#LýsiðHeiminum

Dagur 24 - Jesús lét sér annt um ástvini sína og það gerið þið líka gert

Allt, sem þér viljið því, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.

Matteus 7:12

Á jólum erum við minnt á að Jesús Kristur er ljós heimsins. Á þessu ári gefst okkur einstakt tækifæri til að miðla því ljósi með því að einsetja okkur að gera margt af því sem Jesús Kristur gerði. Dag hvern, fram að jólum, munum við leggja áherslu á hina ýmsu kristilegu breytni og koma með tillögur að því hvernig við getum tileinkað okkur fordæmi hans. Þið eruð hvött til að taka þátt með því að nýta ykkur eftirfarandi drögivið að skipuleggja jólaviðburði ykkar.

  • Skipuleggið sérstaka aðfangadagskvöldsdagskrá með fjölskyldu ykkar og vinum.

  • Skiljið eftir ómerkta gjöf til fjölskyldumeðlims.

  • Gefið ykkur tíma til að skrá alla afmælisdaga vina ykkar í símtæki ykkar.

  • Farið umhverfis kvöldmatarborðið og segið hverjum og einum ástæðu þess að þau eru elskuð.

  • Sendið SMS til gamals vinar sem þið hafið nýlega hugsað til.

  • Handskrifuð bréf hafa sérstöðu. Sendið eitt slíkt.

  • Standið vörð um orðspor einhvers. Takið ekki þátt í slúðri.

  • Reynið að vera betri hlustendur. Náið augnsambandi, spyrjið spurninga og bíðið ekki bara eftir því að ykkur leyfist að tala.

  • Er vinur ykkar að takast á við erfitt tímabil? Bjóðist til að færa slíkum mat, hjálpa við húsverkin eða gefið ykkur tíma til að ljá eyra.


24 aðferðir. Á 24 dögum.

Smellið hér fyrir til að sækja jóladagatalið.