Breytingar á kirkjutímaritunum í ári 2021

fjölskylda að lesa Líahóna

Hvernig munu kirkjutímaritin breytast?

Í mörg ár hefur kirkjan gefið út þrjú tímarit á ensku (Friend, New Era og Ensign), sem og enn eitt tímarit þýtt á önnur tungumál (Líahóna). Frá 21. janúar mun þessum útgáfum skipt út fyrir þrjú tímarit sem munu þjóna meðlimum um allan heim á mörgum tungumálum: 'Barnavinur', fyrir börn á aldrinum 3–11 ára, 'Til styrktar æskunni', fyrir ungmenni á aldrinum 12–18 ára og 'Líahóna', fyrir fullorðna. Lengd og forsnið prentuðu tímaritanna mun taka breytingum. Lesendur geta vænst bættra stafrænna tímarita, sem verða fáanleg á netinu og í formi smáforrita fyrir snjalltæki. Efni stafrænna tímarita mun áfram verða gjaldfrjálst.

Líahóna, Friend og Til styrktar æskunni

Af hverju er verið að gera þessar breytingar?

Þessi heimslægu tímarit munu miðla samræmdari boðskap til stærri lesendahóps. Þessi einföldun mun líka gera kirkjunni kleift að senda efni tíðar en áður til ólíkra heimshorna. Sum tungumál sem nú fá t.d. einungis eitt tímarit á ári, fá nú tímarit annan hvern mánuð. Nokkrir þættir – svo sem fjöldi áskrifenda, framboð þýðenda og dreifingargeta – hafa áhrif á útgáfufjölda hinna mismunandi tungumála. Á íslensku verða tímaritin fáanleg bæði stafræn og útprentuð annan hvern mánuð. Í þeim mánuðum sem ekki verður prentað tímarit verða valið vitbótarefni sem síðan verður fáanlegt á stafrænu formi.

Systir Bingham að lesa Líahóna
Systir Jean B. Bingham, aðalforseti Líknarfélagsins, lesur í Líahóna, tímarit Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, í Kirkjusögu safnið í Salt Lake City, Utah, á miðvikudaginn, 5. ágúst

Hversu oft get ég fengið tímarit?

Frá janúar 2021 munu prentuð og stafræn tímarit vera fáanleg í hverjum mánuði á eftirfarandi tungumálum: Cebuano, dönsku, hollensku, ensku, nnsku, frönsku, ítölsku, japönsku, kínversku, einfaldaðri kínversku, kóresku, norsku, portúgölsku, rússnesku, samósku, spænsku, sænsku, tagalog, thaí, tongan, úkraínsku,ungversku og þýsku.

Á eftirtöldum tungumálum verða prentuð og stafræn tímarit fáanleg annan hvern mánuð (sex sinnum á ári). Valið viðbótarefni tímarita verður fáanlegt á stafrænu formi í þeim mánuðum sem prentuð tímarit eru ekki fáanleg: Albanísku, armenísku, bislama, búlgarísku, kambódísku, króatísku, tékknesku, eistlensku, jian, grísku, íslensku, indónesísku, kiribati, lettnesku, litháensku, malagísku, marshallese, mongólísku, pólsku, rúmönsku, slóvensku, swahili, thaití og víetnömsku.

Á eftirtöldum tungumálum verður valið tímaritaefni aðeins fáanlegt á stafrænu formi í hverjum mánuði: Afrikans, amharic, arabísku, burmese, chuukese, e k, fante, georgísku, haítí, hiligaynon, hindi, hindi ( ji), hmong, igbo, ilokano, kinyarwanda, kosraean, laotian, lingala, malay, maltese, nepölsku, palauan, pohnpeian, s. sotho, serbísku, shona, sinhala, slóvösku, tamil, telugu, tshiluba, tswana, tyrknesku, twi, urdu, xhosa, yapese, yoruba og zulu.

Bróðir Lund að skoða Til styrktar æskunni
Bróðir Steven J. Lund, aðalforseti Piltafélagsins, að skoða prentuð útgáfu 'Til styrktar æskunni'

Þarf ég að breyta áskrift minni?

Ef þú er áskrifandi að 'Ensign', 'New Era' eða 'Friend' til ársloka 2020, mun hver sá tími sem eftir er af áskrift þinni sjálfkrafa færður yfir á nýja tímaritið fyrir sama aldurshóp í upphafi árs 2021. Ef þú ert áskrifandi að 'Líahóna' til loka þessa árs, þá mun hver sá tími sem eftir er af áskrift þinni sjálfkrafa færður yfir á nýja 'Líahóna' í upphafi árs 2021. Hin nýja útgáfa af Líahóna mun þó aðeins hafa efni ætlað fullorðnum. Ef þú vilt að fjölskylda þín fái efni fyrir börn eða ungmenni, þarft þú að gerast áskrifandi að 'Barnavini' eða 'Til styrktar æskunni'. Þú getur hafið áskrift 1. september 2020 á store.ChurchofJesusChrist.org í gegnum dreifingarstöð svæðisins eða með því að hafa samband við Heimsþjónustudeild.

Systir Jones að halda á Barnavin
Systir Joy D. Jones, aðalforseti Barnafélagsins, heldur á 'Barnavin' með bros á vörum

Hvar finn ég frekari upplýsingar um þessar breytingar?

Upplýsingar um þessar breytingar verða veittar út árið á samfélagsmiðlasíðum kirkjunnar, á heimasíðunni ChurchofJesusChrist.org og í desemberútgáfum 2020 núverandi tímarita.

tímaritin í prentun