Dagsetningar ákveðnar fyrir RootsTech Connect 2022

Einungis netviðburður í boði annað árið í röð

FamilySearch hefur tilkynnt að ættarsöguviðburðurinn RootsTech Connect 2022 verði haldinn 3.–5. mars 2022 og þá einungis sem netviðburður. RootsTech Connect 2021 laðaði að sér meira en 1 milljón gesta frá yfir 240 löndum, sem gerir samkomu þessa árs þá fjölmennustu í sögu RootsTech.

Dagsetningar ákveðnar fyrir RootsTech Connect 2022

„Eftir RootsTech Connect 2021 varð okkur ljóst að við gætum fært milljónum þá gleði sem felst í ættarsögu, burt séð frá staðsetningu, með RootsTech netupplifun,“ sagði Steve Rockwood, alþjóðlegur framkvæmdastjóri FamilySearch.

Byggt á árangri þessa árs, þá verður RootsTech Connect 2022 áfram einungis á netinu og gjaldfrjáls.

„Við fundum til auðmýktar yfir viðbrögðunum við netviðburðum RootsTech og þakklætis fyrir alla styrktaraðila okkar, sýnendur, fyrirlesara og þátttakendur,“ sagði Rockwood.

„Við heyrðum frá mörg þúsund manns frá öllum heimshornum að netupplifunin 2021 hefði gert þeim kleift að taka þátt í fyrsta sinn og njóta þeirrar árangursríku upplifunar að læra og tengjast á netinu. Þannig varð til víðtækt netskjalasafn til náms, sem nú er tiltækt allt árið án endurgjalds,“ sagði hann ennfremur.

Áhugafólk um ættarsögu getur fengið aðgang að yfir 1.500 gjaldfrjálsum viðburðum frá RootsThech 2021, eftir þörfum.

Dagsetningar ákveðnar fyrir RootsTech Connect 2022

Í framtíðinni hyggst RootsTech bjóða upp blöndu af netviðburðum og viðburðum í eigin persónu, með yfirgripsmeira efni, sem verða tiltækir árið um kring.

„Þegar við höldum áfram að kortleggja ný landsvæði með RootsTech, ætlum við að gera þennan netviðburð að föstum upplifunarþætti og við hlökkum til allra hinna nýju tækifæra sem munu bjóðast fólki alls staðar,“ sagði Rockwood.

Viðburðurinn í eigin persónu sem vænst var að yrði í London í haust, mun ekki fara fram.

Í námsbekkjum árið 2022 verður boðið upp á blöndu af viðburðum eftir þörfum, viðburðum í beinu streymi og gagnvirkum viðburðum, þar sem fólk getur spjallað, spurt spurninga og lært af sérfræðingum og áhugafólki. Einnig verður sýnikennsla og uppákomur fyrir alla aldurshópa, auk fjölmenningarlegra hátíðahalda.

Skráning í RootsTech 2022 mun hefjast í september 2021. Frekari upplýsingar má finna á RootsTech.org.