Brigham Young: Spámaður og kennari

Lærið meira um einn af Síðari daga spámönnum Guðs

Brigham Young var annar spámaður og forseti Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Lærið meira um líf og afrakstur eins af afkastamestu Bandaríkjamönnum 19. aldar.
Brigham Young var annar spámaður og forseti Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Lærið meira um líf og afrakstur eins af afkastamestu Bandaríkjamönnum 19. aldar.

Brigham Young var annar spámaður og forseti Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Brigham leiddi kirkjuna eftir að Joseph Smith lést og tók svo við af Joseph sem spámaður, árið 1847. Hann var þekktur sem áræðinn leiðtogi og hafði umsjón með ferðinni vestur, þar sem 60-70.000 Mormónalandnemar gengu yfir hrjúfa víðáttur Bandaríkjanna á leið sinni í Saltvatnsdalinn.[i]

Yngri ár Brighams Young

„Bróðir Brigham,“ eins og meðlimir kirkjunnar kölluð Brigham Young oft, fæddist John Young og Abigail Howe í Whittingham, Vermont, þann 1. júní 1801. Móðir Brighams dó þegar hann var einungis 14 ára gamall.[ii] Hann var síðan alinn upp af föður sínum, sem var mjög strangur maður.[iii] Meiri hluta æsku Brighams barðist Young fjölskyldan við fátækt í hrjúfum landnemabyggðum Bandaríkjanna. Brigham sagði seinna: „Ég vann við skógarhögg og að keyra uxaeyki bæði sumar og vetur, hálf klæddur og með ónægan mat, þar til mig verkjaði í magann.“[iv]

Brigham hóf að læra til smiðs eftir að móðir hans lést.[v] Faðir Brighams giftist aftur árið 1817 og um svipað leiti hóf Brigham að upplifa nýja tegund frelsis og tækifæra þegar hann hóf iðnnám. Um 18 ára aldur opnaði svo Brigham farsælt smíðafyrirtæki í norðurhluta New York ríkis. Árið 1823 hitti ungi smiðurinn Miriam Works, sem hann síðan giftist ári seinna.[vi]

Trúskipti Brighams Young

Brigham og Miriam fluttu til Oswego, New York og gengu í Meþódistakirkjuna.[vii] Hins vegar fundu þau fyrir löngun í eitthvað meira og héldu áfram að leita að trúarlegum sannleika.[viii] Brigham heyrði fyrst af Mormónsbók eftir að Samúel, bróðir spámannsins Joseph Smith, skildi eftir eintak af bókinni hjá Phineas, bróður Brighams, árið 1830.[ix]

Margir meðlimir Young fjölskyldunnar meðtóku Mormónsbók fljótlega sem orð Guðs, en trúskipti Brighams gerðust meira smám saman.[x] Brigham sagði síðar, varðandi trúskipti sín: „Ég skoðaði málið grannt í tvö ár áður en ég gerði upp hug minn, að taka á móti þessari bók. Ég vissi að hún var sönn, eins vel og ég gat séð með augum mínum eða fundið með snertingu fingra minna. . . . Ef svo hefði ekki verið, hefði ég aldrei til þessa dags meðtekið hana.“[xi] Brigham Young skírðist inn í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu árið 1832.[xii]

Miriam gekk einnig í kirkjuna árið 1832, en dó fljótlega eftir það og skildi Brigham eftir með umönnun tveggja ungra dætra þeirra. Brigham kvæntist aftur, í þetta sinn var það trúsystir hans, Mary Ann Angell.[xiii] Seinna iðkaði Brigham fjölkvæni. Þessi háttur, þar sem einn maður er kvæntur fleira en einni konu, var iðkaður af kirkjumeðlimum á fyrri árum kirkjunnar en er nú stranglega bannaður af kirkjunni og hefur ekki verið iðkaður af meðlimum kirkjunnar í meira en 100 ár.[xiv] 

Eftir trúskipti sín varð Brigham ákafur trúboði og stuðningsmaður hinnar ungu Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Nokkrum árum seinna, eða árið 1835, var hann vígður sem meðlimur Tólfpostulasveitarinnar, sem er leiðbeinandi ráð kirkjunnar. Frá árunum 1839 til 1841 þjónaði svo Brigham sem trúboði í Stóra Bretlandi, þar sem hann hjálpaði til við að færa á milli 7-8,000 manns inn i kirkjuna.[xv]

Leiðtogastarf og arfleifð Brighams Young

Brigham Young varð forseti Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu árið 1847.[xvi] Snemma og um miðbik þriðja áratugs 19 aldarinnar, ekki löngu áður en að Brigham varð forseti kirkjunnar, höfðu meðlimir kirkjunnar þolað miklar og ákafar trúarlegar ofsóknir í Illinois.[xvii] Kirkjumeðlimir leituðu hælis í um 2,000 km fjarlægð í Utah, í óbyggðum Ameríska vestursins.[xviii] Brigham varð forseti kirkjunnar í þessum flutningum vestur á bóginn og hafði yfirumsjón með ferðalagi tugi þúsunda Síðari daga heilagra í nokkra áratugi. Hann er einn mesti stofnandi landnemabyggða í sögu Bandaríkjanna og hafði umsjón með landnemabyggð nærri 400 samfélaga í hinu Ameríska vestri.[xix] Vegna þessa er, „[hann] stundum kallaður hin Bandaríski Móse.“[xx]

Brigham Young var fyrsti ríkisstjóri Utah. Hann þróaði einnig fyrirtæki og iðnað sem áttu þátt í að gera Utah farsælt. Brigham trúði statt og stöðugt á ávinninga nýrrar tækni og bauð bæði ritsímann og járnbrautina velkomna til Utah.[xxi] Þrátt fyrir takmarkaða formlega menntun, þá var Brigham málsvari menntunar fyrir bæði konur og karla og aðstoðaði við að stofna fjölda skóla og urðu tveir þeirra seinna háskólar, sem þrífast báðir vel enn þann dag í dag.[xxii]

Brigham Young var einnig nafntogaður byggingameistari sem stjórnaði byggingu ýmissa bygginga, svo sem tveggja mustera Síðari daga heilagra í Utah og Laufskálans í Salt Lake City.[xxiii] Laufskálinn, sem er í dag er heimili Laufskálakórs Mormóna, var byggður í hinum vel þekkta „skjaldbökustíl,“ að beiðni Brighams Young.[xxiv] Hann leiðbeindi smiðunum við byggingu Laufskálans, sem átti að vera samkomuhús fyrir trúarlegar samkomur, án stólpa eða styrktarbita fyrir þakið, því að hann vildi ekki að þessir bitar hindruðu útsýni viðstaddra.[xxv] Laufskálinn, sem hefur síðan verið gerður upp og lagfærður, er enn notuður fyrir samkomur og tónleikahald.

Lærið meira

Síðari daga heilagir fyrr og síðar líta á Brigham Young sem spámann Guðs. Læra má meira um spámenn Guðs á jörðinni í dag með því að fara á komidtilkrists.org.


[i] Sjá „Brigham Young: An American Moses,“.

[ii] Sjá Teachings of Presidents of the Church: Brigham Young [1997], vii, 1.

[iii] Eugene England, “Young Brigham,” New Era, sept. 1977, 15–16.

[iv] Í Englandi, “Young Brigham,” 16.

[v] Sjá Teachings: Brigham Young, vii.

[vi] Sjá England, “Young Brigham,” 17.

[vii] Sjá Encyclopedia of Mormonism (1992), “Young, Brigham,” 1602.

[viii] Sjá England, „Young Brigham,“ 18.

[ix] Encyclopedia of Mormonism (1992), “Young, Brigham,” 1602.

[x]  Leonard J. Arrington and JoAnn Jolley, “The Faithful Young Family,” Ensign, ág. 1980, 55.

[xi] „A Discourse,“ Deseret News Weekly, okt. 2, 1852, 96, in „Brigham Young: An American Moses,”.

[xii] See Encyclopedia of Mormonism, “Young, Brigham,” 1602.

[xiii] Sjá Encyclopedia of Mormonism, „Young, Brigham,“ 1602.

[xiv] Sjá “Brigham Young,” newsroom.churchofjesuschrist.org.

[xv] Sjá Encyclopedia of Mormonism, “Young, Brigham,” 1602, 1603, 1604.

[xvi] Sjá Presidents of the Church Student Manual (Church Educational System manual, 2013), 21.

[xvii]  Sjá Doctrine and Covenants Student Manual, 2nd ed. (Church Education System manual, 2001), 315.

[xviii] Sjá „Great Salt Lake: Valley Emigration Square,” history.churchofjesuschrist.org.

[xx] Sjá “Brigham Young,” newsroom.churchofjesuschrist.org.

[xxi] Sjá “Brigham Young,” newsroom.churchofjesuschrist.org.

[xxii] See Encyclopedia of Mormonism, “Young, Brigham,” 1608.

[xxiii] Horfið á myndbandið „Ministry of Brigham Young; The Master Builder,“ sem fáanleg er á churchofjesuschrist.org.

[xxiv] Sjá “History of the Tabernacle,” newsroom.churchofjesuschrist.org.

[xxv] Sjá “The Salt Lake Tabernacle and Other Historic Civil Engineering Landmarks,” thetabernaclechoir.org.