Boðskapur svæðisleiðtoga

Heyr þá bæn þeirra í himninum

„Bygging þessara mustera kann ekki að breyta lífi ykkar, en tíminn sem þið verjið þar mun vissulega gera það.“

Heyr þá bæn þeirra í himninum
Öldungur Emanuel Petrignani, Ítalíu
Öldungur Emanuel Petrignani, Ítalíu Svæðishafi Sjötíu

Ein af dýrmætustu gjöfunum sem foreldrar minir gáfu mér í barnæsku minni var elska þeirra til musterisins. Þrá þeirra til að tilbiðja í húsi Drottins var stöðug og aldrei tvístígandi, þrátt fyrir miklar fjarlægðir og mikinn ferðakostnað til að ferðast til nálægasta musterisins.

Í lok níunda áratugsins, á meðan verið var að endurnýja Bern-musterið Sviss, ferðaðist fjölskylda okkar til Frankfurt í Þýskalandi. Ég man enn daginn sem við komum til musterisins. Ég var einungis níu ára gamall og þótt ég og bróðir minn höfðum oft farið með foreldrum okkar til musterisins, þá var þessi upplifun öðruvísi. Þegar við gengum inn í móttöku gistiheimilisins, fann ég fyrir gleði og að ég tilheyrði, sem ég hafði aldrei upplifað áður. Ég minnist þess að sitja þarna með áður óþekkta tilfinningu, yfirkominn af umfaðmandi kærleika. Ég man að móðir mín útskýrði að andi Drottins veitti mér þessar tilfinningar og væri að vitna fyrir mér að ég væri í hans heilaga húsi. Þótt ég hefði ekki fyllilega skilið þetta á þeirri stundu, þá var það skýrt í mínum huga að það sem ég væri að upplifa væri persónuleg gjöf frá Drottni.

Solomon Temple

Á 10 öld f.Kr., eftir margar kynslóðir, höfðu Ísraelsmenn loks byggt musteri fyrir Drottinn. Konungabókin inniheldur vígslubænina sem Salómon konungur flutti. Konungurinn hafði safnað fólkinu saman til að hafa vígsluathöfn og fögnuð fyrir Drottinn. Eftir að hafa sett sáttmálsörkina í „hið allra helgasta“ (1), fyllti ský musterið og „dýrð Drottins fyllti musteri Drottins“ (2). Á sama hátt og með feður þeirra sem ferðuðust í eyðimörkinni, var Drottinn að veita fólki sínu skýra staðfestingu á nærveru sinni í musterinu (3). Drottinn gerði engan greinarmun á milli færanlegri tjaldbúðar úr vefnaði og dýrmætri gerðri úr steini. Hann meðtók þær báðar þar sem þær táknuðu þá bestu fórn sem fólkið gat veitt á þeim tíma.

Zollikofen Temple

Sem hluta af vígslubæninni, bað Salómon konungur nokkru sinnum „Gefðu gaum að ákalli þjóns þíns“ (4) og bað þess að hann myndi heyra í fólki hans er það iðraðist og snéri sér til húss hans. Þegar Salómon biður, veit hann að musterið blessar ekki einungis fólkið og þjóðirnar, heldur sérstaklega einstaklinga og fjölskyldur og því bætir hann við „ heyr þá hvert ákall og hverja bæn hvers og eins…[sem] þekkir kvöl hjarta síns. Þess vegna ljúka þeir upp lófum sínum í átt til þessa húss. Þá heyr þú það á himnum, aðseturstað þínum, og fyrirgef og lát til þín taka og gef sérhverjum eins og hann hefir til unnið og svo sem þú þekkir hjarta hans“ (5).

Frankfurt Temple

Í gegnum árin hefur sú persónulega gleði og kærleikur sem ég upplifði í Frankfurt þennan dag, vaxið og orðið að þekkingu og auknum skilningi á föður okkar á himnum og veitt mér þær blessanir að upplifa elsku hans og sérsniðin ráð hans. Í musterinu hef ég komist að því að Drottinn þekkir „kvöl hjarta“ míns og heyrir í mér þegar ég sný mér til musterisins í trú. Annað sem ég hef lært, er að það krefst fórnar, trúar og þrár að vinna að persónulegut sambandi við Krist í musterinu og þekkingu á honum. Í orðum öldungs Bednar: „Það er munur á milli þeirra kirkjuþegna sem sækja kirkjusamkomur og borga tíund sem öðru hverju rjúka í musterið til þess að fara í setu og þeirra kirkjuþegna sem trúfastlega og stöðugt tilbiðja í musterinu.“ (6)

Nelson forseti sagði líka: „Bygging þessara mustera kann ekki að breyta lífi ykkar, en tíminn sem þið verjið þar mun vissulega gera það.“ (7) Megum við öll uppgötva gleði þess að tilbiðja í hans heilaga húsi, þar sem Guð þekkir „kvöl hjarta“ okkar (5) og mun gefa gaum að ákalli okkar (4).


1. 1. Konungabók 8:6.
2. 1. Konungabók 8:10–11.
3. 2. Mósebók 33:7–11
4. 1. Konungabók 8:28–30.
5. 1. Konungabók 8:38–40.
6. Heiðarlega halda nafni og stöðu, aðalráðstefna, apríl 2009
7. Verum fyrirmyndar Síðari daga heilagir, aðalráðstefna, október 2018