Frankfurt am Main

Evrópskir Síðari daga heilagir finna nýjar leiðir til að þjóna flóttafólki

Hjálparstarf áfram unnið um alla Evrópu

Eftir því sem straumur flóttafólks frá Austur-Evrópu eykst, heldur Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu áfram að taka virkan þátt í hjálparstarfinu sem á sér stað um alla Evrópu. Það starf felur í sér að koma upp formlegu skipulagi (eins og neyðarhjálparnefndinni sem lýst er hér að neðan) og óformlegu tengslaneti við önnur staðfest mannúðarsamtök, til að þjóna þeim sem verða fyrir áhrifum af yfirstandandi átökum.

Öldungur Carl B. Cook, í forsætisráði hinna Sjötíu (til vinstri), öldungur Massimo De Feo, forseti Evrópusvæðisins (í miðju), og David L. Chandler, forseti Varsjár-trúboðsins í Póllandi (til hægri), ræða saman um flóttamannastarfið í Póllandi
Öldungur Carl B. Cook, í forsætisráði hinna Sjötíu (til vinstri), öldungur Massimo De Feo, forseti Evrópusvæðisins (í miðju), og David L. Chandler, forseti Varsjár-trúboðsins í Póllandi (til hægri), ræða saman um flóttamannastarfið í Póllandi

 

„Við erum að reyna að gera það sem Jesús vill að við gerum, til að lyfta hinum undirokuðu. Þannig að við viljum að réttu birgðirnar, fjárhagsaðstoðin og fólkið fari þangað sem þörfin er mest – og eins fljótt og auðið er,“ sagði öldungur Massimo De Feo forseti í forsætisráði Evrópusvæðisins.

Þessar áhyggjur leiddu til stofnunar eða endurvirkjunar líknarráða og skipulags víðs vegar um svæðið, þar sem prestdæmisleiðtogar og systurleiðtogar kirkjunnar samræma starfið á heimasvæðum í nánum tengslum við og að ráðum forsætisráðs Evrópusvæðisins.

Forsætisráð Evrópusvæðisins er yfirstjórn kirkjunnar fyrir 38 Evrópulönd og hefur umsjón með mannúðarstarfi og fjármögnun kirkjunnar til stuðnings flóttafólki.

Öldungur Rubén V. Alliaud, annar ráðgjafi í forsætisráði Evrópusvæðisins, sagði ennfremur: „Við í forsætisráðinu metum yfirstandandi atburði og erum viðbúnir því að koma strax á neyðarviðbragðsnefnd, til að samræma allt hjálparstarf á svæðinu.

Þetta starf er drifið áfram af prestdæmislínunni og er stutt af þeim sem starfa á skrifstofu Evrópusvæðisins í Frankfurt am Main. Nefndin samræmir fyrstu aðstoð með staðarleiðtogum og fyrir milligöngu Svæðishafa Sjötíu og trúboðsforseta í viðkomandi löndum. Meira en 600 úkraínskir meðlimir meðal flóttafólks hafa fengið beina aðstoð. Öldungur Alliaud sagði: „það er næstum yfirþyrmandi að sjá gæsku og fúsleika svo margra til að þjóna.“

Eitt ákveðið verkefni sem varð til í þessum prestdæmisráðum er Greinasamstarfskerfið sem er ætlað að styðja kirkjusöfnuði nærri landamærum Úkraínu og skipuleggja þar skilvirkara mannúðarstarf. Kerfið byggist á samstarfi 19 þýskra, svissneskra og austurrískra stika við 24 söfnuði í löndum á Evrópusvæðinu, sem eiga landamæri að Úkraínu. Stika eru nokkrir söfnuðir sem ná yfir ákveðið landsvæði.

Þetta Greinarsamstarfskerfi myndar beina samskiptalínu og stuðningskerfi á milli þessara framvarðasöfnuða sem þurfa aðstoð og samstarfshópanna sem tengjast þeim og veita hana. Peter Huber, meðlimur þeirrar neyðarviðbragðsnefndar Evrópusvæðisins sem vinnur að verkefninu, sagði: „Það er ákaflega krefjandi að mæta þörfum flóttafólks sem kemur yfir hin 2.000 kílómetra löngu úkraínsku landamæri. Dæmi: „Fólk í norðri hefur aðrar þarfir en fólk í suðri.“ Huber bætti við: „Meðlimir vilja ekki bara fylla út ávísun. Þeir vilja taka þátt tilfinningalega.“

Greg Pawlik, sjálfboðaliði í samræmingarstarfi flóttafólks fyrir kirkjuna í Póllandi sagði um hlutverk sitt: „Loksins get ég lifað trú mína. Julie Wondra, ráðgjafi svæðissamtaka fyrir Austur-Evrópu, sagði: „Það er yfirþyrmandi að fylgjast með kærleikanum og lönguninni til að hjálpa. Fólk laðast að hvert öðru í hjarta.“

Meðan á þessu stendur hefur kirkjan tilkynnt um nýtt framlag upp á 4 milljónir Bandaríkjadala til hjálpar flóttafólki í Evrópu. Framlagið var gefið Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðamatvælaáætluninni til hjálpar þeim sem eru á vergangi vegna hættuástandsins í Úkraínu.

Hér að neðan eru nokkur ný áhersluatriði um það hvernig kirkjan í Evrópu hjálpar í yfirstandandi kreppu. Til að sjá fyrri áhersluatriði, smellið þá hér og hér.

Pólland

Krakow er í framvarðasveit flóttamannastraumsins frá Úkraínu. Agata Tudor-Hart, leiðtogi kvennaþjónustunnar á staðnum, er tímabundið umsjónarmaður flóttafólks í nýju óformlegu tengslaneti flóttafólks. Hún sendi Eric Schroedter, sjálfboðaliða kirkjunnar í fullu starfi, á lestarstöðina í Krakow – sem var iðandi af flóttafólki – til að finna konu að nafni Marina. „Eftir 90 mínútna leit meðal óþekktra andlita greip kona í handlegg minn, eftir að hafa séð trúboðsnafnmerkið mitt. Schroedter sagði: „Marina?“ og kinkaði kolli spennt með breiðu brosi. „Þann dag svaraði Guð ekki aðeins bænum okkar, heldur þeirra líka.“

Fjölmenna lestarstöðin í Krakow, þar sem Marina fann Eric Schroedter.
Fjölmenna lestarstöðin í Krakow, þar sem Marina fann Eric Schroedter.

„Í Varsjá segir enginn: „Ég get það ekki,“ sagði Agnieszka Mazurowska, samræmingarstjóri í höfuðborg Póllands. „Við gerum ekkert meira en allir aðrir í Póllandi. Jafnvel vinir okkar á fjarlægum stöðum hjálpa líka.“ Sumir fyrrverandi safnaðarmeðlimir erlendis hafa farið á netið til að greiða fyrir dósamat fyrir flóttafólkið í Varsjá. Mazurowska sagði líka frá móður og barnshafandi unglingsdóttur hennar. Dóttirin, sem var örvita, hafði gengið í hjónaband aðeins þremur mánuðum áður og þurfti að yfirgefa föður sinn og eiginmann í Úkraínu (flestir úkraínskir karlmenn á aldrinum 18 til 60 ára þurfa að vera áfram). Mazurowska sagði: „Ég gat ekki glatt hana, það var ekki hægt. Ég reyndi þó að létta henni sorgina.“

Yulia, foreldrar hennar og 12 ára sonur hennar fóru frá Kyiv og eiginmaðurinn varð eftir. Þegar flóttafóki í hópi Yuila fjölgaði úr 25 í 66, varð hún leiðtogi þess, leiddi það í bæn og kallaði það „samband Úkraínubúa með eitt sameinað hjarta.“ Eigin orðum sagði hún frá musterisupplifun sem hefur haldið henni uppi á ferð hennar. „Það er hefð fyrir því að farið sé í musterið þegar börnin okkar verða 12 ára. Við fórum í 12 ára afmæli sonar okkar daginn áður en átökin hófust. Allir meðlimir fjölskyldu minnar fóru í musterið. Við vorum á fallegasta, öruggasta og helgasta stað í heimi. Við fundum fyrir elsku Guðs.“ Yulia og fjölskylda hennar eru nú í Krakow í Póllandi og þau búa sig undir að ferðast til Þýskalands til að búa hjá ættingjum.

Sonur Yuliu við prestdæmisvígslu sína sem djákni.
Sonur Yuliu við prestdæmisvígslu sína sem djákni.

Á liðnum vikum hefur fjölskylda Mariiu verið aðskilin. Faðir hennar, móðir og bróðir voru eftir í Úkraínu á meðan hún og systir hennar fóru vestur og reyna að sameinast bróður hennar þar. Heimili hennar var í Donetsk, í austurhluta Úkraínu og hún var á ráðstefnu fyrir ungt einhleypt fólk í vesturhluta Úkraínu þegar átökin hófust. Hún gat ekki farið heim. Hún og systir hennar ákváðu að fara ekki heim og fóru þess í stað til L’viv í Úkraínu, ásamt 20 öðrum ráðstefnugestum.

Þar hittu þær 16 aðra og hinn fjölmenni hópur lagði leið sína til Kraká. Hún notaði Facebook-áætlun sem styrkt var af kirkjunni til að finna hjálp í sínum sérstöku aðstæðum. Hún dvaldi aðeins einn dag í Krakow, þrátt fyrir truflunina, og sagði: „Ég veit að Guð elskar mig, veit hver ég er og að hann hefur áætlun fyrir mig. Ég hef séð mörg kraftaverk. Ég veit að himneskur faðir sér hvað ég geri.“ 

Greg Pawlik, meðlimur kirkjunnar í Krakow grein, ók manni frá landamærasvæðinu og ræddi hvað hann gæti gert honum til hjálpar. Pawlik spurði, á úkraínsku, hvort hann talaði einhverja ensku. Hann svaraði á úkraínsku: „Ég kann aðeins eina setningu á ensku: „Ég er meðlimur Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.“

Pawlik ræddi einnig við aðra fjölskyldu sem voru kirkjumeðlimir, líka á flótta frá Úkraínu. Þau sýndu nýjustu fjölskyldumyndina sína sem tekin var af dóttur hjónanna fyrir framan Kyiv-musterið í byrjun febrúar. Ekki löngu eftir að átökin brutust út, var Kyiv-musterið lokað og fjölskyldan er nú aðskilin. Móðirin og tvö börn hennar urðu að skilja við föður og eiginmann. Þau njóta gistingar og máltíða hjá Gdańsk söfnuðinum sem telur aðeins 10 meðlimi. Þessi mynd er henni einkar dýrmæt, því hún veit ekki hvort þau verða saman aftur.

Fjölskylda sem er meðlimur Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu nýtur tíma í Kyiv-musterinu í byrjun febrúar 2022.
Fjölskylda sem er meðlimur Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu nýtur tíma í Kyiv-musterinu í byrjun febrúar 2022.

Ítalía

Stikur í Austur- og Vestur-Mílanó á Ítalíu gengu til liðs við aðalræðisskrifstofu Úkraínu á Ítalíu til að safna nauðsynlegum vörum fyrir íbúa Úkraínu. Ungt fólk á aldrinum 14 til 30 ára dreifði listum yfir hjálpagögn sem þurfti um borgina og börn teiknuðu myndir til að senda með pökkunum. Meðlimir, trúboðar og vinir kirkjunnar gáfu allt og söfnuðu öllu persónulega sem ræðisskrifstofan óskaði eftir. Tugir manna flokkuðu, pökkuðu í kassa og hlóðu á vörubíla 25 bretti með 551 kassa af teppum, fötum, matvælum, lækningavörum og persónulegum hreinlætisvörum, sem ræðismannsskrifstofan bauð fram og var ætlað Úkraínu. Til frekari upplýsingar um þetta þjónustuverkefni, sjá þá þessa grein í ítölsku fréttastofunni.

Nauðsynjavörur sem safnað er af kirkjunni í Mílanóborg tilbúnir til flutnings til Úkraínu.
Nauðsynjavörur sem safnað er af kirkjunni í Mílanóborg tilbúnir til flutnings til Úkraínu.

Lúxemborg

Leiðtogar og meðlimir kirkjunnar í Lúxemborg tóku að safna helstu nauðsynjum til að hjálpa flóttafólki sem kom til Póllands, Rúmeníu og Slóvakíu. Þeir fóru í samstarf við samtökin Association MGM, sem hafa aðsetur í Rúmeníu, er veita neyðaraðstoð við landamærin. Meðlimir í Lúxemborg eiga einnig samstarf við L‘Ukraine, sem þegar studdi starfið á milli Lúxemborgar og Donetsk-héraðs í Úkraínu. Hundruð kössum af framlögum var safnað, gögn flokkuð og þau flutt til helstu héraða flóttamannastraumsins. Deild ungra kvenna  fór af stað með verkefni í skólum á staðnum til að safna fleiri birgðum og varði kvöldi í að flokka og pakka vikuna á eftir.

Með framlögum heimamanna, afhentu leiðtogar safnaðarins heimasöfnuði í Varsjá birgðirnar. Þegar við hittum kirkjuleiðtogana þar, voru vindsængur, svefnpúðar, sjúkratöskur, sjúkragögn, teppi og kodda og önnur gögn boðin fram til að efla starf kirkjunnar í þeim hluta Evrópu.

Svíþjóð

Á fyrstu dögum kreppunnar óku tveir bræður úr kirkjusöfnuðum í Svíþjóð til Varsjár með meðal annars 100 svefnpoka sem kom að miklu gagni, því þeir eru uppseldir í Póllandi. Bræðurnir vildu bara hjálpa og þetta var fljótlegasta leiðin sem þeir fundu til þess. Meðlimir og vinir kirkjunnar eru nú beðnir að samræma starf sitt fyrst með staðarleiðtogum í viðkomandi söfnuði eða með góðgerðarsamtökum eða hjálparsamtökum á staðnum.

Svefnpokar og annað var flutt frá Svíþjóð af tveimur ungum mönnum sem voru fulltrúar sænskra safnaða kirkjunnar.
Svefnpokar og annað var flutt frá Svíþjóð af tveimur ungum mönnum sem voru fulltrúar sænskra safnaða kirkjunnar.

Frakkland

Í Frakklandi gekk kirkjuleiðtoginn Christophe Mortier frá Mulhouse til liðs við Restos du Cœur, slóvakíska hjálparstofnun, til að safna nauðsynjum og flytja þær að slóvakísku landamærunum. Þær vörur voru afhentar nokkrum dögum síðar. Hópurinn kom til baka með sex manna fjölskyldu á leið til Lúxemborgar, sem naut aðstoðar samtakanna L‘Ukraine, sem tekur á móti flóttafólki. Úkraínskur útlendingur, sem fer fyrir einum af Parísarsöfnuðunum, skipulagði álíka söfnun, sem leiddi af sér þrjár ferðir til viðbótar.

Safnaðarleiðtogi Mulhouse, í samstarfi við APPUIS samtökin, ferðaðist til landsins og kom með fimm úkraínskar fjölskyldur á flótta. Í Lille svæðinu var fimm tonnum af mat safnað frá söfnuðum af SDJ Solidarité, í samstarfi við Secours Populaire de Lomme. Flutningur á matnum til framvarðarlínunnar var í höndum Confort Luxe frá Belgíu. Meira um verk þeirra má finna í þessari grein sem birtist í fréttastofu Frakklands.

Ungir flóttamenn bíða eftir Christophe Mortier, frá Mulhouse, til að vera sóttir á landamærum Úkraínu og Póllands. Ljósmynd: Christophe Mortier
Ungir flóttamenn bíða eftir Christophe Mortier, frá Mulhouse, til að vera sóttir á landamærum Úkraínu og Póllands. Ljósmynd: Christophe Mortier

Danmörk

Söfnuður kirkjunnar í Allerød greindi frá því að meðlimafjölskylda frá Úkraínu hafi komið og sótt samkomur á sunnudögum. Einu eigur þeirra voru fötin á bakinu. Söfnuðurinn útvegar gistingu og safnar meira af fatnaði, mat og nauðsynjum til að hjálpa þeim. Leiðtogar segja að fjölskyldan sé mjög þakklát og finni sig velkomna. Hinar ýmsu dönsku deildir (stærri söfnuðir) hafa verið að safna mat og fötum til að senda í flóttamannabúðirnar. Þær taka einnig þátt í dönsku verkefni, með því að safna peningum fyrir mismunandi samtök sem aðstoða í Úkraínu. Þær ráðgera að hafa fleiri föstur í þágu íbúa Úkraínu. Á fyrstu dögum ástandsins, buðu leiðtogar kirkjunnar í Evrópu öllum meðlimum að vera án matar eða vatns í einn dag og gefa andvirði þess til mannúðarverkefna kirkjunnar.

Þýskaland

Í Friedrichsdorf flokkuðu unglingar í heimasöfnuðinum og brutu saman fatnað fyrir úkraínska flóttamenn. Celia Diez, fullorðinn leiðtogi þeirra, notaði netverkfærið Just Serve Community, sem styrkt er af kirkjunni, til að safna fötum. Innan 24 klukkustunda höfðu þeir nóg af fatnaði til að fylla 60 stóra poka. Þeir fylltu sendibílinn og sendu hann til flóttamannamiðstöðvarinnar í Frankfurt, þar sem flytja þurfti 150 afganska flóttamenn, sem áður voru til húsa í Úkraínu, aftur til Frankfurt.

Sextíu pokar af fötum sem Síðari daga heilög ungmenni söfnuðu í Friedrichsdorf í Þýskalandi. Fatnaðurinn var afhentur flóttamönnum í Frankfurt.
Sextíu pokar af fötum sem Síðari daga heilög ungmenni söfnuðu í Friedrichsdorf í Þýskalandi. Fatnaðurinn var afhentur flóttamönnum í Frankfurt.

Austurríki

Í Austurríki skipulagði kirkjan neyðarteymi til að samræma aðstoð við Úkraínubúa í neyð. Innan nokkurra daga söfnuðu meðlimir gjafavöru og afhentu hjálparsamtökum. Í samstarfi við flóttamannahjálparhópinn Train of Hope í Vín, aðstoðar kirkjan með því að sjá fólkinu fyrir skammtíma og meðallangri gistingu og túlkum. Sjálfboðaliðar aðstoða með því að útvega nauðsynlegar vörur og lyf og útbúa máltíðir fyrir meira en 50 flóttamenn á leigðu fjölskylduhóteli. Fáið frekari upplýsingar í þessari grein sem birt er í fréttastofu Austurríkis

Um allt land leggja meðlimir sitt af mörkum til hjálparstarfs kirkjunnar og verkefna góðgerðarsamtaka í eigin samfélagi. Kreppuhópur kirkjunnar í Austurríki, í samvinnu við leiðtoga kirkjunnar í Úkraínu, safnar nauðsynlegum vörum, svo sem lyfjum. Hann hefur líka sett á laggirnar flutningateymi til að koma þessum lyfjum til meðlima og, ef þörf krefur, flytja meðlimi til öruggra heimila í Austurríki eða annars staðar.

Rauði þráðurinn í þeim frásögnum sem hér eru sagðar er djúpt þakklæti til allra sem hafa fórnað tíma sínum, þægindum og úrræðum til að safna og dreifa mat, vistum og fatnaði. Þetta flóttafólk tjáir trú á Guð og von á framtíðina fyrir tilstilli Jesú Krist.

Þeir sem vilja hjálpa eða þurfa á hjálp að halda geta skoðað þessa upplýsingasíðu sem er búin til af Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í Evrópu.