Fylgið Jósef og Maríu frá Nasaret til Betlehem. Verið vitni að andakt hirðanna á Júdeasléttum. Upplifið gleði vitringanna þegar þeir krjúpa fram fyrir Ljósi heimsins - Drottni okkar og frelsara, Jesú Kristi.
Forsætisráð Evrópusvæðisins býður okkur með sérstökum jólaboðskap að vera ljós fyrir heiminn og fagna fæðingu frelsarans á þessum sérstaka árstíma.
Upplifið gleði þess að þjóna öðrum á jólum.
Ronald A. Rasband hvetur alla til að fylgja fordæmi frelsarans og elska hver annan.
'Þegar þessi hreina ást Krists ‒ eða kærleikur ‒ fyllir okkur, hugsum við, skynjum og breytum líkara því sem himneskur faðir og Jesús mundu hugsa, skynja og breyta. Hin smáu og einföldu góðverk okkar og þjónusta safnast upp og fylla okkur elsku'
Mesta gleði okkar á rætur í því að liðsinna náunga okkar. Það er lykill að því að verða sannur lærisveinn Jesú Krists.