SALT LAKE CITY, UTAH

Haldnir verða RootsTech 2023 viðburðir á netinu og í eigin persónu

„Við erum stöðugt að leita nýrra hugmynda til hjálpar við að ná lengra utan starfsiðnaðarins og skapa grípandi og fræðandi reynslu fyrir RootsTech þátttakendur.“

RootsTech 2023

RootsTech, stærsta ættarsögusamkoma heims, snýr aftur árið 2023 með viðburði í eigin persónu í Salt Lake City, sem viðbót við hina umfangsmiklu netráðstefnu. Merkið við 2.–4. mars á 2023 dagatali ykkar til að sameinast milljónum þátttakendum á netinu eða í eigin persónu, þar sem verða hvetjandi hátíðarávörp, fræðandi námskeið, nýstárleg tækni og umfram allt, möguleiki til að tengja fólk eigin skyldmennum – í fortíð, nútíð, og framtíð.

FamilySearch er spennt að halda áfram þeirri arfleifð að hýsa RootsTech í þeirri viðleitni að sameina fjölskyldur. Viðburðurinn 2023 markar 13. ár þessarar alþjóðlegu samkomu. Árið 2022 tóku yfir 3 milljónir manna þátt á netinu. Frá upphafi hefur nýbreytni verið að leiðarljósi fyrir RootsTech. Á hverju ári aðlaga skipuleggjendur viðburðarins efnið, svo það höfði til fólks um allan heim. Viðburðurinn 2023 verður ekkert öðruvísi.

 „Okkur innst við þurfa að halda áfram að læra og þróast,“ sagði Jen Allen, viðburðarstjóri RootsTech. „Við erum stöðugt að leita nýrra hugmynda til hjálpar við að ná lengra utan starfsiðnaðarins og skapa grípandi og fræðandi reynslu fyrir RootsTech þátttakendur.“

Viðburðurinn 2023 mun prýða fyrirlesara frá öllum heimshornum sem fjalla um fjölda ættfræðitengdra viðfangsefna. Það eru enn margar tilkynningar um RootsTech 2023 sem eiga eftir að koma, en Allen sagði að sýndarupplifunin á netinu verði áfram gjaldfrjáls og opin öllum um allan heim. Viðburðurinn í eigin persónu mun fela í sér kostnað (ákveðinn síðar) í tengslum við skráningu og þar verða námsbekkir með fleiri möguleikum, eins og spurningum og svörum í beinni útsendingu eða ítarlegar vinnustofur og dæmisögur. Að auki mun viðburðurinn í eigin persónu hafa einstaka tengingarupplifun og að sjálfsögðu hinn áhrifaríka sýningarsal, sem var í uppáhaldi hjá fyrri RootsTech þátttakendum.

Allen sagði þátttakendur njóta ómetanlegrar reynslu af því að uppgötva ættartengsl, sama hvort þeir mæti á netinu eða í eigin persónu. „Við erum spennt að halda áfram að þjóna þeim milljónum manna sem mæta nánast á hverju ári á netinu og hlökkum til að taka á móti þeim sem munu mæta í eigin persónu í Salt Lake City.“

Til frekari upplýsingar eða til að skrá sig fyrir uppfærslum, farið þá á RootsTech.org. Finnið og miðlið þessari fréttagrein á netinu í FamilySearch Newsroom.

UM ROOTSTECH

RootsTech býður milljónum manna um allan heim að fagna fjölskyldunni á stærstu ættarsöguráðstefnu heims og áralöngum námsvettvangi. Með þúsundum námskeiða, hvetjandi fyrirlesurum, þroskandi athöfnum og gleðilegum tengslum, sameinar RootsTech fjölskyldu mannkyns sem og enginn annar viðburður. Lærið meira á RootsTech.org.

UM FAMILYSEARCH

FamilySearch International er stærsta ættfræðistofnun í heimi. FamilySearch eru sjálfboðaliðasamtök sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, fjármögnuð af Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Milljónir manna nýta sér heimildasafn og þjónustu FamilySearch til að læra meira um eigin ættarsögu. Til hjálpar á þessu sviði, hafa FamilySearch og forverar þess með virkum hætti safnað, varðveitt og miðlað ættfræðiheimildum í yfir 100 ár. Gestir geta fengið aðgang að þjónustu og heimildum á FamilySearch.org endurgjaldslaust eða í yfir 5.000 ættfræðisöfnum í 129 löndum, ásamt megin ættfræðisafninu í Salt Lake City, Utah.