#LýsiðHeiminum

Dagur 18 - Jesús lét sér annt um móður sína og það getið þið líka gert

Nú er hún móðir þín.

Jóhannes 19:27

Á jólum erum við minnt á að Jesús Kristur er ljós heimsins. Á þessu ári gefst okkur einstakt tækifæri til að miðla því ljósi með því að einsetja okkur að gera margt af því sem Jesús Kristur gerði. Dag hvern, fram að jólum, munum við leggja áherslu á hina ýmsu kristilegu breytni og koma með tillögur að því hvernig við getum tileinkað okkur fordæmi hans. Þið eruð hvött til að taka þátt með því að nýta ykkur eftirfarandi drögivið að skipuleggja jólaviðburði ykkar.

  • Hringið nú þegar í móður ykkar.

  • Skráið allt það sem móðir ykkar hefur gert fyrir ykkur. Sendið það til hennar.

  • Auðkennið móðurímynd í lífi ykkar og færið henni blóm.

  • Hjálpið móður ykkar að skilja einhverja tækninýjung.

  • Endurgerið ljósmynd frá bernskuárum ykkar og gefið hana móður ykkar.

  • Einsetjið ykkur að biðja dag hvern og færa þakkir fyrir móður ykkar.

  • Gerið hljóðupptöku af móður ykkar segja frá ævisögu sinni.

  • Gerið lista með systkinum ykkar af eftirlætis orðatiltækjum móður ykkar.

  • Lesið frásögnina þar sem fram koma síðustu orð frelsarans til móður sinnar (Jóhannes 19:26-27).


24 aðferðir. Á 24 dögum.

Smellið hér fyrir til að sækja jóladagatalið.