Fjartenging: Tengja saman kynslóðir

Breska kvenfélagið London Britannia women‘s organisation vinnur að því að tengja saman fólk í faraldrinum.

„Og sjá. Ég segi yður þetta, til þess að þér megið nema visku og komist að raun um, að þegar þér eruð í þjónustu meðbræðra yðar, eruð þér aðeins í þjónustu Guðs yðar“ (Mósía 2:17).

Hvarvetna í heimi hefur fólk orðið fyrir miklum missi í faraldrinum. Trúfastir meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu eru þar engin undantekning. Félagsskapur er einn af slíkum missi. Félagsleg fjarlægð kemur í veg fyrir að hægt sé að vera með vinum, fjölskyldu og samferðafólki jafn mikið og áður. Þetta er skaðlegt bæði ungum og öldnum meðlimum. Lausnar á þessu var leitað og þar með hófst verkefnið Generation Link Project [Tengja saman kynslóðir].

Candice MacAllister er forseti Líknarfélagsins [kvenfélags] í söfnuðinum London Britannia fyrir ungt fullorðið fólk í Bretlandi. Mitt í faraldrinum, tók hún og þessi hópur kvenna sig saman um að finna lausn á sínum einangruðu aðstæðum. Hún segir: „London er alræmd borg einmanaleika. … Það getur verið mjög erfitt að tengjast.“ Candice ræddi við biskup sinn um hversu krefjandi það getur verið að tengjast ólíkum kynslóðum sem ungur fullorðinn einstaklingur. Eldri konur á svæðinu tókust einnig á við einmanaleika vegna heimsfaraldursins. Hún bar kennsl á að besta leiðin til að hjálpa þessum konum væri að leiða þær saman stafrænt í gegnum verkefnið Generation Link Project. 

Candice MacAllister
Candice MacAllister Forseti kvenfélagsins London Britannia

Sem hluta af útrásinni, bauð Britannia kvenfélagið upp á samskiptaleið við eldri konur á svæði þeirra. Hverri ungri fullorðinni konu sem vildi taka þátt, var boðið að vera í sambandi við eldri konu eða ekkju. Með fjarsímtölum, kynntust þær því sem átti sér stað í lífi hinnar og fundu félagsskap við áður óþekktar aðstæður.

Þátttakandinn Martsie Webb fékk tækifæri til að kynnast tveimur konum, Mary Woods og Margaret Canham, sem ólust saman upp og gengu saman í kirkjuna. Þær urðu vinkonur ævilangt  og hafa verið heimilisfélagar í faraldrinum, með móður Mary. Martsie myndaði vinskap við þær meðan á verkefninu Generation Link stóð og hún og eiginmaður hennar, safnaðarleiðtoginn, gátu hitt þær persónulega eftir að dregið hafði úr takmörkunum á lokunum. Hún sagði: „Þjónusta okkar var hrein gleði, þegar við hugsuðum um það sem þessar [konur] höfðu gefið okkur. Ég hika við að segja að þetta hafi verið „þjónusta,“ vegna þess að við nutum kristilegrar elsku þeirra.'

Mary Woods, Margaret Canham og Daphne Ellender
Mary Woods, Margaret Canham og Daphne Ellender

Þetta verkefni leiddi saman konur með mjög mismunandi lífsreynslu til að læra meira um hver aðra. Candice MacAllister sagði: „Allt sem þú getur gefið hreinlega margfaldast. Maður veit aldrei hvaða þýðingu þetta hefur fyrir fólk? Með því að þjóna hver annarri, eignaðist hver kona óvæntan og umhyggjusaman sýndarvin.