Endursýning

Heimslæg trúarsamkoma fyrir ungt fullorðið fólk með öldungi og systur Holland

Salt Lake City, Utah

Þann 8. janúar 2023 getið þið tekið þátt með öðru ungu fullorðnu fólki á aldrinum 18-30 ára, giftu eða einhleypu, í heimslægri trúarsamkomu með öldungi Jeffrey R. Holland í Tólfpostulasveitinni og eiginkonu hans, systur Patriciu T. Holland. Þau munu tala frá M. Anthony Burns Arena á háskólasvæði Utah Tech University í St. George, Utah, Bandaríkjunum, frammi fyrir áheyrendum úr hópi ungs fullorðins fólks.

Öldungur Jeffrey R. Holland og systir Patricia T. Holland.
Öldungur Jeffrey R. Holland og systir Patricia T. Holland.

Ráðgerið núna að bjóða öðrum og koma saman með vinum ykkar til að hlýða á innblásinn boðskap frá einum hinna lifandi postula Drottins sem aðeins er fyrir ykkur. Í Norður- eða Suður-Ameríku skuluð þið fylgjast með svæðisbundnum viðburði, til að horfa á beina útsendingu sunnudaginn 8. janúar 2023, klukkan 18:00, Mountain Standard Time. Á öllum öðrum stöðum skuluð þið fylgjast með tækifærum til að horfa á endurútsendinguna með öðrum síðdegis og að kvöldi sunnudags 15. janúar.

Þið getið líka horft á útsendinguna í gegnum gervihnattakerfi kirkjunnar, á broadcasts.ChurchofJesusChrist.org (tiltækt í tvær vikur) eða á YouTube (í beinu streymi og streymi eftir þörfum).

Fyrir upplýsingar um útsendingu, þar með talið streymi, tiltæk tungumál og lokaðar textarásir fyrir heyrnarskerta, sjá þá útsendingardagskrá, sem verður tiltæk nokkrum vikum fyrir viðburðinn.

Tveimur vikum eftir útsendingu, getið þið fundið myndbönd, texta og hljóðskrár af trúarsamkomunni, sem tiltæk er á 41 tungumáli í Gospel Library undir „Adults/Young Adults.“