Framþróunaráætlun barna og unglinga – dýrmætt tækifæri

Boðskapur svæðisleiðtoga (Júní 2021)

Öldungur Massimo De Feo
Öldungur Massimo De Feo, Ítalíu Fyrsti ráðgjafi í forsætisráði Evrópusvæðisins

Í samfélagi sem er að missa tengsl við veruleika hins guðlega hlutverks Jesú Krists, þá verður sífellt mikilvægara að finna leiðir til að endurtengjast Drottni, koma á persónulegu sambandi við hann og lifa fyllra og hamingjusamara lífi.  

Margir meðlimir kirkjunnar hafa fyrir löngu kosið að fylgja honum og halda trú sinni óskertri, þrátt fyrir áskoranir lífsins, en sumum finnst enn erfitt að koma á raunverulegri andlegri tengingu við frelsarann ​​og finnst áskoranir lífsinsyfirþyrmandi.  

Rannsóknir sýna að almennt hefur dregið úr áhuga á trúarbrögðum á okkar tíma og hin upprennand kynslóð virðist aldrei sem áður eiga erfitt með að finna hlutverk, sjálfsmynd og hamingju í kirkjustofnun  Sú er einnig raunin hvað varðar mörg börn og ungmenni okkar í hinni endurreistu kirkju, sem ná þeim tímapunkti í persónulegum vexti er þau verða að ákveða hvort þau skuli „breyta samkvæmt sjálfstæðum vilja“ eða verða „fyrir áhrifum“ af sterkum stormum heimsins.1

Til að hjálpa þeim að finna markvissari leið til að tengjast frelsaranum, hefur kirkjan sett fram hina „Nýju barna- og unglingaáætlun.“  

Þetta framtak kemur á móts við þarfir allra ungmenna í kirkjunni, en er aðlögunarhæft fyrir meðlimi og fjölskyldur hvarvetna og engin „ein rétt leið“ er til að koma því til framkvæmdar.  

Þar sem menning og aðstæður eru mjög mismunandi um allan heim og á okkar svæði, þá er áætlunin fremur reglumiðuð en stöðluð.  

Tilgangurinn er alltaf sá sami: ‚Að hjálpa hverjum einstaklingi, þar á meðal börnum og ungmennum, að þroskast á sáttmálsveginum og takast á við áskoranir lífsins af aukinni trú á Jesú Krist, með krafti friðþægingar hans.’

Nelson forseti sagði: „Þið þurfið að leita persónulegrar opinberunar. Þið þurfið að ákveða sjálf hvernig hana skal útfæra. Stundum kann andinn að hvetja ykkur til að gera eitthvað erfitt.  Ég held að þið getið tekist á við það.  Þið getið gert það sem erfitt er.“ 2 

Þegar þið sækist eftir persónulegri opinberun til að vita hvernig á að útfæra hina nýju áætlun barna og unglinga í fjölskyldum ykkar og einingum, þá býð ég öllum foreldrum, ungmennum og leiðtogum á Evrópusvæðinu að takast á við það sem tækifæri en síður sem áætlun.  Þetta sameinaða starf mun færa okkur öllum guðlegar blessanir, er við söfnum öllu undir eitt höfuð í Kristi. 3 

Ég ætla því að miðla ykkur þremur boðum í hinum sérstöku hlutverkum ykkar í þessu helga starfi:

Í fyrsta lagi – býð ég öllum foreldrum hinnar upprennandi kynslóðar Drottins, að líta á þetta guðlega starf sem tækifæri til að blessa börnin þeirra, er þeir hjálpa þeim að finna frelsara sinn snemma á lífsleiðinni, með ást og einlægri umhyggju.  Kærleiksrík áhrif ykkar sem foreldra munu ljúka upp hjörtum barna ykkar og hjálpa þeim að finna frelsarann.  Að leiða þau og vísa þeim á Drottin, verður nauðsynlegt er þau reyna að hlýða á hann og loks að finna hann.

Í öðru lagi – býð ég öllum leiðtogum að líta á þetta guðlega starf sem tækifæri til að þjóna þeim ungmennum sem Drottinn hefur falið í þeirra forsjá.  Þegar þið þjónið þeim í köllunum ykkar, munið þið hjálpa þeim að vita betur hvernig þau geta fundið frelsara sinn. Með þekkingu ykkar og góðvild, er þið vitnið um dýrmætar reglur fagnaðarerindisins sem þið vitið að eru sannar, munið þið hjálpa þeim að vita hvernig á að finna hann.

Í þriðja lagi – býð ég öllum ungmennum á Evrópusvæðinu að líta á þetta guðlega starf sem tækifæri til að vaxa í persónulegri leit þeirra að frelsaranum.  

Kæru ungmenni, ég ber vitni um að ef þið þráið einlæglega að finna frelsarann, mun hann finna ykkur! er þið fylgið leiðsögn foreldra ykkar og leiðtoga kirkjunnar um að tileinka ykkur góðar reglur þessarar áætlunar.

Þegar þið setjið ykkur verðug markmið til andlegs, félagslegs, vitsmunalegs og líkamlegs þroska, munið þið vaxa eins og Drottinn gerði á æskuárum sínum og með því að feta í fótspor hans, verðið þið líkari honum, þar til þið finnið hann.

Megi Drottinn blessa hið sameinaða starf okkar við að hjálpa ungmennum okkar að finna frelsarann og lifa hamingjusamara lífi. 

 

  1. – K&S 58:28, 2. Nefí 2:14,16,24
  2. – Kynningarmyndband Áætlunar barna og unglinga [sent út 29. sept. 2019]
  3. – Efesusbréfið 1:10