Fimm biblíuvers sem kenna okkur um heilagan anda

Lærið hvað við vitum um heilagan anda úr Biblíunni

Kona les í Biblíunni
Kenningar mormóna kenna að við getum skynjað áhrif heilags anda þegar við lesum Guðs orð.

Mormónar, sem einnig eru þekktir sem meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, trúa, eins og aðrir kristnir, á kenningar Biblíunnar um Guð föðurinn, son hans Jesú Krist og heilagan anda. Hins vegar trúa mormónar því ekki að Biblían kenni kenninguna um heilaga þrenningu, að faðirinn, sonurinn og heilagur andi séu ein vera. Þess í stað trúa mormónar því að Biblían kenni að faðirinn, sonurinn og heilagur andi starfi saman í algjörri einingu, en séu aðskildir einstaklingar (sjá Jeffrey R. Holland, “The Only True God and Jesus Christ Whom He Hath Sent,” Ensign eða Liahona, nóv. 2007, 40-42). Mormónar tala um þessa einstaklinga sameiginlega sem Guðdóminn.

Auk þess, þótt margir kristnir trúi því að Guð sé einungis andi, þá trúa mormónar því að faðirinn og sonurinn séu báðir með dýrlega líkama úr holdi og beinum og að heilagur andi sé andavera. Eins og stendur í Biblíunni, þá segir kenning mormóna að heilagur andi sé eini meðlimur Guðdómsins sem ekki hafi efnislíkama. Hér eru nokkrar kenningar úr Biblíunni um heilagan anda.

1. Matteus 3:11. Heilagur andi helgar okkur

Síðari daga heilagir trúa því að meðtaka heilags anda, eða skírn með eldi, sé jafn mikilvæg því að skírast með vatni til fyrirgefningar synda okkar. Matteus 3:11 segir að Jesús Kristur hafi verið skírður „með heilögum anda og eldi.“ Á sama hátt kenndi Boyd K. Packer, leiðtogi kirkjunnar, allt fram að dauða sínum 2015, að „skírnin væri tvíþætt - skírn með vatni og skírn með eldi, eða heilögum anda“ ( “The Gift of the Holy Ghost: What Every Member Should Know,” Liahona, ág. 2006, 20).

Að meðtaka heilagan anda, er líkt við skírn með eldi, því heilagur andi hefur hreinsandi áhrif á líf okkar. Kenningar mormóna kenna að eins og eldurinn brenni burtu járnsorann, þá hreinsar heilagur andi hjörtu okkar þar til við höfum enga frekari löngun til að syndga (sjá David A. Bednar, “Clean Hands and a Pure Heart,” Ensign eða Liahona, nóv. 2007, 80–83). Þessi hreinsandi áhrif gera okkur kleift að verða verðug þess að búa með Guði dag einn (sjá Gospel Principles [2009], 120–24).

2. Jóhannes 3:5 Við verðum að meðtaka heilagan anda til að komast í ríki Guðs

Mormónar trúa því sem Biblían kennir um mikilvægi skírnarinnar: „ Enginn getur komist inn í Guðs ríki, nema hann fæðist af vatni og anda.“(Jóh 3:5). Kenning mormóna kennir að við verðum að skírast til að snúa aftur í ríki Guðs eftir að við deyjum og að skírnarathöfnin sé ekki fullkomnuð fyrr en að við meðtökum gjöf heilags anda. Eins og spámaðurinn Joseph Smith sagði: „Þið gætuð rétt eins skírt sandpoka eins og mann, ef það er ekki gert til fyrirgefningar synda og meðtöku heilags anda. Skírn með vatni er aðeins fyrri hluti skírnar, og er einskis virði án hins síðari ‒ sem er skírn með heilögum anda“ (Teachings of Presidents of the Church: Joseph Smith [2007], 95).

3. Jóhannes 14:26: Heilagur andi getur huggað okkur og kennt okkur alla hluti

Mormónar trúa á kenningu Jesú Krists, er hann sagði að „hjálparinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni, mun kenna yður allt og minna yður á allt það, sem ég hef sagt yður“ (Jóhannes 14:26). Heilagur andi er kennari sannleikans og ef við erum fús til að hlusta, þá getur hann kennt okkur alla hluti. Mormónar trúa einnig á kenningar Biblíunnar sem segja að heilagur andi geti huggað okkur þegar við erum sorgmædd eða einmanna og minnt okkur á elsku Guðs til okkar.

4. Jóhannes 15:26: Heilagur andi vitnar um Jesú Krist

Jesús kenndi: „Þegar hjálparinn kemur, sem ég sendi yður frá föðurnum, sannleiksandinn, er út gengur frá föðurnum, mun hann vitna um mig“ (Jóh 15:26). Mormónar trúa því að eitt af aðalhlutverkum heilags anda sé að vitna um sannleikann, einkum um Jesú Krist og guðdómleika hans. Það er einungis í gegnum heilagan anda sem við getum öðlast vitnisburð um það að Jesús Kristur er sonur Guðs og lausnari heimsins (sjá “Vitnisburður”, Leiðarvísir að ritningunum).

5. Galatabréfið 5:22-23: Þegar við höfum heilagan anda þá skynjum við kærleika, gleði og frið

Heilagur andi er oft kallaður andi Drottins. Gal 5:22–23 kennir að „ávöxtur andans er: kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska [og] hógværð.“ Mormónar trúa því að þegar við höfum heilagan anda með okkur, getum við upplifað allar þær jákvæðu tilfinningar og eiginleika sem taldir eru upp hér að ofan, sama hvers konar mótlæti við gætum verið að takast í við í lífi okkar. Heilagur andi veitir okkur ekki bara kraft persónulega heldur hjálpar okkur að lyfta öðrum upp og aðstoða þá við að takast á við áskoranir sínar.

Lærið meira um heilagan anda

Ertu forvitinn að vita meira um kenningar mormóna? Til að læra meira um hverju mormónar trúa að Biblían kenni um Guð, Jesú Krist og heilagan anda, heimsækið mormon.org.

Biblían