Boðskapur svæðisleiðtoga

Búa sig undir að hlýða á postula og spámenn

Þegar við undirbúum okkur af þakklæti, gleði og eftirvæntingu, lögum hjörtu okkar að Drottni, til að hann helgi það og innsigli efsta himni, geta aðalráðstefnur orðið einhver besti tími ársins.

Preparing to hear Apostles and Prophets
Öldungur Joep Boom, Hollandi,
Öldungur Joep Boom, Hollandi, svæðishafi Sjötíu, Mið-Evrópusvæðinu

Í fjölmenningarfjölskyldu okkar, fögnum við ríkulega öllum enskum, írskum og hollenskum hátíðum. Eiginkona mín, Kirsty, elskar að skreyta mikið og hafa hefðbundinn mat á Hrekkjavöku, Sinterklaas, jólunum og svo miklu fleira, og börnin okkar og vinir þeirra elska það!

Eitt kvöldið vorum ég og Kirsty að ræða hvernig við gætum skapað svipaða upplifun fyrir börnin okkar á aðalráðstefnu. Við ákváðum að kynna heimagert croissant með skinku og osti sem hinn útvalda mat á aðalráðstefnunni. Við útbjuggum litablöð með efni fagnaðarerindisins og orðaleikjum sem myndu hjálpa þeim að taka þátt í ráðstefnuræðum. Á ráðstefnumorgni yrðum við klædd í okkar bestu sunnudagsfötum. Við vorum einnig með fullt af púðum og notalegum teppum sem börnin gátu byggt koddavirki og tjöld, úr til að láta þeim finnast þau örugg og elskuð. Við nutum þess sem fjölskylda að horfa á aðalráðstefnu og hlusta á hinn innblásna boðskap frá leiðtogum kirkjunnar, á meðan lyktin af nýbökuðum smjördeigshornum fyllti heimili okkar. Yngri börnin fengu mikið hrós fyrir að sitja og horfa á einn ráðstefnuhluta. Við bjuggumst þó við aðeins meiru af eldri börnunum okkar, eftir því sem tíminn leið. Tilhlökkunin yfir aðalráðstefnu veitti okkur öllum svo mikla gleði. Nú erum við amma og afi og elskum að fá myndir af barnabörnum okkar í gegnum samfélagsmiðla með álíka ráðstefnuupplifun.

King Benjamin

Þegar við lesum ávarp Benjamíns konungs og hvernig fólkið bjó sig undir að heyra orð hans (1) getum við lært hið minnsta þrjá mjög mikilvæga hluti. Í fyrsta lagi náði boðið um allt landið, svipað og okkur er boðið að koma og hlusta á kirkjuleiðtoga okkar í dag. Við getum spurt okkur sjálf: „Hvernig er ég að tryggja að ég hjálpi við að senda þetta boð til allra meðlima deildar minnar og jafnvel til nágranna minna og vina sem ekki eru meðlimir? Í öðru lagi lesum við að samansöfnun hafi átt sér stað. Í dag kunnum við að koma saman sem fjölskyldur eða hópar á heimilum okkar eða í samkomuhúsunum. Drottinn hefur sagt: „Því að þar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra.“(2) Það er svo mikill styrkur í því að koma oft saman.(3) Og að síðustu, þá komu þau saman umhverfis musterið og staðsettu sig til að heyra orð sáluhjálpar. Má ég leggja til að við reynum að gera slíkt hið sama? Musterið er staðurinn þar sem himinn og jörð mætast, athvarf frá stormunum sem geisa í heiminum sem við lifum í og þar getum við lagað hjörtu okkar og huga að því sem hefur eilífa merkingu. Dásamlegt er að sækja hús Drottins og taka þátt í ættarsögustarfi og undirbúa hjörtu okkar og huga og vera andlega stillt inn á að taka á móti orði Guðs af munni þjóna hans.(4) EÖldungur Robert D. Hales hefur sagt „Ég lofa ykkur í hans nafni, að ef þið biðjið af einlægri þrá til að heyra rödd himnesks föður ykkar í boðskap þessarar ráðstefnu, þá munið þið uppgötva að hann hefur talað til að hjálpa ykkur, styrkja ykkur og leiða ykkur heim í návist sína.“(5)

Ég ber vitni um að þetta er sannleikur. Þegar við undirbúum okkur af þakklæti, gleði og eftirvæntingu, lögum hjörtu okkar að Drottni, til að hann helgi það og innsigli efsta himni (6), geta aðalráðstefnur orðið einhver besti tími ársins. Jafnvel ógleymanlegur tími til að koma saman með fjölskyldu og vinum og finnast það forréttindi að heyra frá spámanni okkar, postulum og öðrum aðalvaldhöfum, sem undirbúa innblásinn boðskap til að blessa líf okkar. Það verður dásamlegur, lífsbreytandi fagnaður að fá persónulega andlega leiðsögn og styrkja trú okkar á Drottin Jesú Krist.


1. Mósía 2:1, 5-6
2. Matteus 18:20
3. Moróní 6:5
4. K&S 1:38
5. Aðalráðstefna október 2013, laugardagsmorgunhluti
6. Hymn, „Come Thou fount of every blessing“ Lag: John Wyeth 1770-1858 & Texti: Robert Robinson 1735-1790