Æðsta forsætisráðið gaf út eftirfarandi yfirlýsingu 8. janúar 2026.
Dieter F. Uchtdorf hefur verið kallaður til að þjóna sem starfandi forseti Tólfpostulasveitarinnar í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Hann hlaut opinbera útnefningu og var settur í embætti af Dallin H. Oaks forseta kirkjunnar fimmtudaginn 8. janúar 2026, við andlát hins látna forseta, Jeffreys R. Holland, sem lést 27. desember 2025.
Tólfpostulasveitin er næstæðsta ráðandi einingin í stjórn kirkjunnar. Auk þeirrar megin ábyrgðar postula að vera sérstök vitni um nafn Krists um allan heim, bera þessir postular mikilvæga stjórnsýsluábyrgð á rekstri og þróun heimskirkju. Þeir þjóna undir leiðsögn Æðsta forsætisráðsins, sem er skipað forseta kirkjunnar og tveimur ráðgjöfum.
Það er venja kirkjunnar að sá meðlimur sem lengst hefur starfað frá vígsludegi í Tólfpostulasveitina verði sveitarforseti. Henry B. Eyring forseti, sem er núverandi forseti Tólfpostulasveitarinnar, þjónar nú sem fyrsti ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu. Af þessum sökum, mun Uchtdorf forseti þjóna sem „starfandi forseti,“ eins og Holland forseti gerði frá 15. nóvember 2023 til 27. september 2025.