Boðskapur til leiðtoga Evrópu, borgara og velunnara

Forsætisráð Evrópusvæðis
Forsætisráð Evrópusvæðis: Massimo De Feo, fyrsti ráðgjafi, Gary B. Sabin, forseti og Erich W. Kopischke, annar ráðgjafi

Við tökumst nú á við erfiða tíma. Covid-19 faraldurinn hefur sett líf okkar sjálfra, fjölskyldu okkar, atvinnu og kirkjustarf úr skorðum  Þúsundir hafa látið lífið og við finnum til með og biðjum fyrir þeim, fjölskyldum sem hafa orðið fyrir barðinu af þessu.

Aðgangur að mörgu sem við tökum oft sem sjálfgefnu, t.d. grunnþjónustu, heilbrigðisþjónustu, menntun, afþreyingu og jafnvel ferðafrelsi, er nú takmarkað með öryggisaðgerðum og reglum, okkur öllum til verndar og til að draga úr smithættu. Efnahagur margra þjóða í Evrópusambandinu og víðar er í hættu. Bæði stór og smá fyrirtæki verða fyrir skaða af keðjuverkendi áhrifum og fjöldi fólks missir atvinnu sína eða verður fyrir launaskerðingu. Við megum ekki vanmeta áhrifin sem þetta hefur á líf Evrópubúa og fjölskyldur þeirra, sérstaklega á þá sem eiga lítil börn.

Mitt í þessari krísu verðum við þó einnig vitni að mörgu dásamlegu:Fólk réttir hvert öðru hjálparhönd, finnur ný tengsl við samfélagið sem það býr í eða nýtir nútímatækni til að veita huggun og tjá þeim sem eru fjarri eða í næstu íbúð elsku sína. Margir nýta þetta tímabil einangrunar og sjálfskoðunar til að styrkja fjölskyldubönd, íhuga sannan tilgang lífsins og helga sig betur persónulegum, starfstengdum eða andlegum markmiðum.

Á sama tíma og við stýrum í gegnum þessa óvissutíma, viljum við tjá þakklæti okkar og biðja fyrir heilbrigðisstarfsfólki og bráðaliðum sem vinna óþreytandi að velferð okkar allra; þeim sem sjá okkur fyrir aðgangi að grunnþjónustu og vistum, fyrir fjölskyldum um alla Evrópu, sem vernda og styrkja börn sín; fyrir sjálfboðaliðunum, hjálparsamtökum eða almennum borgurum sem aðstoða aðra í neyð, eins og eldri borgurum, heimilislausum, flóttamönnum eða hverjum þeim sem þarfnast aðstoðar; fyrir leiðtogum ESB og stjórnmálaleiðtogum, að þeir megi taka ákveðnar og innblásnar ákvarðanir til að koma á viðeigandi ráðst-funum, til að berjast gegn faraldrinum og til að styrkja efnahagsstöðu annarra meðlimaríkja; og að lokum fyrir öllum ábyrgum borgurum sem af þolinmæði fylgja þeim heilbrigðis- og öryggisreglugerðum sem settar hafa verið til að hindra útbreiðslu veirunnar og vernda þá sem viðkvæmastir eru.

Við sem erum trúuð finnum mikla huggun í því að vita að himneskur faðir okkar er við stjórnvölinn. Spámaðurinn Joseph Smith, stofnandi Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, var óréttmætt vistaður í Libery fangelsinu. Honum var misþyrmt grimmilega og samt skrifaði hann: „Þess vegna skulum vér, ástkæru bræður, með glöðu geði gjöra allt, sem í okkar valdi stendur, og síðan getum við með fullri vissu beðið eftir að sjá hjálpræði Guðs, og arm hans opinberast“ (K&S 123:17).

Við fáum ekki stjórnað öllu, eins þessi veira sýnir glögglega, en við getum með glöðu geði gert allt sem í okkar valdi stendur. Við getum síðan meðtekið loforð himins er við stöndum kyrr og sjáum arm Drottins opinberaðan.

Við erum í þessari ferð saman! Verið viss um innilegt þakklæti okkar fyrir ykkur.

Gary B. Sabin, forseti

Massimo De Feo, fyrsti ráðgjafi

Erich W. Kopischke, annar ráðgjafi

Forsætisráð Evrópusvæðis Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu

Heimurinn