Hættið einelti

  Er það satt? Er það vinsamlegt? Er það gagnlegt?

  Einelti getur gerst á samfélagsmiðlum.

  Þegar gengið er inn í grunnskólastofuna blasa við þrjár spurningar með stórum breiðum stöfum á vegg ofan við gluggana. Spurningarnar bjóða nemendum inn í jákvætt, sjálfbært félagslegt umhverfi. Er það satt?  Er það vinsamlegt? Er það gagnlegt?

  Með því að spyrja þessara beinskeyttu spurninga, undirstrikar þessi kennari  félagslegan staðal og býður nemendum að koma fram við hver annan á jákvæðan hátt. Þegar nemendur eru samstilltir þessu þríþætta samskiptaprófi, verður námið gagnlegra: Er það satt? Er það vinsamlegt? Er það gagnlegt?

  Þessi lífsmótandi nálgun, sem rækt er lögð við í kennslustofunni, er sjálfbær staðall og fyrirmynd að góðu fjölskyldulífi, samskiptum á vinnustað og á samfélagsmiðlum. Málfar okkar getur hvort heldur verið upplyftandi og hvetjandi eða særandi og misbjóðandi.

  Samskipti sem ekki standast þetta einfalda próf geta átt sér stað á öllum tungumálum og á vinsælum samfélagslegum vettvangi tækninnar. Í öllum aðstæðum verður misheppnað samskiptamynstur spillt og móðgandi. Misbjóðandi myndir, tungumál, látbragð, hugmyndir, brandarar, sögur og slúður sem sent er á textaformi, með netpósti, á vefsíðum og í símaforritum eru dæmi um siðspillt, óvirðuleg mannleg samskipti.

  „Einelti er lýðheilsumál og þess vegna verður að taka á því strax með forvörnum, íhlutun og meðferð. Sem foreldrar, kennarar og samfélagið allt, deilum við þeirri sameiginlegu ábyrgð að hlusta á börnin okkar og vernda þau með því að veita upplýsingar, vekja meðvitund og efla alla viðkomandi gerendur með viðeigandi úrræðum og þekkingu,“ sagði Costas Yannopoulos, forseti European Antibullying Network [Hins evrópska netkerfis gegn einelti].[1]

  Aðalræðumaður fimmtu alþjóðaráðstefnu evrópska netkerfisins gegn einelti, Peter Smith, emeritus prófessor í sálfræði við háskólann í London og heiðursfélagi EAN, sagði frá samræmi kynjanna varðandi gerenda eineltis og fórnarlamba. Megin niðurstaða prófessors Smith er sú að eineltisfyrirbæri hafa jöfn áhrif á bæði drengi og stúlkur.[2]

  Matt Watson, meðferðaraðili hjá Fjölskylduþjónustu Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, segir að atferli geti flokkast sem einelti „þegar um er að ræða ótta og hótanir eða þegar einhver segir ,hættu,‘ en atferlið heldur áfram. Tilfinningar fórnarlambsins eru algjörlega virtar að vettugi.“[3]

  Við verðum að hætta siðspilltum samskiptum til að forðast ljótar afleiðingar. Öldungur Dieter F. Uchtdorf, í Tólfpostulasveitinni í Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu, segir í áhrifamiklu 10 mínútna myndbandi frá skálduðum einstaklingum sem ná stjórn á viðeigandi óæskilegum afleiðingum og hjartabreytingu eins ungs manns.[4]  Öldungur Dieter F. Uchtdorf ráðleggur okkur, að sé illvilji, slúður, hunsun, athlægi, óvild eða langrækni til staðar – hættið því!

  „Eruð þið langrækin við einhvern? Slúðrið þið, jafnvel þótt það sé satt sem þið segið? Útilokið þið aðra, ýtið þeim frá ykkur eða refsið þeim sökum einhvers sem þeir hafa gert?  Berið þið leynda öfund til annarra? Langar ykkur til að skaða einhvern? Ef þið svarið einhverju þessu játandi, gætuð þið viljað tileinka ykkur hina tveggja orða prédikun hér áður. Hættið því! Það er nóg af sorg og særindum í þessu lífi, án þess að við bætum þar við með eigin þrjósku, biturleika og gremju.“

  Öldungur Uchtdorf segir ennfremur: „Verum vinsamleg. Fyrirgefum. Tölum friðsamlega saman. Gerum öllum mönnum gott. Sjáum aðra eins og himneskur faðir sér okkur, sem breiska og ófullkomna menn, er búa yfir meiri möguleikum og eru dýrmætari en við fáum ímyndað okkur. Þar sem Guð elskar okkur svo heitt, þá verðum við líka að elska og fyrirgefa. Minnist þess að þegar uppi er staðið þá er það sá sem sýnir miskunn sem hlýtur miskunn.“

  Samskipti okkar við aðra skipta mestu máli í kennslustofu lífsins. Minnist þess að prófa samskipti ykkar með þessum þremur spurningum.

  Er það satt?

  Er það vinsamlegt?

  Er það gagnlegt?


  [1] Fimmta alþjóðlega ráðstefna European Antibullying Network, vefsíða, fréttir og fréttatilkynningar European Antibullying Network

  [2] SAMA

  [3] „How to Beat Bullying,“ Rebecca M. Taylor, Kirkjutímaritunum

  [4] Gospel Media, Bullying-Stop it, Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu

  Alvöru tengsl
  Alvöru tengsl - Bros í hinum raunverulega heimi er það sem telur