Foreldrahlutverkið á tækniöld

Lærið hverju fjölskyldur Síðari daga heilagra trúa varðandi gæðastundir með fjölskyldunni

Foreldrahlutverkið á tækniöld
Fjölskyldur Síðari daga heilagra trúa á mikilvægi þess að verja tíma saman.

Hverjir eru mormónar og hverju trúa þeir varðandi fjölskyldur?

Mormónar eru einnig þekktir sem meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu (kirkja SDH). Eins og svo margar góðar persónur um allan heim, þá eru mormónar þekktir fyrir trú þeirra á mikilvægi barna og fjölskyldna. Einnig, eins og svo margir aðrir, þá eru mormónar meðvitaðir um að það er ekki auðvelt að vera góðir foreldrar. Foreldrar í fjölskyldum mormóna þekkja allt of vel að utan margra ánægjulegra stunda sem koma frá því að vera foreldri, þá eru nægar stundir uppfullar af grátandi börnum, óhreinu leirtaui og endalausum verkefnalistum.

Með öll þau ráð sem eru þarna úti og þær mörgu kröfur sem eru á tíma foreldranna, þá getur verið erfitt að hægja á sér og bara njóta þess að vera foreldri. Það er hins vegar brýnt fyrir foreldra að taka sér frí frá áhyggjunum af því að gera ekki allt fullkomlega og frá önnum lífsins, til þess að njóta tímans með börnum sínum. Í Mormónsbók segir að þegar Jesús Kristur heimsótti Ameríku þá varði hann tíma sínum í að kenna og þjóna. Á meðan á mikilvægu verki hans stóð, gaf hann sér tíma til að einbeita sér alveg að börnunum. Hann „tók litlu börnin þeirra, hvert af öðru, og blessaði þau og bað til föðurins fyrir þeim“ (3 Nefí 17:21). Eftir að frelsarinn sýndi fordæmið fyrir mikilvægi þess að verja tíma sínum í að elska og annast börnin, þá bauð hann öllum viðstöddum að einbeita sér að þeim er hann sagði: „Lítið á börn yðar“ (3 Nefí 17:23).

Kenna börnum Öldungur M. Russell Ballard fræðir okkur um farsælar uppeldisreglur.

Hvernig get ég betur tengt við fjölskyldu mína?

Foreldrar geta fylgt fordæmi frelsarans og þegið boð hans. Ein móðir skrifaði og sagði hvað að „líta“ þýddi fyrir hana. Hún sagði: „Ég upplifði í fyrsta sinn hvað að „líta“ þýddi þegar elsta dóttir mín var nýfædd. Litli, kröfuharði gráturinn hennar hafði vakið mig um miðnætti og ég var að gera mig tilbúna til að gefa henni að borða, þegar það gerðist. Hún opnaði augun upp á gátt og horfði beint í augu mér í nokkur löng, dýrmæt augnablik. Er við sannarlega „litum“ hvor aðra í augun í fyrsta sinn, þá skynjaði ég nokkuð varðandi hina eilífu tengingu sem við myndum deila (Jan Pinborough, “Parenting, Unplugged,” Ensign, júní 2014, 63).

Vísindamenn hafa fundið að þau orðlausu samskipti sem eiga sér stað á milli foreldra og ungabarna er þau „líta“ hvort annað, eru nauðsynleg fyrir heilbrigðan þroska barnsins (sjá Pinborough, “Parenting, Unplugged,” 63). Er börn okkar vaxa þá þarfnast þau þess að við „lítum“ á þau eða að það sé tekinn frá tími til að tengja, á öðruvísi en jafn mikilvægan hátt. Hvernig geta foreldrar gefið sér tíma til að tengja sannarlega við börn sín, í svona önnum fylltum heimi? Fjölskyldur mormóna trúa því að foreldrar verða að sýna meiri aga og sjálfsstjórn en börnin, ef byggja á upp sterk bönd á milli þeirra.

Fjölskyldur mormóna trúa því einnig að ef að tenging á að nást við börnin þá kann það að kalla á meðvitaða ákvörðun um að aftengjast rafrænum tækjum okkar. Fjölskyldum mormóna er kennt að það að verja gæðastundum með börnunum „gæti þýtt að standast þá freistingu að kíkja á textaskilaboð okkar eða renna í gegnum skilaboð samfélagsmiðlanna. Það gæti haft í för með sér að koma á persónulegum reglum og fjölskyldureglum um fjölmiðla af tillitsemi við aðra, [og] setja mörk sem munu vernda helgar stundir sem við setjum upp fyrir hvert annað í fjölskyldu okkar“ (Pinborough, “Parenting, Unplugged,” 63).

Kirkjuleiðtogar hafa lagt áherslu á það hve mikilvægt það er fyrir foreldra að slökkva á rafrænum tækjum til að verja meiri tíma með börnum sínum. Sem dæmi má nefna, þá kenndi Rosemary M. Wixom, fyrrverandi forseti heimssamtaka kirkjunnar fyrir börn (Barnafélagsins):„Dýrmætar tækifærisstundir sem við fáum til að ræða við og eiga samskipti við börn okkar, fuðra upp þegar við erum upptekin af afþreyingu. Því ekki að taka frá tíma dag hvern til að aftengjast tækninni og tengjast hvert öðru? Aftengja einfaldlega allt. Þegar við gerum það, virðist heimilið kannski kyrrlátt í fyrstu; þið gætuð jafnvel ekki vitað hvað gera eða segja skal. Þegar þið beinið allri athyglinni að börnum ykkar, hefjast umræður og þið getið notið þess að hlusta á hvert annað (“Orðin sem við mælum,” Ensign eða Liahona, maí 2013, 82).

Hvernig get ég lært meira?

Mormónar eru kristnir og trúa því að Jesús Kristur sé hið fullkomna fordæmi þess hvernig við ættum að koma fram við fjölskyldu okkar. Fjölskyldur mormóna finna ekki bara gleði í því að verja tíma saman, heldur líka í trú þeirra á að vegna Jesú Krist þá geta heilög fjölskyldutengsl varað fram yfir gröfina. Til að læra meira um áætlun Guðs varðandi ykkur og ykkar fjölskyldur, heimsækið komidtilkrists.org.