Boðskapur svæðisleiðtoga

Eitt í Kristi – byggjum brýr

Frelsari okkar byggði brúna sem leiðir að lífi og hamingju. Hjá honum finnum við von, leiðsögn og eilíft líf. 

p2
Öldungur Thomas Hänni, Spáni Svæðishafi Sjötíu

Nýlega las ég skáldsögu um tvo bræður sem bjuggu á samliggjandi bóndabæjum og varð þeim sundurorða. Eftir að hafa samnýtt vélakost, varning og landkost í áratugi, varð samvinna þeirra fyrir bý. Það hófst með litlum misskilningi sem magnaðist upp í meiri háttar ósætti, reiði og margra vikna samskiptaleysi.

Morgun einn bankaði smiður einn á dyr hjá eldri bróðurnum, í leit að nokkurra daga vinnu. „Er það eitthvað sem ég gæti hjálpað þér með?“ spurði smiðurinn með verkfærakassa sinn undir hendinni.

Eldri bróðirinn svarað um hæl: „Já! Horfðu handan læksins á bæinn þar. Hann er í eigu yngri bróður míns. Í síðustu viku gróf hann djúpan skurð eftir vatni og endaði á því að búa til mjög breiðan læk á milli bæjanna okkar. Gætirðu byggt fyrir mig eitthvað svo við þurfum ekki að horfa yfir til hvors annars.“

Smiðurinn sagði: „Ég held að ég skilji stöðuna. Ég get aðstoðað þig.“ Að því sögðu, fór smiðurinn til vinnu og fór allur dagurinn í að mæla, saga og negla.

Við sólsetur fór eldri bróðirinn að læknum rétt í þann mund sem smiðurinn var að ljúk verki sínu. Eldri bróðirinn hefði aldrei getað ímyndað sér það sem fyrir augum blasti. Það var brú sem náði frá öðrum bakka lækjarins til hins! Hún var mjög falleg! Honum til mikillar undrunar gekk yngri bróðirinn yfir brúna á móts við hann, með breiðu brosi og faðminn opinn.

„Þú ert virkilega auðmjúkur og góðhjartaður, kæri bróðir. Eftir allt sem ég hef gert og sagt við þig, þá sýndir þú samt að samband okkar mun aldrei bresta! Ég bið innilegrar afsökunar á framkomu minnié,“ sagði yngri bróðirinn er hann faðmaði hann að sér.

Þeir snéru sér við og sáu smiðinn lyfta verkfærakassanum upp á herðar sér. „Nei, bíddu! Vertu hér í nokkra daga. Ég er með mörg verkefni fyrir þig,“ sagði eldri bróðirinn.

Jedno v Kristovi – Budovanie mostov

„Mér þætti gaman að doka við,“ sagði smiðurinn, „en ég þarf að byggja margar aðrar brýr!“

Frelsari okkar byggði brúna sem leiðir að lífi og hamingju. Hjá honum finnum við von, leiðsögn og eilíft líf. Hann er fyrirmynd að því að annast aðra af kærlega og af einlægum ásetningi. Með því að meðtaka hvert annað með okkar einstöku hæfileikum, vanköntum, skoðanamun og venjum, munum við ljúka upp dyrum að boði Krists um að fylgja honum. Sáttmálarnir sem við gerum tákna þær brýr og brautir sem sameina okkur og honum. Við skulum öll og hvert fyrir sig fara með honum yfir allar þær ár og hindranir sem aðskilja okkur.

Óháð því hvar við stöndum nú, hver litarháttur okkar er, menning, áhugamál, atvinna, samfélags- eða hjúskaparstaða, menntun eða kynhneigð, þá erum við öll bræður og systur. Við tilheyrum hvert öðru og þörfnumst hvers annars. Hann elskar okkur öll. Við erum öll börn Guðs og hvert og eitt okkar ákvað að koma hingað til jarðar. Við getum ekki gert þetta ein á báti. Við getum verið eitt, sama hvað skilur okkur að, og vegna þess að við erum ólík, þá þörfnumst við hvers annars!

„Ef við erum sannir lærisveinar Drottins Jesú Krists, munum við ávallt sýna kærleik og skilning öllum náungum okkar.“1

Öll þau okkar sem ákváðu að ganga veg lærisveinsins, tökum höndum saman með hinni upprennandi kynslóð og fastatrúboðum, fylgjum þessum boðskap og rísum undir hinu spámannlegu boði okkar um að safna saman Ísrael og verða eitt í Kristi. Samansöfnun Ísraels er mesta áskorunin, stórkostlegasti málstaðurinn og merkasta verkið á jörðinni í dag.“2  Við erum sérstaklega þakklát fyrir lífsorku, framsýni og fúsleika unga fólksins okkar til að leggja krafta til og byggja nýjar brýr. Við þurfum öll að leggja hönd á plóg og leggja krafta til. Við þörfnumst allra.

Megum við ávallt leggja við hlustir er Kristur knýr á og ljúka upp dyrum. Megum við treysta honum og byggja brýr yfir til allra barna Guðs, sem sameina og lækna.

Það felst svo mikill kraftur í því þegar hjörtu eru samtengd3 í einingu og kærleika. Þetta er eitt verk. Þetta er verk Guðs. Það er svo mikilvægt að við komum öll saman og störfum í kærleika og einingu.4 Ég ber vitni um þetta í nafni hans, Jesú Krists, amen


1 President Ballard, Kenningin um að taka öllum jafnt AR 10/2001

2 President Russell M. Nelson, heimslæg trúarsamkoma ungmenna,

3. júní, 2018 Mósía 18:21

4 2021 Europe Rising Generation - Recommendations and Unity Model – Europe Area