Boðskapur svæðisleiðtoga

Fyrsti sannleikurinn

Fyrsti æðsti sannleikurinn er sá að Guð elskar þig. Þið eruð börn hans og skiptið hann máli.

Fyrsti sannleikurinn
Öldungur Alan T. Phillips, Englandi
Öldungur Alan T. Phillips, Englandi Svæðishafi Sjötíu

Samfélagið reynir að sannfæra okkur um að sjálfsmynd okkar og verðmætatilfinning sé á einhvern hátt bundin eignum, áhrifastöðum og viðurkenningu annarra. Það hvetur okkur til að einblína meira á að „hafa“ frekar en að „vera“.1 En þessi leið leiðir oft til ævilangrar samkeppni og samanburðar, sem fyllir mörg okkar kvíða og tómleika og einangrar okkur sífellt meira. Fáir sleppa við tíð og óvægin skilaboð um að við séum ekki nógu góð eða að við stöndumst ekki samanburð.

Þetta er vel hönnuð röng leiðsögn.

Andstæðingurinn skilur mikilvægi sjálfsmyndar og vill ekki að við uppgötvum eða skiljum hver við erum í raun og veru. Við erum meira en það sem heimurinn vill telja okkur trú um. Kannski meira en við ímyndum okkur eða áttum okkur sjálf á.

Frelsarinn varði fjörutíu dögum og nóttum í Júdeueyðimörkinni, fastaði, átti samskipti við föður sinn og bjó sig undir formlegt jarðnesk verkefni sitt.2 Það var á þessum tíma sem andstæðingurinn freistaði hans, reyndi að fá hann til að seðja líkamlega matarlyst sína, sækjast eftir almennri viðurkenningu og taka á móti auðæfum heimsins, eða völdum meðal mannanna.3 En James E. Talmage benti þó á að sú freisting sem væri meiri og lævísari4 en þessar þrjár almennu freistingar, fælist í spurningunni: „Ef þú ert sonur Guðs.“ Andstæðingurinn vildi að Kristur efaðist um hver hann væri.

Sem betur fór reyndist hann sannur og staðfastur. Kristur vissi hver hann var. Þetta gæddi hans guðlega hlutverk krafti, styrk, tilgangi og leiðsögn. Við verðum vitni að hátign þessa þegar hann stendur í samkunduhúsinu í Nasaret, vitnar í spámanninn Jesaja og tilkynnir skýrum og ákveðnum orðum hina guðlegu sonarskyldu sína. 5

Orðin „þekktu sjálfan þig“ (eða „gnothi seauton“ á forngrísku) eru áletruð fyrir ofan forgarðinn við Apolló-hofið í Delfí. Sókrates, Platon, Emerson, Rousseau og ótal fleiri hafa í gegnum tíðina fjallað um þetta stutta orðtak, sem aðeins er tvö orð að lengd. Allir viðurkenna að það er kraftur í því að vita hver við erum.

Líkt og með frelsarann, þá getur það verið hegðunarhvetjandi og veitt styrk og leiðsögn í gegnum lífið að vita hver við erum. Það er af þeirri ástæðu að andstæðingurinn vill láta okkur efast um okkur sjálf. Efinn er honum öflugt tæki og böl um allan heim í dag. Hann vill ekki að við höfum styrk, kraft, frið og leiðsögn. Hann vill að þú og ég efumst um hæfileika okkar, ákvarðanir okkar, gildi okkar og sérstaklega sjálfsmynd okkar. Að auki getur nútíma lífsháttur stundum valdið yfirþyrmandi tilfinningum, einmanaleika, afskiptaleysi, ístöðuleysi og stundum að við séum ónóg sjálfum okkur.

Fyrsti sannleikurinn

En þegar við skiljum sannarlega að við erum barn Guðs, tökum við að sjá okkur sjálf eins og hann sér okkur. Við sjáum hið góða innra með okkur og raunverulega möguleika okkar. Með því að gera það, hegðum við okkar og hugsum öðruvísi. Við dæmum minna, fyrirgefum fúslega meira og við finnum að við eigum betur með að elska, þjóna, lyfta og hugga hvert annað. Megináherslan okkar breytist úr því að „hafa“ í það „að vera“ og tengjast öðrum. Öldungur Jeffrey R. Holland kenndi að fyrsti æðsti sannleikurinn í alheiminum væri að Guð elskar okkur. Hann elskar okkur af öllu hjarta, án fyrirvara eða málamiðlana. 6

Fyrsti sannleikurinn er máttugur. Guð elskar þig og þú ert barn hans. Þetta er hluti af eilífri sjálfsmynd þinni. Ekkert getur breytt því. Öldungur Uchtdorf kenndi: „Þið eruð synir og dætur æðstu og dýrðlegustu veru alheimsins. Hann elskar ykkur óendanlegri elsku.“ 7

Efist ekki um virði ykkar eða hvað himneskum föður finnst um ykkur í heimi sem er að drukkna í efasemdum. Reynið að sjá lengra ófullkomleika og sjálfsefa og viðurkennið hver þið eruð í raun og veru. 8

Einn tilgangur lífsins er að þekkja Guð og Jesú Krist. 9 En það er líka mikilvægt að „þekkja sjálfan sig“ og skilja guðlega sjálfsmynd sína.

Grundvallarkenning okkar er sú að við erum börn föður okkar á himnum. Þetta guðlega samband er mest um vert. Nýja testamentið er fullt af kenningum sem snúast um að endurheimta það sem er glatað og honum er dýrmætast. Forgangur föðurins og sonarins er skýr. Hann snýst um ykkur. Þið eruð verk hans og dýrð hans. Þið eruð uppspretta gleði hans. Friðþæging Jesú Krists er æðsta kærleikstjáning himnesks föður í ykkar þágu. 10

Fyrsti æðsti sannleikurinn er sá að Guð elskar þig. Þið eruð börn hans og skiptið hann máli. Um þetta vitna ég í nafni Jesú Krists, amen.


1 Erich Fromm (1976) To Have or to Be. Bandaríkin. Harper & Row

2 Matteus 4:1-11

3 David O. McKay, Conference Report, okt. 1911, bls. 59.

4James E. Talmage, Jesus the Christ, kafli 10: In the Wilderness of Judea, 1915

5 Lúkas 4:18-21

6 Öldungur Jeffrey R. Holland, Dýrmætasta eignin, aðalráðstefna, október 2021

7 Öldungur Dieter F. Uchtdorf, The Reflection in the Water, kvöldvaka Fræðsludeildar í Brigham Young háskóla, 1. nóvember 2009.

8 Öldungur Dieter F. Uchtdorf, The Reflection in the Water, kvöldvaka Fræðsludeildar í Brigham Young háskóla, 1. nóvember 2009.

9 Jóhannes 17:3

10 Jóhannes 3:16