Haldið upp á evrópskan tungumáladag: Trúboðar Síðari daga heilagra hjálpa við að koma á einingu í heimi fjölbreytileika

Um alla Evrópu eru ungar konur og ungir karlar að tala tungumál sem þau höfðu aldrei ímyndað sér að þau myndu eða gætu lært

Um alla Evrópu eru ungar konur og ungir karlar að tala tungumál sem þau höfðu aldrei ímyndað sér að þau myndu eða gætu lært. Trúboðar Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu koma til Evrópu hvaðanæva að úr heimi og helga sig algjörlega þeim löndunum og samfélögum sem þeim er falið að þjóna. Í þeirri viðleitni þróast með þeim ástríða á menningu og elska til fólks.

Isaac Turner er gott dæmi um varanleg áhrif þess að læra ný tungumál, til að þjóna fólki sem hefur annan bakgrunn og reynslu en hann sjálfur. Ísak kom nýlega heim til fjölskyldu sinnar í Chorley í Englandi, eftir að hafa þjónað í trúboði í tuttugu og fimm mánuði í Grikklandi.  Meðan hann var þar, lærði hann að tala grísku, albönsku, makedónsku og nota grískt táknmál. 

img1

Isaac segir: „Stærsta hvatningin til að læra nýtt tungumál var elska mín til fólksins.  Ég elskaði fólkið og menninguna svo mikið og mig langaði að eignast vini og kynnast þeim.  Auðvitað var tungumálanám stór hluti þess sem ég þurfti að einbeita mér að, ef ég vildi læra meira um menninguna og í raun kynnast fólkinu umhverfis.  Fólkið sem við unnum með var hissa og hreifst af því að við lögðum svo hart að okkur við að læra tungumál þess.“

Að sögn Ísaks, er hluti af langvarandi ávinningi þess að læra tungumál, að geta viðhaldið samböndunum sem hann kom á í Grikklandi, Albaníu og Makedóníu og að meta skemmtileg menningarleg blæbrigði tungumálsins.  Í Grikklandi segir fólk t.d.: „Það rignir stólfótum“ í stað „það rignir köttum og hundum,“ sem almennt er notað í Bretlandi.

Systir Edina Spisák er frá Ungverjalandi og hefur þjónað ungverska/rúmenska trúboðinu í sex mánuði. Ungverska er hennar móðurmál og hefur hún lært ensku í mörg ár.

Þegar Spisák var barn, var mælst til þess að hún færi ekki í almennan skóla vegna námsörðugleika hennar.  Síðar var hún greind með lesblindu og hefur lagt hart að sér, ekki aðeins við að ná tökum á móðurmáli sínu, heldur líka við að læra ensku.  Í trúboði sínu hafa komið upp þær aðstæður að hún þarf að tala ensku við trúboðsfélaga sína og fjölskyldurnar sem þær kenna. Hún kennir líka ensku sem annað tungumál.

img2

Hún er orðin góð í því að bera kennsl á styrkleika sem gera henni mögulegt að bæta að nokkru leyti upp námsörðugleika sína.  Spisák er sérstaklega góð í málfræðireglum. Hún segir: „Tungumálanám er eins og að læra stærðfræði. Ég elska að finna mynstur og reglur í málfærði til að leysa vanda. Í ungversku eru þrjár tíðir, en tólf á ensku.“

Systir Spisák hefur á virkan hátt leitað tækifæra til að nota  tungumálakunnáttu sína, sem hún öðlaðist með mikilli vinnu, til að þjóna öðrum, með því að þýða á samkomum fyrir þá sem ekki hafa ungversku að móðurmáli og áður en hún fór í trúboð þjónaði hún í samfélögum fólks með fötlun fyrir milligöngu Hjálparstofnunar Síðari daga heilagra.

Öldungur Samuel Jaccod er frá Sassari á Ítalíu, sem er á eyjunni Sardiníu.  Móðurmál hans er ítalska og hann lærir ensku og þjónar í trúboði sínu í Birmingham í Englandi.  „Að geta talað ensku og skipt á milli ensku og ítölsku, fyllir hjarta mitt hamingju og þakklæti.  Það gleður líka Englendinga að heyra einhvern reyna að tala tungumál þeirra með svo sterkum ítölskum hreim.  Þeir kunna að meta það að ég reyni að tala tungumál þeirra og að skilja heiminn í gegnum móðurmál þeirra.“

img3

Hver þessara trúboða á það sameiginlegt að vera finna til þakklætis fyrir tungutalsgjöf sína og bjartsýni varðandi framtíðina.  Þeir hafa þróað með sér samúð og þakklæti fyrir fólk frá ólíkum menningarheimum og munu geta nýtt þá eiginleika og hina nýju tungumálakunnáttu sína til að sameina fólk og vinna meðvitað gegn átökum og menningarlegri skiptingu í heiminum.