Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins

Lærið hverju mormónar trúa varðandi hjónabandið og fjölskylduna

Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins
Mormónar trúa því að hjónabandið og fjölskyldan séu þáttur í áætlun himnesks föður fyrir börn hans.

„Fjölskyldan: „Yfirlýsing til heimsins“ er skjal sem lýsir því yfir sem Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu kennir um hjónaband, börn og fjölskyldu (Ensign eða Liahona, nóv. 2010, 129). Þegar fyrrverandi forseti kirkjunnar, Gordon B. Hinckley forseti, las fjölskylduyfirlýsinguna í fyrsta sinn fyrir meira en 20 árum síðan, þá voru kirkjumeðlimir þakklátir fyrir einfaldar og skýrar kenningar um fjölskylduna. Í dag, meira en nokkru sinni áður, þá meta meðlimir Kirkju Jesú Krist hinna Síðari daga heilögu, einnig þekktir sem mormónar, fjölskylduyfirlýsinguna sem bæði djúpstæða og mjög þarfa opinberun sem lýsir stöðlum Guðs fyrir hjónaband og fjölskyldu í síbreytilegum heimi (sjá Bonnie L. Oscarson, “Defenders of the Family Proclamation,” Ensign eða Liahona, maí 2015, 14–15). Lesið áfram til að læra meira um það sem mormónar trúa varðandi hjónaband og fjölskyldur.

Hvað kennir „Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins“?

Fjölskylduyfirlýsingin veitir eiginmönnum, eiginkonum, mæðrum og feðrum skilmerkileg ráð. Hún kennir að „hjónaband milli karls og konu er vígt af Guði og að fjölskyldan er kjarninn í áætlun skaparans um eilíf örlög barna hans“ („Fjölskyldan,“ 129). Hún kennir einnig að áður en við fæddumst þá „þekktum [við] og tilbáðum Guð sem eilífan föður,“ og að áætlun Guðs fyrir framþróun barna hans krefðist þess að við kæmum til jarðar, hlytum líkama og gætum snúið aftur til að lifa með honum og fjölskyldum okkar eftir að við myndum deyja („Fjölskyldan,“ 129). Kenningarnar í fjölskylduyfirlýsingunni eru til að hjálpa öllum fjölskyldum, ekki bara fjölskyldum mormóna, til að vera hamingjusamar.

Hver er raunverulega trú mormóna varðandi hjónabandið?

Mormónar trúa því að hjónaband milli karls og konu sé nauðsynlegur þáttur í áætlun Guðs fyrir börn hans. Þeir trúa því einnig að eiginmenn og eiginkonur beri þá „helgu ábyrgð að elska og annast hvort annað“ („Fjölskyldan,“ 129). Mormónar líta svo á að „farsælt hjónaband og fjölskyldulíf byggist og varðveitist á reglum trúar, bænar, iðrunar, fyrirgefningar, virðingar, kærleika, umhyggju, vinnu og heilbrigðrar dægrastyttingar“ („Fjölskyldan,“ 129). Mormónar trúa því að hjónin eigi að aðstoða hvort annað sem jafningjar og að þeir sem bregðast í því að hugsa um fjölskyldur sínar, drýgja hór eða beita maka sínum eða börnum ofbeldi, þurfi að standa ábyrgir gerða sinna frammi fyrir Guði (sjá „Fjölskyldan,“ 129).

Hver er raunveruleg trú mormóna varðandi börnin og fjölskylduna?

Mormónar trúa því að fjölskylduyfirlýsingin kenni að „börn eiga rétt á því að fæðast innan hjónabandsins“ („Fjölskyldan,“ 129). Mormónar trúa því einnig að börn séu „gjöf frá Guði“ (Sálmarnir 127:3), eða að börn séu blessun frá Guði. Hvað mormóna varðar þá er foreldrahlutverkið heilög ábyrgð og „foreldrar bera þá helgu skyldu að ala börn sín upp í kærleika og réttlæti, að sjá fyrir líkamlegum og andlegum þörfum þeirra, að kenna þeim að elska hvert annað og þjóna hvert öðru, að virða boðorð Guðs og vera löghlýðnir þegnar, hvar sem þau búa“ („Fjölskyldan,“ 129). Ábyrgð fjölskyldunnar er mjög mikilvæg mormónum.

Hvernig get ég lært meira um það sem mormónar trúa?

Mormónar trúa að fjölskyldur eru ekki bara skylda heldur einnig mikil blessun. Tækifærið til að vera hluti af fjölskyldu er tjáning Guðs á kærleika hans til okkar og Guð hefur gefið okkur fjölskyldur til að „hjálpa [okkur] að verða þau sem hann vill að við verðum“ (Matthew Neeley, “The Family Is of God,” Friend, okt. 2008, 28–29) Til að læra meira um það sem mormónar trúa og um áætlun Guðs fyrir ykkur og ykkar fjölskyldu, heimsækið mormon.org.