Fjölkvæni og mormónar: Fyrrum og nú

Musterið í Salt Lake City
Mormónum er stranglega bannað að iðka fjölkvæni í dag.

Meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu trúa því að hjónaband milli eins karls og einnar konu sé staðall Guðs fyrir hjónaband, nema á sérstökum tímum þegar Guð hefur ákveðið aðra staðla (sjá ”Plural Marriage and Families in Early Utah,” churchofjesuschrist.org/topics/plural-marriage-and-families-in-early-utah). Síðari daga heilagir trúa því að um miðbik 19. aldar hafi sumum kirkjuleiðtogum og meðlimum verið boðið af Guði að hefja iðkun fjölkvænis eða þar sem einn karl er kvæntur fleiri en einni konu (sjá “Plural Marriage in Kirtland and Nauvoo,” churchofjesuschrist.org/topics/plural-marriage-in-kirtland-and-nauvoo). Árið 1890 fékk Wilford Woodruff, fyrrverandi forseti kirkjunnar, innblástur frá Guði um að gefa út yfirlýsingu sem leiddi að lokum til iðkunar fjölkvænis hjá meðlimum kirkjunnar (sjá Opinber yfirlýsing 1; sjá einnig Jed Woodworth, “The Messenger and the Manifesto,” Revelations in Context series, 23. júní 2015, history.churchofjesuschrist.org). Í dag leggur kirkjan algert bann við iðkun fjölkvænis (sjá “Polygamy,” newsroom.churchofjesuschrist.org).

Hvers vegna iðkuðu Síðari daga heilagir fjölkvæni?

Síðari daga heilagir trúa því að Guð hafi boðið fyrri meðlimum kirkjunnar að iðka fjölkvæni tímabundið. Þó að Síðari daga heilagir í dag þekki ekki allar ástæðurnar fyrir boðorði Guðs, þá skilja þeir sumar ástæður þess að Guð myndi bjóða iðkun fjölkvænis. Til að mynda þá kennir Mormónsbók að menn ættu einungis að hafa eina konu (sjá Jakob 2:27-29), nema að Drottin bjóði fólki sínu að „afla [honum] niðja“(Jakob 2:30). Iðkun fjölkvænis hjá fyrri Síðari daga heilögum, leiddi til þess að aukning varð í fjölda barna sem fæddust kirkjumeðlimum. Fyrri Síðari daga heilagir trúðu einnig á það að stofnun Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu þýddi endurreisn fornra laga og siða eins og kennt var í Biblíunni. Það er greinilegt frá Biblíunni að margir þekktir einstaklingar í Biblíunni, svo sem Abraham, Ísak, Jakob, Móse og Davíð, iðkuðu fjölkvæni (sjá “Plural Marriage in Kirtland and Nauvoo,” churchofjesuschrist.org/topics/plural-marriage-in-kirtland-and-nauvoo).

Hvernig var iðkun fjölkvænis háttað fyrir hina upphaflegu Síðari daga heilögu?

Iðkun fjölkvænis var mörgum Síðari daga heilögum erfitt. Fyrst þegar þetta var kynnt, kallaði það yfir þá hatrammar ofsóknir frá utanaðkomandi og fór í andstöðu við tilfinningar margra meðlima kirkjunnar (sjá “Plural Marriage in Kirtland and Nauvoo,” churchofjesuschrist.org/topics/plural-marriage-in-kirtland-and-nauvoo). Það skapaði líka stundum mjög erfiðar fjölskylduaðstæður og setti fjárhagslegt álag á fjölkvænisfjölskyldur Síðari daga heilaga sem voru að reyna að draga fram lífið á hrjúfu landi Ameríska vestursins (sjá ”Plural Marriage and Families in Early Utah,” churchofjesuschrist.org/topics/plural-marriage-and-families-in-early-utah).

Sumir héldu áfram að vera trúfastir meðlimir kirkjunnar en völdu að taka ekki þátt í fjölkvæninu. Það voru einnig meðlimir sem höfnuðu hugmyndinni um fjölkvæni og ákváðu að yfirgefa kirkjuna (sjá “Plural Marriage in Kirtland and Nauvoo,” churchofjesuschrist.org/topics/plural-marriage-in-kirtland-and-nauvoo). Skilnaður var auðfenginn fyrir Síðari daga heilaga sem voru óhamingjusamir í fjölkvænishjónaböndum (sjá “Polygamy Then and Now,” newsroom.churchofjesuschrist.org).  Hins vegar þá trúðu hinir fyrri Síðari daga heilögu, sem iðkuðu fjölkvæni, að þeir væru að fylgja boðorði Guðs og trúðu því að þeir myndu vera blessaðir fyrir hlýðni þeirra. Fyrir utan það þá voru margar fjölkvænisfjölskyldur hamingjusamar, hlýjar og ástríkar (sjá ”Plural Marriage and Families in Early Utah,” churchofjesuschrist.org/topics/plural-marriage-and-families-in-early-utah).

Wilford Woodruff

Trúa Síðari daga heilagir á fjölkvæni í dag?

Í dag bannar Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu iðkun fjölkvænis. Gordon B. Hinckley (1919-2008), fyrrverandi forseti kirkjunnar, útskýrði afstöðu kirkjunnar til fjölkvænis:

„Ég fullyrði ákveðið að þessi kirkja hefur ekkert með þá að gera sem ástunda fjölkvæni. . . .

Ef einhverjir þegna okkar ástunda fjölkvæni eru þeir útilokaðir, sem er alvarlegasta refsingin sem kirkjan getur veitt. Þeir sem slíkt ástunda brjóta ekki aðeins landslög, heldur einnig lögmál kirkjunnar. Trúaratriði okkar er bindandi fyrir okkur. Þar segir: „Vér höfum trú á að lúta konungum, forsetum, stjórnendum og yfirvöldum með því að hlýða lögunum, virða þau og styðja“ (Trúaratriðin 1:12). Maður getur ekki hlýtt lögunum og óhlýðnast lögunum á sama tíma . . .

Fyrir meira en öld síðan þá opinberaði Guð spámanni sínum, Wilford Woodruff því, að láta ætti af iðkun fjölkvænis, sem þýddi að það er nú á móti lögmáli Guðs. Jafnvel í löndum þar sem borgaraleg eða trúarleg lög leyfa fjölkvæni, þá kennir kirkjan að hjónaband eigi að vera einkvænis og samþykkir ekki þá inn í meðlimahóp sinn, sem iðka fjölkvæni“ (“What Are People Asking about Us?” Ensign, Nov. 1998, 71–72).

Hverju trúa Síðari daga heilagir um hjónabandið og fjölskyldur?

Síðari daga heilagir trúa því að hjónaband milli eins karls og einnar konu sé mikilvægur þáttur í áætlun Guðs fyrir börn hans. Til að læra meira um það sem Síðari daga heilagir trúa varðandi hjónaband og fjölskyldur, heimsækið komidtilkrists.org.

Nauvoo musterið