Gjafir Krists til okkar

Boðskapur svæðisleiðtoga

Vitringarnir
Öldungur K. Roy Tunnicliffe
Öldungur K. Roy Tunnicliffe Svæðishafi Sjötíu

Í barnaskólum og kirkjuathöfnum í desembermánuði eru börn klædd sloppum og handklæðum til að leika fæðingarsögu Jesú.  Sögunni lýkur að öllu jöfnu þegar vitringarnir finna barnið Jesú og færa því gjafirnar gull, reykelsi og myrru.

Hve áhugaverðar gjafir það voru!  Sumir trúa að þær hafi verið af hagnýtum toga, en þó er líklegra að þær hafi verið gefnar af táknrænum toga.

Þessar gjafir gefnar Jesú, voru ekki aðeins fyrirboði um líf hans sem átti að verða,[i] heldur líka yfirlýsing um þær gjafir sem frelsarinn gæfi okkur með þjónustu sinni og friðþægingu.

Gull er dæmigerð gjöf fyrir konunga,[ii] því það táknar konungsdóm og konungstign.[iii]

Gull minnir okkur líka á það hvernig Jesús Kristur hefur séð okkur fyrir leið til upphafningar.  Allir þeir sem fylgja Jesú Kristi sem sáttmálslærisveinar hans og standast allt til enda, munu meðtaka „kórónu réttlætisins.“[iv]  Þessir einlægu fylgjendur Krists eru „útvalin kynslóð, konunglegt prestafélag, heilög þjóð.“[v] Sökum Jesú Krists gætum við vissulega dag einn „[erft] hásæti, ríki, hátignir og völd, yfirráð, alla hæð og dýpt.“[vi]  Gull minnir okkur á veldissprota allra gjafa - upphafningu - sem okkur er aðeins gerð möguleg fyrir Jesú Krist, konung konunganna.[vii]

Reykelsi er unnið úr sætri trjákvoðu og var notað í helgiathöfnum prestdæmisins, í brennifórnum og sem olía við vígslu presta.[viii]  Reykelsi vísar til Jesú sem hins mikla æðsta prests,[ix] en auk þess minnir það okkur á að hann er líka Guðslambið[x] - hin „mikla og síðasta fórn....já, algjör og eilíf.“[xi]

Reykelsi minnir okkur á kærleiksgjöf frelsarans - kærleika sem var svo mikill að Jesús lagði líf sitt í sölurnar.  „Enginn á meiri kærleik en þann.….“[xii]

Í Nýja testamentinu er myrra yfirleitt notuð til smurningar og greftrunar, sökum varðveislugæða sinna.[xiii] Græðandi eiginleikar myrru geta táknað hlutverk Krists sem hins mikla græðara og notkun hennar við greftranir getur táknað hinn „beiska bikar“ sem hann drakk er hann þjáðist fyrir syndir okkar.[xiv]

Myrra getur líka minnt okkur á að Jesús Kristur hefur „rofið helsi dauðans.“[xv] Jesús gaf okkur gjöf upprisu.  Hann dó sjálfviljugur og tók líf sitt aftur, svo við gætum gert það líka.  Bein hinn dauðu, sem Esekíel sá, munu dag einn koma fram sem lifandi sálir.[xvi]

Sökum hins óeigingjarna og gæskuríka eðli Krists, ætti það ekki að undra okkur að þessar gjafir sem voru færðar Jesú sem ungbarni, hafi verið helgaðar okkur til góðs og gefnar okkur tilbaka og eru okkur táknræn áminning um þær dýrmætu gjafir sem frelsarinn gefur mönnum.

Í Kenningu og sáttmálum 88 er þessi leiðsögn til okkar:

„Því að hvað gagnar það manninum, ef gjöf er honum gefin og hann veitir gjöfinni ekki viðtöku? Sjá, hann gleðst ekki yfir því, sem honum er gefið, né heldur gleðst sá, sem gjöfina gefur.”[xvii]

Kannski er ein æðsta gjöf okkar til frelsarans á þessum jólum sú að muna eftir, gleðjast yfir og meðtaka sannlega gjafir hans til okkar.

Við gætum síðan leitast við að gera aðra meðvitaða um þessar gjafir.

Ég ber vitni um að Jesús Kristur er sonur Guðs, hinn mikli Immanúel og gjafari allra góðra gjafa.

 


[i] New Era, Thoughtful Gifts, Rebekah Atkin, desember 2011

[ii] 1 Kon 9:14, 28

[iii] New Era, Thoughtful Gifts, Rebekah Atkin, desember 2011

[iv] K&S 29:13 (skáletrað hér)

[v] 1 Pét 2:9 (skáletrað hér)

[vi] K&S 132:19 (skáletrað hér)

[vii] 1 Tím 6:15

[viii] New Era, Thoughtful Gifts, Rebekah Atkin, desember 2011

[ix] Hebr 4:14-15.

[x] 1 Ne 10:10

[xi] Alma 34:10-15

[xii] Jóh 15:13

[xiii] Jóh 19:39-40

[xiv] K&S 19:18-19

[xv] Mósía 15:8-9

[xvi] K&S 138:43

[xvii] K&S 88:33

Vitringar