Gleðin við að hjálpa öðrum

Angelica segir frá trúboði sínu

Angelica Ward, kölluð Angie, kom nýlega heim af trúboði sínu í Mesa, Arizona, sem er nágrannaborg Phoenix. Hún býr á Akureyri með fjölskyldu sinni og tilheyrir kirkjusöfnuðinum þar. Þegar hún var spurð, sagði hún að trúboð hafi verið lengi inn í myndinni:

“Mig hefur alltaf langað til að fara á trúboð, síðan ég var lítil. Mig langaði að gefa öðrum það sem mér var gefið, sem er fagnaðarerindi Jesú Krists.”

Systir Ward
Systir Ward

Angie man eftir að hafa fundið mikinn frið í kenningum Krists þegar hún var lítil, en mamma hennar gerðist meðlimur þegar Angie var ung stelpa. Hún vaknaði stundum hrædd á nóttunni og leitaði til móður sinnar sem var þá biðjandi til Guðs. Hún fylltist strax friði og ró því hún vissi að bæn væri góð.

Angie sagði að það hafi ekki alltaf verið auðvelt að vera trúboði:

“Mér fannst erfiðast að vera í burtu frá fjölskyldunni minni og mér fannst ég stundum vera að missa af svo miklu sem væri að gerast heima. Það sem hjálpaði mér að yfirstíga missinn var gleðin sem ég hlaut við að hjálpa öðrum.” Hún segir að það hafi gert það erfiðisins virði. 'Það besta við trúboðið var að sjá líf fólks breytast til hins betra.”

Trúboðasystur þjóna sem sjálfboðaliðar í 18 mánuði og fá aðeins að hringja í fjölskyldu sína einu sinni í viku til þess að einbeita sér algerlega að fólkinu sem þær eru með. Meginverkefni þeirra er að kenna öðrum um Jesú Krist og bjóða öðrum að iðka trú á hann, m.a. með því að biðja, lesa í Biblíunni og Mormónsbók, sem er annað vitni um Jesú Krist, og lifa eftir kenningum Hans.

“Ég veit að Jesús Kristur er frelsari okkar og út af því að Hann dó og reis upp á hinum þriðja degi munum við hljóta eilíft líf og vera saman með fjölskyldu okkar að eilífu. Þegar ég fylgi kenningum Krists læri ég að verða besta útgáfan af sjálfri mér.”

Fjölskylda Angelicu er hamingjusöm að fá hana aftur til Íslands, sérstaklega yngri systur hennar sem verja miklum tíma með henni. Hún gerir mikið fyrir söfnuð kirkjunnar á Akureyri, þar sem hún m.a. þýðir á milli íslensku og ensku fyrir kirkjugesti og kennir börnunum í sunnudagsskóla. Hún sækir núna háskóla á netinu og býr sig undir frekara nám í Bandaríkjunum.