Finna styrk í Kristi og tengjast öðrum í batameðferð ávanafíknar

Batameðferð kirkjunnar við ávanafíkn veitir öllum þeim stuðning og öruggan stað sem vinna að því að sigrast á ávanafíkn eða hegðunaráráttu

Batameðferð ávanafíknar (ARP) Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu vekur þeim von sem hafa áhuga á að sigrast á ávanafíkn eða áráttuhegðun um að bati sé mögulegur, jafnvel meðan á heimsfaraldri stendur. 

„Hinum megin við fíknina er von og lækning og hamingja,“ sagði Karen, þátttakandi í batameðferð sem er að ná bata af eiturlyfjafíkn. „Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið þessa reynslu, vegna þess að hún hefur fært mér þetta samband við Jesú Krist sem ég taldi aldrei mögulegt.“ 

Çdo javë, rreth 2 800 mbledhje të PRV-së mbahen në 30 vende të ndryshme dhe 17 gjuhë të ndryshme. Këto mbledhje bëhen nga afër, por edhe virtualisht.
Í hverri viku eru um 2.800 batameðferðarfundir ávanafíknar haldnir í 30 löndum á 17 tungumálum. Þessir fundir fara fram í eigin persónu og líka rafrænt

Barátta Karen við ávanafíkn hófst þegar hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur og var að ljúka framhaldsnámi. „Ég missti líka fóstur og eftir fósturlátið fékk ég lyfseðil upp á róandi og kvalastillandi lyf og uppgötvaði þá fyrst að mér leið betur hugarfarslega og verkjalega við að taka inn þessi lyf.“ 

Karen leiddist út í fíkn og tók að stela deyfilyfjum í vinnunni. Þegar upp komst um Karen og hún missti vinnuna, hóf hún ferð sína til lækningar.  Á þeirri ferð sótti hún batameðferðarfundi.  

„Batameðferðarfundirnir voru líklega mikilvægasti þátturinn  í bata mínum,“ sagði Karen. „Þegar ég sat þar og heyrði sögur af öðru fólki – að annað gott fólk hafði tekist á við fíkn og að heyra sögur þess og sjá árangur þess vakti mér von um að ég gæti líka hlotið bata.“ 

„Þegar ég fór reglulega á fundi, fann ég mátt lækningar taka yfir. Í dag er ég allt önnur manneskja en ég var þegar þetta gerðist. Vegna Jesú Krists, veit ég að ég þarf ekki að skilgreina sjálfa mig af því sem ég gerði þá og að ég er góð manneskja. Ég hef fundið elsku hans. Ég hef fundið hann koma í líf mitt og breyta eðli mínu,“ sagði Karen. 

Hvað er batameðferð kirkjunnar við ávanafíkn?
Batameðferð kirkjunnar við ávanafíkn veitir öllum þeim stuðning og öruggan stað sem vinna að því að sigrast á ávanafíkn eða hegðunaráráttu. Meðferðin byggist á stuðningshópum sem fylgja 12 spora nálgun með trúarlegu ívafi. Hver hópur er skipaður þátttakendum sem vinna að eigin bata, þjónustutrúboðum batameðferðar og leiðbeinendum sem hafa sjálfir hlotið bata og lækningu í batameðferð ávanafíknar. Aðskildir hópar eru fyrir þá sem takast á við almenna ávanafíkn og klámfíkn. Stuðningshópar fyrir maka og fjölskyldumeðlimi eru líka fyrir hendi.

Secili grup i Programit të Riaftësimit nga Varësitë përbëhet nga pjesëmarrës që punojnë drejt riaftësimit, misionarë me shërbim në PRV dhe ndërmjetës që kanë gjetur vetë riaftësim dhe shërim nëpërmjet Programit të Riaftësimit nga Varësitë.
Hver batameðferðarhópur ávanafíknar er skipaður þátttakendum sem vinna að eigin bata, þjónustutrúboðum batameðferðar og leiðbeinendum sem hafa sjálfir hlotið bata og lækningu í batameðferð ákvanafíknar.

„Mikil skömm og miklir fordómar eru í samfélaginu og einkum í kirkjunni varðandi ávanafíkn og áráttuhegðun. Fólk þjáist því í þögn og það syrgir hjarta mitt,“ sagði Ben Erwin, meðferðaraðili fjölskylduþjónustunnar og framkvæmdastjóri batameðferðar ávanafíknar (ARP‘s). „Batameðferð ávanafíknar sér öllum fyrir öruggum stað, þar sem finna má hópefli, samkennd, hjálp, stuðning, sannleika og lækningu. Þegar þið komið á fundi batameðferðar, dæmir fólk ekki, starir ekki eða gjóir augum – það tekur vel á móti ykkur. Það gleðst yfir því að þið komuð. Það mun bjóða ykkur að koma áfram.“ 

Finnið fund í eigin persónu eða rafrænan
Í hverri viku eru um 2.800 batameðferðarfundir ávanafíknar haldnir í 30 löndum á 17 tungumálum. Þessir fundir fara fram í eigin persónu og líka rafrænt. Ef það eru engir fundir á ykkar svæði eða ef ykkur finnst betra að vera á rafrænum fundum, þá getið þið verið með á Zoom-fundi eða símafundi.  

„Yfirleitt höfum við hist í eign persónu, en í gegnum Kóvid hafa netfundir okkar vaxið og orðið fjölmennari, þar sem fólk getur tekið þátt með Zoom,“ sagði Erwin. Rafrænir fundir hafa verið nauðsynlegir í heimsfaraldrinum, en þeir bjóða líka upp á marga kosti. Ef það eru ekki fundir á ykkar svæði, getið þið verið með á fundi í annarri borg. Ef ykkur finnst betra að vera með án þess að gefa upp nafn ykkar, getið þið verið með rafrænt. 

„Rafrænir fundir gefa fólki kost á að taka fyrsta skrefið. Fyrsti fundurinn er alltaf sá kvíðvænlegasti, sá erfiðasti – en ef þið sýnið örlitla trú, getið þið verið með rafrænt.  Þið þurfið ekki að kynna ykkur með nafni. Þið getið bara sest niður, verið þar og hlustað og fylgst með og fundið andann.“

Tengjast frelsaranum
Batameðferð kirkjunnar við ávanafíkn byggist á því að fólk tengist innbyrðis og veitir hvert öðru stuðning til að sigrast á ávanafíkn og jafnframt að tengjast frelsaranum, Jesú Kristi. Hann vill liðsinna í baráttu okkar og er uppspretta lækningar. 

„Frelsarinn er mjög meðvitaður um allar okkar þrautir og þrengingar. Þar sem tveir eða þrír eru samankomnir í hans nafni, er hann líka,“ sagði Erwin. „Þegar við komum saman til að veita hvert öðru stuðning við að sigrast á þessari áskorun með hjálp hans, þá er mín reynsla sú að hann er þar meðal okkar.“ 

Farið á addictionrecovery.ChurchofJesusChrist.org til að finna fund, hvort heldur rafrænan eða í eigin persónu. Á vefsíðunni eru líka hvetjandi frásagnir, myndbönd og leiðbeiningar fyrir stuðningshópa. Þið getið líka hlustað á hlaðvarpsþætti af hljóðrituðum fundum til að komast að því hvernig fundir fara fram.