Á síðasta ári áttu tónleikarnir Vitni jólanna, sem Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í Evrópu stóð að, upphaflega bara að vera í einkatónleikar í stikumiðstöð á Ítalíu. Tónleikarnir voru í raun þá alls ekki kallaðir Vitni jólanna – það var bara rausnarlegt boð Jenny Oaks Baker, hins tilnefnda Grammy-fiðluleikara, um að halda jólatónleika með fjölskyldu sinni í Róm, fyrir nokkur hundruð heilaga á staðnum. Eins skemmtilegt og hvetjandi og það hefði vissulega verið, þá virtist Drottinn vera með víðtækari áætlanir í huga.
Ruth Lorenzo, frá Spáni, kemur fram á tónleikunum Vitni jólanna – Tákn um Krist, í uppsetningu Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í Evrópu.
Tónleikarnir Vitni jólanna 2021 teknir upp í gestamiðstöð Rómarmusterisins á Ítalíu.
Allur hópurinn – frá vinstri til hægri: Jack og Marta Tyndale-Biscoe (píanó), Vesna og Igor Gruppman (víóla og fiðla), Constanze og Wolfgang Gebauer, Naura, Ruth Lorenzo, Alex Sharpe, Salome Moana og Louis og Per Herrey (söngur).
Í ljósi áframhaldandi þreytu vegna kórónuveirunnar, taldi hinn nýkallaði svæðisforseti, öldungur Massimo De Feo, að dagskrá Jenny gæti verið öllum á Evrópusvæðinu fullkomin gjöf. Í engu minna en kraftaverki, breyttist það sem byrjaði sem fámenn kvöldvaka í sögulega útsendingu, sem ekki aðeins hefur verið horft á um alla Evrópu, heldur líka um allan heim. Upptaka Vitna jólanna fór fram í gestamiðstöð Rómarmusterisins og í hinni frægu Frúarkirkju í Kaupmannahöfn, Danmörku, með Jenny Oaks Baker og Family Four, Alex Sharpe, áður í Celtic Woman, hinum virta danska Síðari daga heilaga, leikaranum Tomas Kofod, og lokaávarpi öldungs De Feo og Dallins H. Oaks forseta í Æðsta forsætisráði kirkjunnar. Miðað við hógvært upphaf framleiðslunnar og þá staðreynd að vegna Kovíd-19 var yfirvofandi hætta á að framleiðslunni yrðu hætt, allt frá upphafi til enda, þá var þetta undraverður árangur.
Fyrir handritshöfundinn, leikstjórann og framleiðandann, Brian Cordray, leiddi árangur hans þó óhjákvæmilega til annarrar spurningar: Hvað gæti kirkjan í Evrópu gert á næsta ári til að byggja ofan á þessa reynslu? Hvern myndu þeir ráða til að vera í hinum nýja listamannahópi? Hvaða lög myndu þau syngja? Hvar myndu þau koma fram? Hver myndi verða sögumaður? Hvernig gátu þau gert handritið áhugavert? Og loks, hvernig gat hann laðað að sama anda og hafði verið á fyrri tónleikum og jafnframt byggt á upphafspunktinum sem þar var settur?
Allar þessar spurningar og fleiri voru þeirra að svara strax í janúar á þessu ári. Með því að fylgja leiðsögn Drottins og halda áfram í trú, eitt skref í senn, tók framleiðsluhópurinn í raun við óskrifuðu blaði og bjó til jólameistaraverk.
Tveir af Herreys-bræðrunum – Louis og Per, syngja sænska jólalagið Nu Tändas Tusen Juleljus.
Marta og Jack Tyndale-Biscoe, frá Bretlandi og Spáni, flytja útsetningu Kurts Bestors á Guðs kristni í heimi.
Ruth Lorenzo meðan á einsöng hennar stóð á Fagna þú veröld.
Vesna og Igor Gruppman, frá Serbíu og Úkraínu, flytja Carol of the Bells.
Svissneska söngkonan Salome Moana í einsöng sínum á Holly & Ivy.
Alex Sharpe, frá Írlandi, rétt fyrir lokakaflann – Stjörnur ljósar loga.
Constanze og Wolfgang Gebauer, Naura, Ruth Lorenzo, Alex Sharpe og Salome Moana í lokaflutningi tónleikanna – Ó, helga nótt.
Rómverska leikhúsið í Mérida á Spáni.
Framleiðsluhópurinn á staðnum í Mérida á Spáni.
Ráðning listamanna
Frá upphafi var eitt ljóst – að tónleikarnir ættu greinanlega að vera evrópskir. Þótt aðstæður í kringum viðburðinn á síðasta ári hefðu gert ráðningu allskyns hæfileikafólks á heimsmælikvarða áhrifamikla, þá vildi hópurinn, sem á þessu ári hafði lengri tíma til undirbúnings, fá eingöngu til liðs við sig evrópska listamenn, sem hann og að lokum gerði.
Með því að nota hina sannreyndu Hollywood-nálgun „C-vítamíns“ eða vinna gegnum fólk sem þekkti fólk, tengdist svæðishópurinn mörgum listamönnum meðal Síðari daga heilagra um alla Evrópu sem sýna list sína opinberlega. Símtöl á milli ókunnra og óumbeðnir netpóstar áttu eftir að leiða til skjótra kynninga og óformlegra verkefna. Framleiðendunum til mikillar ánægju, tókst þeim fljótlega að ráða til sín tónlistarfólk af ýmsu þjóðerni og sviðum, sem allt bauð fram tíma og hæfileika gjaldfrjálst, af elsku til frelsarans.
Jack og Marta Tyndale-Biscoe (Bretlandi og Spáni) – Jack Tyndale-Biscoe píanóleikari hefur stundað tónlistarnám í þremur heimsálfum og farið víða um Evrópu. Hann er sem stendur Talent Unlimited U.K. og DEBUT Classical Artist. Marta er katalónskur píanóleikari og kennari. Bæði hafa þau kennt sem háskólaprófessorar í tónlist og tungumálum við Brigham Young háskólann í Idaho, áður en þau fluttu til London.
Vesna og Igor Gruppman (Serbíu og Úkraínu) – Grammy-verðlauna fiðluleikararnir, Igor og Vesna Gruppman, hittust í Tónlistarháskólanum í Moskvu og hafa síðan átt ótrúlega farsælan tónlistarferil í flutningi, hljómsveitarstjórn og kennslu. Þau eru nú staðsett í Rotterdam, Hollandi, þar sem Igor þjónar sem konsertmeistari fyrir Fílharmóníuhljómsveit Rotterdam og Vesna kennir víólu við tónlistarháskólann í Rotterdam.
Constanze og Wolfgang Gebauer (Austurríki og Þýskalandi) – Bæði farsælir óperusöngvarar, Wolfgang og Constanze Gebauer hittust fyrst á sviði og hafa síðan aldrei yfirgefið það, sungið saman í óperum, söngleikjum og tónleikum um alla Evrópu
Naura (Spáni) – Naura hefur stundað tónlistarnám við tvær spænskar stofnanir og hefur haldið fjölda tónleika sem sópran einsöngvari, meðal annars við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Navarra, auk Pamplonesa-hljómsveitarinnar.
Ruth Lorenzo (Spáni) - Ruth, sem er þekkt fyrir 5. sæti sitt í X Factor Bretlandi, hefur átt farsælan einsöngsferil með 3 plötur á vinsældarlista, 4 tónleikaferðalög á Spáni og hefur náð langbestum árangri fyrir hönd Spánar í Evrópsku söngvakeppninni.
Alex Sharpe (Írlandi) – Alex er best þekktur sem meðlimur í Grammy-tilnefnda hópnum Celtic Woman og hefur verið í aðalhlutverkum í ýmsum söngleikjum og flutt einsöngstónleika um allan heim.
Salome Moana (Sviss) – Eftir að hafa hlotið bæði BS- og meistaragráðu frá Tónlistarháskólanum í Basel, Sviss, er Salome upprennandi spunadjasspopplistamaður, sem gaf út frumraun sína árið 2020 og er með fyrirhugaða útgáfu vorið 2023.
Louis og Per Herrey (Svíþjóð) – Louis og Per Herrey eru tveir af þremur meðlimum drengjasveitarinnar The Herreys, sem sigraði í Evrópsku söngvakeppninni árið 1984, sem hóf feril sem samanstóð af 10 stúdíóplötum og gríðarlegum árangri í tónleikaferðalögum.
Savannah Stevenson frá Bretlandi, sem lék Maríu í biblíumyndböndunum sem kirkjan framleiddi.
Ytri umgjörð hins heimsfræga Charles Dickens safns í London.
Savannah Stevenson í Charles Dickens safninu í London.
Tökuliðið vinnur að innrömmun á réttu skoti sögumannsins, Savannah Stevenson.
Sviðið í rómverska leikhúsinu í Mérida á Spáni sett upp.
Förðunarfræðingar að störfum baksviðs í rómverska leikhúsinu í Mérida á Spáni.
Efnisskrá
Á síðasta ári var dagskráin að mestu byggð á fallegum hljóðfæraleik, en í ár er lögð áhersla á flutning bæði hljóðfæraleiks og söngs. Í þessum tilgangi, fékk framleiðsluteymið hjálp frá Jenny Oaks Baker, aðalflytjandanum frá tónleikunum í fyrra, sem fór í samstarf við hið marg verðlaunaða tónskáld Kurt Bestor, til að búa til nýjar útsetningar á ástsælum evrópskum jólasöngvum, sem myndu endurspegla hin einstöku þemu tónleikanna.
-
- Forleikur: Hljómsveit
- Tu Scendi Dalle Stelle: Naura
- Nu Tändas Tusen Juleljus: Herreys
- O Tannenbaum: Gebauers
- Holly & Ivy: Salome
- Guðs kristni í heimi. Tyndale-Biscoes
- Carol of the Bells: Gruppmans
- Fagna þú veröld. Rut
- Stjörnur ljósar loga: Alex
- Lokalag: Ó, helga nóttmeð öllum
Þegar flytjendur voru spurðir um sinn uppáhalds hluta tónleikanna, minntust fleiri en einn á upprunalega útsetningu Bestors á hinum sígilda jólasálmi Ó, helga nótt Um þetta sagði hinn virti píanóleikari Jack Tyndale-Biscoe: „Það er von okkar að þeir sem hlusta, einkum á þennan síðasta flutning, bæði [þeir] sem eru okkar trúar og hinir mörgu vinir okkar þarna úti, gætu fundið aukna lotningu vegna þessarar helgustu nóttar í sögu mannkyns, fundið aukið ljós streyma í sál sína og hjarta, er þeir hugsa um frelsarann sem gjöf, og að lokum fundið aukinn kærleika er þeir íhuga kjarna jólanna; þakklæti og gjafmildi.“
Staðsetningarleit
Stundum verður rétta leiðin aðeins að veruleika eftir að fyrsta skrefið inn í hið óþekkta er stigið. Þannig var um tónleikana í ár. Hugmyndin var að leita að stað sem myndi tengja áhorfendur á einstakan hátt við tíma Jesú, gegnum rústir þá ríkjandi Rómaveldis, en margir af hinum þekktari stöðum á Ítalíu voru því miður of dýrir. Þegar verið var að ráða listamannahópinn, var Cordray kynntur fyrir Ruth Lorenzo, einni skærustu stjörnu Spánar, sem sagði honum frá UNESCO World Heritage Site í Mérida á Spáni, sem hefur að geyma rústir rómverskrar héraðshöfuðborgar, sem stofnuð var aðeins 25 árum fyrir fæðingu Krists. Eftir nokkrar viðræður, leyfðu stjórnendur kvikmyndatöku með bakgrunn rómverskrar byggingarlistar nú í október síðastliðnum.
Um þessa umgjörð sagði einsöngvarinn Alex Sharpe: „Umhverfi rómverska hringleikahússins í Mérida á Spáni var hrífandi og það flutti mig strax aftur í tímann og að vera á sviðinu og syngja undir stjörnunum, hjálpaði mér að ímynda mér Maríu og Jósef í slíku lotningarfullu umhverfi færa frelsarann í heiminn og skynja eftirvæntingu vonar í loftinu.“
Flutningur jólasögunnar
Danski leikarinn Tomas Kofod,, sem áður hafði leikið hið heilaga hlutverk Jesú Krists í uppsetningu kirkjunnar á Nýja testamentinu, var frábær sögumaður á tónleikunum í fyrra. Í leit að kvenrödd þetta árið, tókst framleiðsluhópnumi að ráða til sín enga aðra en hina hæfileikaríku Savannah Stevenson frá Bretlandi, sem margir kirkjumeðlimir kunna að bera kennsl á sem leikkonuna sem lék Maríu, móður Krists, í biblíumyndböndum kirkjunnar um Krist. Cordray sagði Stevenson hafa „glætt hlutverk sögumannsins hlýju og fagmennsku.
Eftir að hafa fengið hæfileikakonuna Stevenson til liðs við sig, tók framleiðsluhópur svæðisins að leita að stöðum í Bretlandi þar sem hópurinn gæti tekið upp söguflutninginn. Þegar þau leituðu að hinum fullkomna vettvangi frá Viktoríutímanum, stungu kirkjumeðlimir á staðnum upp á Charles Dickens safninu í London. Fyrir handrit Cordray breytti þetta gangi mála, þar sem hann koma auga á tækifæri til að nota hina sígildu Jólasögu Dickens í skrifum sínum. Þegar öllu er á botninn hvolft, að sögn Cordrays, „Þá er ljóst að ferð Skröggs er andleg ferð, þar sem hann lærir að verða kristilegri. Er það ekki það sem við viljum öll?“
Framleiðsluhópurinn fékk líka fljótt þá hugmynd að íhuga hvernig ýmsir þættir jólanna sem eru oft taldir fremur veraldlegir (Dæmi: Jólatré, sælgætisstangir, bjöllur, sokkar, helgikransar o.s.frv.) er í raun allir tengdir Kristi. Þessi hugmynd var skoðuð í þaula og því birtust mörg þessara tákna í dagskránni og nafninu var breytt í Vitni jólanna – Tákn um Krist.
Upplifa anda jólanna með tónlist
Fyrir framleiðendurna reyndist sem betur fer ekki erfitt að endurheimta þann ljúfa anda sem fylgdi fyrstu tónleikum Vitni jólanna – svo framarlega sem tónleikarnir einblíndu á hina raunverulegu ástæðu þessa tíma: Jesú Krist. „[Guð] glæddi sýninguna guðlegum neista,“ sagði óperusöngkonan Constanze Gebauer, „svo að allir,“ óháð bakgrunni, þjóðerni eða trúarbrögðum, „myndu finna það.“
Í Nýja testamentinu ritar Matteus: „Því að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra.“ (Matt 18:20) Hvað varðar Vitni jólanna – Tákn um Krist, þá komu margir heilagir bókstaflega saman í nafni hans – allt frá framleiðsluhópnum til listafólksins, allt til hinna mörgu þýðenda sem hafa gert tónleikana aðgengilega á 31 mismunandi tungumáli. Líkt og þau munu öll votta einni röddu, þá hefur Jesús Kristur sannlega verið „á meðal þeirra“ meðan á þessari einstöku framleiðslu stóð.
Hvernig horfa skal á
Vitni jólanna – Tákn um Krist verður sýnt í beinni útsendingu 11. desember 2022, klukkan 17:00 að íslenskum tíma. Þátturinn verður aðgengilegur á opinberum kirkjurásum, þar á meðal á: LjósFyrirHeiminn.org, svæðisvefsíðu lands, YouTube og Facebook, fram í miðjan janúar 2023.
Samhliða dagskránni verða verkefni fyrir börn og fjölskyldur þeirra á LjósFyrirHeiminn.org.
Meira efni, þar á meðal jólaþjónustudagatal, veggspjöld, dreifispjöld og kynningarmyndbönd, verður fljótlega aðgengilegt á LjósFyrirHeiminn.org.