg ár, þá mælti hann sín síðustu orð og hvatti okkur til að koma til Krists. Þegar ég les orð hans, þá les ég vitnisburð hans og veit að hann hefur sjálfur tekið á móti boðinu og það gerði honum kleift að sigrast á erfiðleikum lífs síns.

Lífið býður upp á marga óvissuþætti, en eitt er þó víst og það er að okkur öllum er boðið að koma til Krists, hver sem við erum og hverjar sem aðstæður okkar eru. Hendur hans eru útréttar og hann tekur fúslega á móti öllum börnum Guðs. Hann hefur mátt til að græða og hjálpa okkur að áorka öllu nauðsynlegu. 

Við getum spurt okkur þessara spurninga:  Hvað getur hann gert fyrir mig? Hvernig get ég brugðist við þessu boði?

Í Sálmi 39, „Auk heilaga helgun,“[1] er spurningunni um hvað Kristur getur gert fyrir okkur svarað á dásamlegan hátt og þar er talið upp ótal margt sem Kristur er fús til að liðsinna okkur með, ef við aðeins komum til hans. 

Aukið þolgæði, aukinn hreinleika, aukið þjónustuþel, aukna auðmýkt í raunum, aukinn bænaranda og ótal fleiri gjafir gefur hann, ef við aðeins komum til hans og treystum því að hann geti liðsinnt okkur.

Lífið býður upp á fjölmörg tækifæri og taka þarf svo margar ákvarðanir. Mér hefur lærst að hafa Drottin í fyrirrúmi í öllum mínum ákvörðunum. Þótt ég skilji ekki alltaf endanlega útkomu þeirra ákvarðana, þá hlýt ég friðsæla tilfinningu sem hlýst af réttri ákvarðanatöku. 

Eftirfarandi orð Bensons forseta hafa hjálpað í því ferli mínu að koma til Krists og skilja að ég þarf að fela honum líf mitt.


„Um leið og hlýðni hættir að vera ertingarvaldur og verður eftirsóknarverð, mun Guð veita okkur kraft.” [2]


Þegar við komumst að því að við þurfum á liðsinni hans að halda til að sigrast á áskorunum lífsins, þá munum við snúa til hans í trú og hlýðni. Þegar við verðum sem lítið barn, þá munum við taka að sjá kraft hans í lífi okkar og vita að hann lifir og að hann greiddi gjaldið fyrir okkur, svo við getum snúið aftur til himnesks föður og eignast eilíft líf, hina æðstu gjöf sem mönnum getur hlotnast.

Einhverju sinni ætluðum ég og eiginkona mín að fara á ráðstefnu Ungra einhleypra í Tékklandi í sumarfríi okkar og koma við í Görlitz-deildinni í leiðinni.  Ferðin var löng og ströng, við vöknuðum árla og ferðuðumst í margar klukkustundir á föstusunnudegi.  Við ákváðum að fresta ekki föstu okkar, þar sem við höfðum þörf fyrir liðsinni hans og blessanir í lífinu. Vikunni áður höfðum við keypt okkur annað hús og áttum enn eftir að selja hið gamla.  Mér fannst óþægilegt að búa við þetta óvissuástand. Við hugðumst kaupa ódýrara og smærra, þar sem börnin voru farin að heiman. Við höfðum rætt ráðagerð okkar ótal sinnum við himneskan föður og okkur fannst þetta vera hið rétta í stöðunni. 

Þegar við komum heim aftur, var stefnumót sett við hjón sem vildu skoða húsið. Hjónin keyptu húsið okkar. Þau voru trúuð og höfðu líka beðið Drottin um liðsinni. Síðar inntum við þau eftir því hvað hefði valdið því þau tóku þessa ákvörðun. Þau sögðu að þau hefðu sér mynd af Kristi á heimili okkar og ofan við dyrnar var textinn:  „Ég og mínir ættmenn munum þjóna Drottni.”

Þegar við snúum okkur til hans í auðmjúkri bæn og föstu, til að leita hjálpar hans, þá hljótum við vitnisburð á vitnisburð ofan um að Jesús er Kristur, að hann lifir og að hann hefur búið okkur leið heim.


[1] Sálmur #39, Auk heilaga helgun

[2] Donald L. Staheli vitnar í Ezra Taft Benson í Ensign, Conference Report, maí 1998