Dallin H. Oaks tilnefndur sem 18. forseti Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu

Dallin Harris Oaks forseti var tilkynntur sem 18. forseti og spámaður Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, þriðjudaginn 14. október 2025. Tilkynnt var um þetta í beinni útsendingu frá Salt Lake City í Utah. Oaks forseti var studdur og settur í embætti fyrr um daginn.

 

Í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu er spámaðurinn valinn í guðlega innblásnu ferli. Þegar spámaðurinn fellur frá, leysist Æðsta forsætisráðið upp. Tólfpostulasveitin, leidd af þeim postula sem lengst hefur þjónað, tekur að sér leiðtogastarfið og staðfestir hinn nýja spámann með opinberun og prestdæmisvaldi. Lærið meira um það hvernig spámaður er valinn.

 

Oaks forseti, 93 ára, tekur við af Russell M. Nelson forseta, sem lést 27. september 2025.

 

Nýr leiðtogi yfir 17 milljón meðlima heimskirkju, hefur kallað Henry B. Eyring forseta, 92 ára og D. Todd Christofferson forseta, 80 ára til að þjóna með sér sem fyrsti og annar ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu, sem er æðsta stjórnvald kirkjunnar. Jeffrey R. Holland, 84 ára verður forseti Tólfpostulasveitarinnar.

Hið nýja Æðsta forsætisráð: Dallin H. Oaks forseti (miðju), Henry B. Eyring forseti (til vinstri) og D. Todd Christofferson forseti (til hægri).
Hið nýja Æðsta forsætisráð: Dallin H. Oaks forseti (miðju), Henry B. Eyring forseti (til vinstri) og D. Todd Christofferson forseti (til hægri).

Dallin H. Oaks forseti

 

Dallin H. Oaks forseti hefur þjónað sem meðlimur Tólfpostulasveitarinnar frá maí 1984. Hann var forseti Brigham Young háskóla frá 1971 til 1980, og hæstaréttardómari í Utah frá 1980, þar til hann sagði upp störfum til að taka á móti köllun sinni til postuladóms. Lesið meira um Oaks forseta.

 

Fyrsti ráðgjafi, Henry B. Eyring forseti

Henry B. Eyring forseti þjónaði sem ráðgjafi Russells M. Nelson forseta frá 2018 til 2025, Thomasar S. Monson forseta frá 2008 til 2018 og Gordons B. Hinckley forseta frá 2007 til 2008. Hann var studdur sem meðlimur Tólfpostulasveitarinnar 1. apríl,1961. Áður en hann þjónaði í kirkjunni í fullu starfi, var Eyring forseti, forseti Ricks College í Rexburg, Idaho, frá 1971 til 1977. Hann starfaði sem kennari við viðskiptadeild Standford háskóla frá 1962 til 1971. Lesið meira um Eyring forseta.

 

Annar ráðgjafi, D. Todd Christoffersonforseti

D. Todd Christofferson forseti var kallaður í Tólfpostulasveitina 5. apríl, 2008 og hafði áður þjónað í forsætisráði hinna Sjötíu. Áður en hann þjónaði í kirkjunni í fullu starfi, starfaði hann sem aðstoðarlögfræðingur NationsBank Corporation (nú Bank of America) í Charlotte, Norður-Karolínu. Fram að því var hann aðstoðarbankastjóri og yfirlögfræðingur Commerce Union Bank of Tennessee í Nashville, þar sem hann var líka virkur í samfélagsmálum og fjöltrúarsamtökum. Frá 1975 til 1980, starfaði öldungur Christofferson sem lögfræðingur í Washington, D.C. Lesið meira um Christofferson forseta.

 

Öldungur Jeffrey R. Holland, forseti Tólfpostulasveitarinnar.

Jeffrey R. Holland forseti þjónaði sem starfandi forseti Tólfpostulasveitarinnar frá 15. nóvember, 2023 til 27. september, 2025. Hann var studdur sem postuli þann 23. júní, 1994. Áður en Holland var kallaður sem aðalvaldhafi árið 1989, þjónaði hann sem níundi forseti Brigham Young háskóla og hefur verið virkur í faglegu menntunarstarfi allt sitt líf. Lesið meira um Holland forseta.