Falsanir Hofmanns

Mark W. Hofmann var miðlari með sjaldgæf skjöl og hæfileikaríkur falsari sem nýtti sér áhuga almennings á Síðari daga heilögum og sögu Bandaríkjanna með því að selja frumrit, breytt og fölsuð söguleg skjöl á fyrri hluta níunda áratugarins. Árið 1985 notaði Hofmann heimatilbúnar sprengjur til að myrða tvo einstaklinga, þar með talinn einn viðskiptavina sinna, en svo virtist sem hann hafi haft áhyggjur af því að upp kæmist um falsanir hans.

Mikið af fölsunum Hofmanns snérust um sögu Síðari daga heilagra. Hofmann var meðlimur Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu sem hafði hætt að trúa á Guð. Á miðjum þrítugsaldri hafði hann öðlast áhuga á sögulegum verkum sem vörðuðu sögu kirkjunnar og var kunnugur skjölunum sem minnst er á í sögulegum frásögnum en hafa aldrei fundist, eins og afritin úr Mormónsbók sem Martin Harris fór með til fræðimannsins Charles Anthon.1 Árið 1980 hélt Hofmann því fram að hann hefði fundið afrit af handritunum samanbrotin og á milli blaðsíðna í 18. aldar útgáfu af Biblíu Jakobs konungs. Fræðimenn sem mátu skjölin trúðu því að þau væru upprunaleg og byggðu það á samræmi við önnur staðfest skjöl af skrifum Josephs Smith og lýsingu Anthons af táknunum. Viðurkenning þessara fölsuðu skjala greiddi starfsframa Hofmanns leið sem miðlara sjaldgæfra bóka og handrita.

Hinar ýmsu tækniaðferðir Hofmans gerðu honum kleift að sannfæra fræðimenn um að falsanir hans væru ósviknar. Hann valdi verkefnin vandlega og beindi kröftum sínum að skjölum sem höfðu líklega áður verið til og kynnti sér efni þeirra gaumgæfilega. Hann rændi gömlum pappír og öðru efni af söfnum, bjó til eigið blek og gerði það gamalt með tækniaðferðum, endurhannaði síðan póststimpil til að koma fölsunum sínum í gegnum nákvæma athugun skjalamatsmanna. Hann grandskoðaði sérkenni rithandar höfundanna og tókst að líkja eftir henni af furðumikilli nákvæmni. Sögurannsóknir hans og bókmenntaleg hæfni gerðu honum kleift að skrifa skjöl sem endurspegluðu þann stíl, áferð og innihald sem vænta mátti. Hann bjó til trúanlegar sögur um uppruna og tilurð skjalanna, stundum sviðsetti hann minniháttar falsanir til að auka traust á mikilvægari skjölum sem síðar komu fram. Hann komst yfir upprunaleg, sjaldgæf skjöl með því að taka þau sem greiðslu í vöruskiptum og setti síðan bæði hið upprunalega skjal og hið falsaða saman í sölu. Stundum gerði hann örlitlar breytingar á upprunalegum skjölum eða efni sem yki verðgildi þeirra. Fjölda fræðimanna frá mismunandi fræðigreinum vottuðu fölskuð skjöl Hofmanns grunlausir.

Á meðal falsana Hofmanns má finna skjöl frá einstaklingum á sviði stjórnmála og bókmennta snemma í sögu Bandaríkjanna, allt frá hversdagslegum skjölum með fölsuðum undirskriftum að stuttum bókmentaritum. Hofmann falsaði mörg skjöl sem tengjast kirkjunni, þar á meðal bréf eftir Joseph Smith, Lucy Mack Smith og David Whitmer, meðal annarra. Hann framleiddi fjölda falsaðra skjala með áherslum á ögrandi þætti í sögu kirkjunnar, með von um að koma af stað ósætti. Hann falsaði blessun sem Joseph Smith átti að hafa veitt syni sínum Joseph Smith III þar sem hann tilnefndi hann sem eftirmann föður síns. Hann falsaði einnig bréf frá 1830 frá Martin Harris (Þekkt sem „Salamöndrubréfið“), sem segir Joseph Smith vera þátttakanda í alþýðugöldrum.2 Hofmann blekkti ekki einungis leiðtoga kirkjunnar og sögufræðinga með fölsunum sínum, heldur einnig fjölskyldu sína og vini, skjalaverði og bókasafnsverði, ásamt öðrum sérfræðingum. Kirkjan komst yfir nokkur skjöl frá honum og falsanir hans urðu bæði verkefni fyrir fræðirannsóknir og almenna umræðu.

Árið 1985 hóf Hofmann að semja um 1.5 milljóna dollara sölu á fölsuðu skjali til Þjóðarbókasafnsins.  Á þessum tíma höfðu útgjöld Hofmanns fyrir ferðalög, munað, sjalgæfar bækur og fölsun á skjölum, farið fram úr verulegum tekjum hans. Aðrir viðskiptavinir voru farnir að krefjast gagna sem Hofmann hafði tekið greiðslu fyrir en ekki enn lagt fram. Af ótta og álagi við að verða afhjúpaður, sendi Hofmann pakka með heimatilbúinni sprengju sem varð safnaranum Steven F. Cristensen að bana. Hofmann hafði lofað Christensen safni skjala frá William McLellin postula, sem á fyrri árum varð fráhverfur kirkjunni, en hafði ekki náð að skila þeim inn. Til þess að dreifa athygli rannsakenda frá honum sjálfum og að öðrum viðskiptum Christensen, sendi Hofmann aðra sprengju heim til J. Gary Sheets, viðskiptafélaga Christensen, sem varð eiginkonu Sheets, Kathy, að bana. Daginn eftir sprakk þriðja sprengjan í bíl Hofmanns, í nágrenni Musteristorgsins, áður en hann gat komið henni til óþekkts fórnarlambs. Sú sprenging leiddi lögregluna fljótlega að sterkum vísbendingum sem tengdu Hofmann við sprengjurnar. Réttarsérfræðingar skoðuðu falsanir Hofmanns og fundu vísbendingar um að hann hefði gert blekið gamalt með tækniaðferðum. Hann játaði loks morðin og falsanirnar og fékk fimm ára til lífstíðardóm í fangelsi, með tilmælum dómarans um að honum yrði aldrei sleppt lausum.

Mesta hörmungin sem hlaust af fölsunum Hofmanns var fráfall Kathy Sheets og Steven Christensen. Falsanirnar voru líka áskorun fyrir handrita- og bókasafnara og miðlara, sagnfræðinga og skjalaverði. Þótt lögreglurannsóknin hefði tengdi Hofmann við fjöldamargar falsanir, þá gerði viðskiptanet hans það að verkum að erfitt var að rekja umfang og staðsetningu verka hans. Dæmi um það var skjal sem sérfræðingar trúðu að væri raunverulegt ljóð eftir Emily Dickinson, tengt Hofmann tólf árum eftir sprengjuárásirnar. Rangar ályktanir dregnar af skjölum Hofmanns eða skírskotanir sem rekja má  aftur til falsaðra sönnunargagna eru enn að hafa truflandi áhrif á sögu Síðari daga heilagra.

Allt frá 1980 hefur kirkjan gefið út mikið efni um sögu hennar frá upphafi, til að varpa ljósi á suma af hinum lítt þekktari atburðum í sögu kirkjunnar, sem Hofmann nýtti í fölsunum sínum í þeim tilgangi að kasta rýrð á kirkjuna. Sagnfræðingar og skjalaverðir kirkjunnar hafa einnig iðkað aukna árvekni í að tengja fullyrðingar um uppruna og sögulegt efni kirkjunnar öðrum sönnunargögnum. Útgáfa og stafræn uppsetning á skjölum Josephs Smith og margra annarra mikilvægra skjalasafna hefur aukið við þann grunn sem meta má nýjar uppgötvanir út frá.

Kirkjugögn

Dallin H. Oaks, „Recent Events Involving Church History and Forged Documents,“ Ensign, okt. 1987, 63.

Church Releases Statement on Mark Hofmann Interviews,“ Ensign, okt. 1987, 78–79.

Document Dealer Confesses,“ Ensign, apríl 1987, 77.

Fraudulent Documents from Forger Mark Hofmann Noted,“ Ensign, oktober 1987, 79.

 

Heimildir

1. Richard E. Turley Jr., Victims: The LDS Church and the Mark Hofmann Case (Urbana: University of Illinois, 1992).

2. Sheri Dew, Go Forward with Faith: The Biography of Gordon B. Hinckley (Salt Lake City: Deseret Book, 1996), 425–32.