Heimsleiðtogar Síðari daga heilagra styðja aðgerðir til lækningar þeim sem eru andlega þjakaðir vegna trúarbragða

Öldungur Jeffrey R. Holland og systir Sharon Eubank stjórnuðu Windsor leiðtogafundinum rafrænt

Andleg og tilfinningaleg heilsa milljóna í flóttamannabúðum og sá stuðningur sem fólkið þar þarfnast til að geta tjáð trú sína, var miðpunktur AMAR Windsor samskiptaráðstefnunnar 2021, sem haldin var 21.-23. júní í hinu sögulega Cumberland Lodge, Windsor, Englandi.

Öldungur Jeffrey R. Holland, postuli í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, ávarpar ráðstefnuna í gegnum Zoom.
Öldungur Jeffrey R. Holland, postuli í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, ávarpar ráðstefnuna í gegnum Zoom.

Öldungur Jeffrey R. Holland, postuli í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, og Systir Sharon Eubank, forseti Hjálparstofnunar Síðari daga heilagra, tóku þátt í þessum heimslæga viðburði með hjálp Zoom. Emma Nicholson barónsfrú, stjórnarformaður AMAR-stofnunarinnar, var gestgjafi ráðstefnunnar og Dr. Alastair Redfern, biskup í Biskupakirkjunni, stjórnaði henni. Á leiðtogafundinum komu trúarleiðtogar, fræðimenn og fulltrúar ríkisstjórna saman til að fjalla um áhrif trúarofsókna um allan heim.

Öldungur Holland lagði áherslu á að „ekki væri nóg að henda peningum í“ mannúðarkreppuna, þar sem 90 milljónir flóttamanna hafa hrakist frá heimili sínu. „Við þurfum jafnframt að sjá til þess að annað mun áhrifaríkara og óáþreifanlegra sé fyrir hendi. Það er einmitt sú trú sem tilheyrir sjálfsvitund þeirra.

Verum viss um að þeim sé séð fyrir því tækifæri að þau fái haldið von sinni, tjáningu, elsku til Guðs eða sambandi sínu við Guð, á hvern þann hátt sem samræmist trú þeirra.“

Öldungur Holland lagði áherslu á mikilvægt hlutverk tónlistar í trúarathöfnum og að hún efldi einstaklingsbundna sjálfsvirðingu meðal flóttafólks og þeirra sem eru á vergangi. „Við þurfum að veita fólki þau tengsl sem sameinar það og vekur því sjálfsvitund og tónlist verður eitt þeirra og tónlist hefur sinnt því hlutverki fyrir okkur. Þau eru bundin saman á þennan ótrúlega hátt.“

Nicholson barónsfrú frá Winterbourne, stofnandi og stjórnarformaður AMAR-stofnunarinnar, á AMAR Windsor samskiptaráðstefnunni 2021
Nicholson barónsfrú frá Winterbourne, stofnandi og stjórnarformaður AMAR-stofnunarinnar, á AMAR Windsor samskiptaráðstefnunni 2021

Windsor ráðstefnan beindi sérstakri athygli að baráttu hins þjakaða Yazidi-trúarminnihluta Norður-Íraks. Nicholson barónsfrú lýsti því hvernig hryðjuverkahópar hafi haft menningarleg tjáningarform að skotmarki: „Tónlist er grundvallaratriði í trúariðkun fólks og Yazidi-fólkið gat ekki flutt tónlist í búðunum, því ISIS skaut á prestana.“

Prófessor Michael Bochmann, prófessor í fiðluleik og kammertónlist við Trinity Laban Conservatoire of Music and Dance, sagði frá því hvernig AMAR og samstarfsaðilar höfðu stutt við menningarlegar og tónlistarlegar þarfir Yazidi-fólksins, þar á meðal með upptöku og kynningu á Yazidi-tónlist og sönghópa. Hann kom á framfæri þakklæti til Hjálparstofnunar Síðari daga heilagra fyrir stuðning þeirra við AMAR og sagði að samstarf sitt við systur Sharon Eubank og Nicholson barónsfrú væri „meðal hápunkta lífs míns. Við höfum fært Yazidi-fólkinu sem býr í búðunum gleði, við stofnuðum kór og höfum varðveitt trúartónlist þess.“

Þar sem flóttafólk býr að meðaltali 11 ár í flóttamannabúðum, er brýnt að huga að andlegu og tilfinningalegu heilbrigði fólks á vergangi. Systir Sharon Eubank sagði: „Fjölmörg þeirra horfðu upp á fjölskyldur sínar drepnar eða urðu fyrir viðurstyggilegu kynferðisofbeldi eða mörgum öðrum afar erfiðum upplifunum. Slíkt áfall er eins og tímasprengja, er undir yfirborðinu og bíður eftir að springa. Það verður að hleypa því varlega út í öruggu umhverfi og meðhöndla af mikilli færni, annars festist einstaklingurinn varanlega í þeirri sjálfheldu.“

Systir Sharon Eubank, forseti Hjálparstofnunar Síðari daga heilagra, tók þátt með Zoom í hinni heimslægu ráðstefnu í Windsor
Systir Sharon Eubank, forseti Hjálparstofnunar Síðari daga heilagra, tók þátt með Zoom í hinni heimslægu ráðstefnu í Windsor

Systir Eubank vitnaði í rannsóknir sem framkvæmdar voru af Center for Mind Body Medicine í búðum í Jórdaníu og sagði að 32 prósent fullorðinna meðal sýrlensks flóttafólks segðist finna til slíks vonleysis að það vildi ekki lifa lengur. „Vandamálið er svo stórt og aðkallandi að enginn getur leyst það,“ sagði hún. „Það krefst bandalags, þar sem allir hafa sértækt hlutverk.“ Hjálparstofnun Síðari daga heilagra hefur ásamt samstarfsaðilum lært mikilvægar lexíur frá öðrum heimshlutum, þar sem þörfin er einnig aðkallandi.  Systir Eubank lagði til „þrjú nauðsynleg ráð“ byggð á þeirri reynslu. „Fyrsta: Viðurkenna að sálrænn bati sé áhrifaríkt lyf og nauðsynlegt í þjónustu. Annað: Bjóða upp á tilfinningalega og sálræna grundvallarumönnun, byggða á fordæmi annarra sem náð hafa bata og hvernig þeir fundu lausn. Þriðja: Tengja milli tilfinningalegrar og sálrænnar umönnunar með yfirgripsmikilli og stefnufastri áætlun.“

Boyce Fitzgerald, sem hefur umsjón með mannúðarstarfi Síðari daga heilagra í Mið-Austurlöndum og norðursvæði Afríku, fjallaði um hagnýt viðbrögð við þörfum einstaklinga og um samstarf við heimafólk. Aukin áhersla er lögð á að hjálpa fjölskyldum að viðhalda lífsafkomu sinni með menntun og sjálfsbjörg.

Öldungur Gary B. Sabin, forseti Evrópusvæðis Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, ávarpaði Windsor ráðstefnuna
Öldungur Gary B. Sabin, forseti Evrópusvæðis Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, ávarpaði Windsor ráðstefnuna

Aðrir þátttakendur í ráðstefnunni voru m.a. Öldungur Gary B. Sabin svæðisforseti Evrópusvæðis Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu; prófessor W. Cole Durham, forseti fjöltrúarlegs vettvangs G20-ríkjanna; prófessor BrettG. Scharffs, forstöðumaður, International Center for Law and Religion Studies, Brigham Young University [Alþjóðleg miðstöð fyrir lögfræði- og trúarrannsóknir, Brigham Young-háskóli]; og Dr. David M. Kirkham, eldri félagi, BYU Law School [Lögfræðiháskóli BYU].    

Á tíma þar sem ofsóknir þvinga milljónir manna til að flytjast búferlum, vitnaði öldungur Sabin í eigin reynslu Síðari daga heilagra um trúarlega áþján á fyrri tímum og vakti athygli á grundvallarkenningunni um trúfrelsi. „Það er ábyrgð alls trúaðs og samviskusams fólks að hafa skilning á og berjast fyrir þessu undirstöðuatriði mannlegs frelsis, fyrir sjálft sig og allt samferðarfólk sitt,“ sagði hann. „Hvað okkur varðar, þá vofir lexía fortíðarinnar yfir; það er augljóst að ekki ætti að ganga að trúfrelsi sem gefnu.“