#LýsiðHeiminum

Dagur 8 - Jesús kenndi okkur að biðjast fyrir

Þér verðið að halda vöku yðar og biðja án afláts.

3. Nefí 18:15

Á jólum erum við minnt á að Jesús Kristur er ljós heimsins. Á þessu ári gefst okkur einstakt tækifæri til að miðla því ljósi með því að einsetja okkur að gera margt af því sem Jesús Kristur gerði. Dag hvern, fram að jólum, munum við leggja áherslu á hina ýmsu kristilegu breytni og koma með tillögur að því hvernig við getum tileinkað okkur fordæmi hans. Þið eruð hvött til að taka þátt með því að nýta ykkur eftirfarandi drögivið að skipuleggja jólaviðburði ykkar.

  • Spyrjið Guð hvernig þið getið verið öðrum bænheyrsla.

  • Hvenær báðust þið síðast fyrir með fjölskyldu ykkar? Hvað með að gera það einmitt núna?

  • Biðjist fyrir upphátt og þakkið fyrir allt það sem þið eruð þakklát fyrir í lífinu.

  • Hugsið til vinar sem tekst á við erfiðar þrengingar. Biðjið fyrir þeim.

  • Lesið og ígrundið bæn Drottins (Matt 6:9-13).

  • Standið þið frammi fyrir mikilli áskorun? Biðjið Guð um að leiðsögn og handleiðslu.

  • Skrifið eitthvað þrennt sem þið óskið að ræða við Guð um í kvöld.


24 aðferðir. Á 24 dögum.

Smellið hér fyrir til að sækja jóladagatalið.