
Trúarsamkoman mun heiðra tilgang og stofnun Líknarfélagsins, sem átti sér stað 17. mars 1842. Öllum meðlimum Líknarfélagsins og stúlkum sem verða 18 ára á árinu 2024 er boðið að taka þátt. Í kjölfar hins trúarlega boðskapar, munu Líknarfélög fá tækifæri til að hafa vitnisburðarsamkomu á hverjum stað, þar sem systur geta miðlað trú sinni á Jesú Krist.
Líknarfélög stiku eða deildar eru hvött til að koma saman á trúar- og vitnisburðarsamkomu að kvöldi sunnudags, 17. mars. Þar sem hömlur koma í veg fyrir samkomur á þessum tíma, gætu Líknarfélög viljað koma saman í eigin persónu á öðrum tíma. Leiðtogar eru hvattir til að streyma trúar- og vitnisburðarsamkomunni til þeirra sem geta ekki mætt í eigin persónu.
Stiku- eða deildarráð eru hvött til að ræða saman um eftirfarandi:
- Hvernig kirkjumeðlimir geta aðstoðað við barnapössun meðan á viðburðinum stendur svo allar Líknarfélagssystur geti tekið þátt.
- Fundartíma fyrir trúarsamkomuna sem best mætir þörfum systranna á hverju svæði.
- Dagskrá fundarins (sjá eftirfarandi dæmi):
- Inngangsbæn
- Útsending sem tekin er upp fyrirfram (35 mínútur): Boðskapur frá Nelson forseta og aðalforsætisráði Líknarfélagsins
- Miðlun vitnisburða: tímalengd ákveðin af stiku eða deild.
- Lokasálmur
- Lokabæn
- Aðrar tillögur:
- Hvetja Líknarfélagssystur til þess að skrá niður hughrif sem þær gætu upplifað á trúarsamkomunni.
- Bjóða systrum að tengjast heimslægt á samfélagsmiðlum um viðburðinn með því að nota myllumerkið #JesusChristIsRelief.
- Biðja forsætisráð Líknarfélagsins á staðnum að vinna að viðburðinum.
Líknarfélagssystur geta tengst heimslægt um viðburðinn með því að nota myllumerkið #JesusChristIsRelief.

Horfa á útsendinguna
Horfið á trúarsamkomuna á Gospel Library, Media Library, YouTube og gegnum þennan hlekk broadcast link.
Útsendingin verður á eftirfarandi tungumálum:
Ensku, frönsku, þýsku, ítölsku, portúgölsku og spænsku. Boðið verður upp á fleiri tungumál á komandi vikum eftir útsendinguna.