Gefum eins og Kristur gaf: Jólaverkefnið Ljós fyrir heiminn, hefst á þjónustudegi

Þátttaka í Ljós fyrir heiminn

FRANKFURT - Meðlimum Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu og vinum þeirra um allan heim er boðið að taka þátt í „alþjóðlegum þjónustudegi kirkjunnar“ þann 1. desember, 2018, til að hefja jólaherferðina „Ljós fyrir heiminn“. Þessi herferð mun standa yfir til loka jóladags, 25. desember.

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu hefur staðið fyrir jólaherferðinni Ljós fyrir heiminn frá árinu 2016. Áhersla hverrar herferðar er Jesús Kristur, frelsari heimsins. Þema ársins 2018, „Ljós fyrir heiminn, gefum eins og Kristur gaf,“ er tengt boði Russels M. Nelson forseta, um að þjóna öllum umhverfis okkur á „nýjan og helgari hátt,“ að hætti frelsarans. Ólíkt fyrri herferðum, þar sem áherslan einskorðaðist við hvernig þjóna á, þá einskorðast áhersla herferðarinnar 2018 við hverjum við getum þjónað.

Frá og með 1. desember á þessu ári, er öllum boðið að vera ljós á mismunandi sviðum lífsins, er þeir vinna að því að líkja eftir Kristi, með því að leita þeirra sem þeir geta þjónað. Í hverri viku verður mismunandi þema: Vera ljós fyrir heiminn, vera ljós fyrir samfélagið, vera ljós fyrir fjölskyldu sína og vera ljós trúar.

Fjölmiðlar

Í hverri viku verða myndbönd og annað deilanlegt efni tiltækt á landssíðu ykkar, kirkjajesukrists.is, á LightTheWorld.org og á kirkjusíðum samfélagsmiðla ykkar staðar. Ásamt hinum vikulegu myndböndum, mun svæðisráð kirkjunnar í Evrópu birta þrjú myndbönd að auki, þar á meðal glænýtt jólamyndband þann 12. desember, þar sem vikuleg þema ársins verða kynnt. Prentefni verður einnig gert tiltækt til niðurhölunar, þar á meðal dagatal með hugmyndum um hvernig best er að útfæra þema hverrar viku. Allt efni verður tiltækt á 22 mismunandi tungumálum.

Gjafavélar

Þetta árið verða hinar vinsælu gjafavélar Lýsum heiminn líka tiltækar. Vélarnar, sem upprunalega voru kynntar í Bandaríkjunum árið 2016, gera fólki kleift að gefa samstundis í stað þess að þiggja. Með kreditkorti getur fólk til að mynda greitt fyrir sokka, augnskoðun, hreint vatn, lyf og matvæli. Eftir kaupin falla vörurnar sem keyptar voru ofan í botn á tunnu. Því sem greitt var fyrir verður síðan komið til góðgerðarfélaga, líkt og UNISEF, Water for People, Royal British Legion og WaterAid, ásamt fénu sem greitt var með. Þessar gjafavélar verða á fimm mismunandi stöðum um allan heim. Á þessu ári mun slík gjafavél í fyrsta sinn verða staðsett í Evrópu, í Hyde Park samkomuhúsinu og gestamiðstöðinni í London, Englandi.

Deilum

Þeim sem taka þátt í þessari herferð er boðið að deila reynslu sinni á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #LJÓSfyrirHEIMINN.