#LýsiðHeiminum

Dagur 23 - Jesús var friðarstillir og það gerið þið líka verið

Elskið óvini yðar, og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður.

Matteus 5: 44

Á jólum erum við minnt á að Jesús Kristur er ljós heimsins. Á þessu ári gefst okkur einstakt tækifæri til að miðla því ljósi með því að einsetja okkur að gera margt af því sem Jesús Kristur gerði. Dag hvern, fram að jólum, munum við leggja áherslu á hina ýmsu kristilegu breytni og koma með tillögur að því hvernig við getum tileinkað okkur fordæmi hans. Þið eruð hvött til að taka þátt með því að nýta ykkur eftirfarandi drögivið að skipuleggja jólaviðburði ykkar.

  • Skuldið þið einhverjum afsökunarbeiðni? Einsetjið ykkur að bregðast við því.

  • Gefið í sjóð til hjálpar flóttafólki frá stríðshrjáðum löndum.

  • Segið eitthvað fallegt um fólk í dag.

  • Jesús Kristur býður okkur frið. Lesið Jóhannes 14:27 og ræðið við fjölskyldu ykkar eða vini hvernig njóta mætti betur friðar frelsarans.

  • Gefið ykkur tíma til að hlusta á einhvern sem hefur ólíkar skoðanir. Forðist þrætur. Hlustið aðeins.

  • Stuðlið að auknum friði í lífi ykkar með því að hlusta á rólega tónlist.

  • Reynið að ná sáttum á milli fjölskyldumeðlima eða vina.

  • Forðist þrætur og orðagjálfur á netinu í einn dag (eða alltaf).

  • Hrósið einhverjum eða brosið til einhvers sem átt hefur erfiðan dag.

  • Setjist niður með ástvinum til að ráðgera einhverja friðsæla dægrastyttingu.


24 aðferðir. Á 24 dögum.

Smellið hér fyrir til að sækja jóladagatalið.