Fjölskyldukvöld

Boðskapur svæðisleiðtoga

Fjölskylda heima
Öldungur Joaquim J. Moreira
Öldungur Joaquim J. Moreira Svæðishafi Sjötíu

Ég elska fjölskylduna mína og hef því alltaf reynt að setja fordæmi með því að útskýra, sannfæra, sýna fram á, biðja, fasta, leika, leiðrétta og vera leiðréttur, sem og að framkvæma helgiathafnir sáluhjálpar fyrir ættmenni mín og fylgja fordæmi frelsara okkar Jesú Krists, eins og mér er unnt, á þann hátt sem hann hefur þjónað börnum sínum.

„Og enn fremur, að því leyti sem foreldrar, er eiga börn í Síon eða einhverri skipulagðri stiku hennar, kenna þeim ekki, þegar þau eru átta ára að aldri, að skilja kenninguna um iðrun, trú á Krist, son hins lifanda Guðs, og um skírn og gjöf heilags anda með handayfirlagningu, fellur syndin á höfuð foreldranna.“[1]

„… Ef við fylgjum fordæmi frelsarans, líkt og hann hefur boðið okkur, þá mun það verða okkur til góðs á degi dómsins. Amen.”[2]

Jesús Kristur setti fordæmi fyrir okkur í öllu, með skírn, bæn, dómi, visku, samúð, fyrirgefningu, auðmýkt, hlýðni, miskunn, gæsku og trú.

Eitt af því sem við höfum í kirkjunni til að styrkja, sameina, gera áætlanir, setja markmið, biðja, svara kenningarlegum spurningum og skemmta okkur saman, eru fjölskyldukvöldin, þar sem við getum sýnt fordæmi Jesú Krists.

Líkt og segir í kennslubók Trúarskólans,  Teaching and Learning: „Hann elskaði þau, bað fyrir þeim og þjónaði þeim stöðug. Hann fann tækifæri til að vera með þeim og tjá þeim elsku sína. Hann þekkti áhugamál þeirra, vonir og þrár og aðstæður lífs þeirra.

Hann vissi hver þau voru og hvað þau gætu orðið. Hann fann sérstakar leiðir til að hjálpa þeim að læra og þroskast – leiðir sem aðeins voru ætlaðar þeim.  Þegar þau áttu erfitt, gafst hann ekki upp á þeim, heldur hélt áfram að elska þau og þjóna þeim.

Hann undirbjó sig.  …Hann leitaði leiðsagnar föður síns á himnum.“[3]

Stundum er stærsta áskorunin sú þrá að hafa fullkomið fjölskyldukvöld. Ég man eftir þeim erfiðleikum sem við glímdum stundum við að velja réttan dag vikunnar og finna rétta tímann í allri skólaskyldu barnanna, en með jafnvægi og visku fundum við alltaf lausnir á áskorunum okkar.

Ég man eftir því að meðal bestu fjölskyldukvölda okkar voru þau er við buðum trúboðunum að koma með trúarnema sína á heimili okkar, áður en þeir skírðust, svo þau gætu séð hvernig staðið væri að fjölskyldukvöldum hjá fjölskyldu mormóna og líka til að hjálpa þeim að læra fagnaðarerindið.  Það voru alltaf stundir sem fylltar voru andríki sem börnin okkar elskuðu.

Í Fjölskylduyfirlýsingunni segir: „Eiginmaður og eiginkona bera þá helgu ábyrgð að elska og annast hvort annað og börn sín. „Synir eru gjöf frá Drottni, ávöxtur móðurkviðarins er umbun“ (Sálm. 127:3). Foreldrar bera þá helgu skyldu að ala börn sín upp í kærleika og réttlæti, að sjá fyrir líkamlegum og andlegum þörfum þeirra, að kenna þeim að elska hvert annað og þjóna hvert öðru, að virða boðorð Guðs og vera löghlýðnir þegnar, hvar sem þau búa. Eiginmenn og eiginkonur – mæður og feður – verða ábyrg frammi fyrir Guði, ef þau bregðast þessum skyldum.“[4]

Annað sem við höfðum áhyggjur af á fjölskyldukvöldum, var að kenna börnum okkar að vera sjálfbjarga. Við vorum alltaf hreinskilin við börnin okkar og ákváðum saman hvernig við vildum haga lífi okkar og hvernig við gætum gert það.  Annað sem var hvetjandi, var að kenna þeim mikilvægi ættarnafns okkar, að skilja eftir okkur fjölskylduarfleifð og í því sambandi hugleiddum við að „hin guðlega sæluáætlun gerir fjölskylduböndin varanleg handan grafar.“[5]

Á fjölskyldukvöldum lærðum við um áætlun sáluhjálpar, hvernig hljóta mætti eilífa lífssýn, með þann skilning að „skilningur á sannri kenningu getur breytt viðhorfi og breytni.“[6]  Með réttu hugarfari, gátum við ferðast til musterisins, til að framkvæma helgiathafnir í þágu áa okkar og það hefur alltaf vakið okkur þá tilfinningu að við tengjumst þeim öllum eilífum böndum.


[1] Kenning og sáttmálar 68:25

[2] Mormó 7:10

[3] Gospel Teaching and Learning, bls. V – Seminaries and Institutes of Religion

[4] The Family - A Proclamation to the World, málsgrein 6

[5] The Family - A Proclamation to the World, málsgrein 3

[6] Boyd K. Packer, “Little Children,” Ensign, nóv. 1986, 17