Hið smáa og einfalda – Mannúðarstarf í Rúmeníu

„Eitt af lykilatriðum þess að komast fyrir fátækt barna er að takast á við fátækt á heimilinu, þar sem hún er oft upprunnin.  Það verður að vera forgangsatriði að bjóða upp á hágæða félagslega þjónustu.“  Aðalritari SÞ – Hr. António Guterres.

„Þegar farsóttin hófst í Búkarest, Rúmeníu, var starf hjálparsamtakanna Hjálparhanda – Asociatia Maini Intiense, skyndilega rifið úr farvegi yfirlýsts málstaðar þeirra.  Án varnargríma gátu starfsmenn samtakanna ekki nálgast nauðsynlegar birgðir.  Við gátum séð þeim fyrir varnargrímum. Til viðbótar var borið kennsl á 30 fjölskyldur sem voru í brýnni þörf fyrir grunn matarforða og nauðsynjar.

Pakka mat fyrir matvælaaðstoð
Pakka mat fyrir matvælaaðstoð

„Við höfum verið í samstarfi við Hjálparhendur undanfarin ár til að styðja við mannúðarstarf þeirra í tengslum við leiktæki á leiksvæðum, viðhald á byggingum og nú með neyðargrímur sem forvarnir fyrir Kóvíd og matarbirgðir. Þessi samtök beina úrræðum sínum að menntunarstuðningi fyrir 120 börn sem standa illa félagslega og eiga við fötlun að stríða. Þessi samtök veita einnig foreldrum þessara barna ráðgjöf. 

„Adrian Popa, framkvæmdastjóri Hjálparhanda, hefur verið auðmjúkur talsmaður fyrir mannúðarstarf.  Hann hefur hlotið stuðning frá ráðuneytum á svæðinu og sér fyrir sér að stækka aðstöðuna til að geta þjónað fleiri börnum og fjölskyldum í neyð,“ útskýrði öldungur Mark Falslev hjá Hjálparstofnun Síðari daga heilagra.

„Þið þurfið að gera ykkur grein fyrir því að við hófum mánuðinn á bæn og báðum Guð að hjálpa okkur að finna 30 fjölskyldur í neyð vegna Kóvid.  Næsta dag hringdi öldungur Mark Falslev í mig og bauð fram matvæli fyrir fjölskyldur.  Ég vegsama Guð fyrir að svara bænum okkar. Við erum blessuð til að hjálpa öðrum. 

Amma og ömmubarn matvælaaðstoð
Amma og ömmubarn matvælaaðstoð

„Við erum öll börn okkar Guðs .  Hver sem kynþáttur, trú, félagsleg eða fjárhagsleg staða einstaklings er, þá er Guð meðvitaður um framlag okkar og elskar okkur öll. Með alla þá ringulreið og áhyggjur sem má finna í heiminum, þá getur mannúðarstarf fyrir einstaklinginn breytt heilmiklu fyrir samfélagið“, sagði Adrian Popa, framkvæmdarstjóri Hjálparhanda.

„Við erum þakklát fyrir það tækifæri að vinna með þessum stórkostlega fólki í Rúmeníu og sjá hönd Drottins að verki fyrir okkur öll í baráttu okkar.  Hið smáa og einfalda getur breytt miklu í lífsbaráttunni,“ hélt öldungur Falslev áfram.

Hjálparstofnun Síðari daga heilagra, mannúðarsamtök Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, hefur unnið í samstarfi með Adrian Popa í mörgum verkefnum undanfarin ár, þar á meðal í vatnshreinsunarátaki í Posta, Tulcea fenjunum og Valea Teillor

Undirbúningur prófskírteina
Undirbúningur prófskírteina