Frankfurt am Main, Þýskaland

Hin fámenna ítalska hjörð og timburkapellan

Önnur grein ritraðarinnar „Áfangar og kraftaverk: Arfleifð Síðari daga heilagra í Evrópu“

Eftirfarandi grein er önnur af sex sögum í greinarröð sem ber titilinn, Áfangar og kraftaverk: Arfleifð Síðari daga heilagra í Evrópu.  Þessar greinar voru sannreyndar og skrifaðar af James Perry, PhD, FHEA, sagnfræðingi og rithöfundi Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Hin væntanlega bók „Heilagir – 3. bindi“ mun innihalda margar aðrar sögur og atburði er varða stofnun kirkjunnar í Evrópu.

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu var formlega stofnuð með sex meðlimum, 6. apríl 1830, í litlum bjálkakofa í New York fylki. Frá þessu auðmjúka upphafi, fyrir meira en 190 árum, hefur kirkjan vaxið í 16,5 milljónir meðlima í næstum 31.000 söfnuðum um allan heim. Fljótlega sendu kirkjuleiðtogar trúboða til útlanda til að breiða út fagnaðarerindi Jesú Krists um allan heim.  Í september 1850 var Ítalía helguð fyrir trúboðsstarf af Lorenzo Snow, T. B. H. Stenhouse og Joseph Toronto og lokuð 17 árum síðar. Eftir trú, fórn og tryggð fjögurra meðlima var ítalska trúboðið aftur vígt árið 1966 af Ezra Taft Benson, meðlimi Tólfpostulasveitarinnar á þeim tíma. 

Á sumardegi árið 1958 stóðu kona og þrír karlar á rólegri götu í þorpinu Comerzo á Ítalíu og horfðu og biðu eftir komu forseta og systur Christensen í franska trúboðinu. Hinir fjórir heilögu voru einu meðlimirnir á þeirra svæði í Ítalíu, þar sem bjuggu um 49 milljónir. Fyrir utan einstaka heimsóknir frá kirkjuleiðtogum og öðrum meðlimum, var þessi fámenni hópur heilagra einangraður og hundruð kílómetra frá næstu meðlimum.

Forseti og systir Christensen voru ekki of viss um eigin stefnu og fóru fyrst framhjá götunni áður en sneru svo til baka. Kærleika og hlýjum móttökum var miðlað þegar Christensens-hjónin hittu Pietro og Felicità Snaidero, Santo Beltrame og Luigi Pittini. Öll fjögur voru á sjötugs- eða áttræðisaldri og höfðu verið meðlimir í nokkur ár. Pietro og Felicita höfðu verið kynnt kirkjunni árið 1949, meðan þau bjuggu í Cannes í Frakklandi. Dóttir þeirra og fjölskylda hennar höfðu gengið í kirkjuna og reynt að miðla þeim fagnaðarerindinu. Pietro og Felicità voru skírð síðar árið 1951, ásamt Santo Beltrame, manni sem þau höfðu tekið að miðla fagnaðarerindinu. Fjórði einstaklingurinn, Luigi Pittini, var skírður nokkrum árum síðar, eftir að honum hafði líka verið kennt af Snaideros.

Santo og Luigi ferðuðust marga kílómetra á reiðhjóli til að vera á samkomunni með Christensens, sem var nokkuð sem þeir gerðu í hverri viku til að komast á sakramentissamkomu. Á átta árum hafði Santo aðeins misst af einni samkomu. Snaideros-hjónin leiddu hinn fámenna hóp heilagra inn á auðmjúkt heimili sitt fyrir kaldan drykk. Þegar þau voru að skrafa saman í eldhúsinu, opnaði Felicità hurð inn í litla eins herbergis kapellu sem Pietro hafði byggt sjálfur. Þrátt fyrir enga þekkingu í trésmíði og aðeins með sög og hamar, hafði hann ákveðið að gera eitthvað í málinu, því hann vissi að hinn fámenni hópur heilagra þyrfti einhvern stað til að tilbiðja á.

Heimilið og kapellan sem notuð var af Snaideros-hjónunum
Heimilið og kapellan sem notuð var af Snaideros-hjónunum

Herbergið var aðeins tveir metrar að breidd og fjórir og hálfur metri að lengd og þar voru tveir litlir gluggar með vasa í hvorum þeirra. Viðargólfið hafði verið skrúbbað hvítt og fjórir litlir stólar með reyrsetu stóðu sitt hvoru megin í herberginu. Lítið borð var uppsett með litlum sakramentisbollum úr gleri og brauði, til reiðu fyrir vikulega sakramentissamkomu þeirra. Þrjár söngbækur voru merktar og tilgreindu lögin fjögur sem hinir ítölsku heilögu vissu að þeir gætu sungið á frönsku. Í öðrum enda herbergisins var mynd af Salt Lake musterinu á veggnum og í hinum var mynd af Æðsta forsætisráðinu.

Forseti og systir Christensen tóku þátt með hinum fjóru ítölsku heilögum í sakramentissamkomu þeirra. Systir Christensen minntist þeirrar stundar: „Himneski faðir úthellti anda sínum og innblæstri á þessum litla stað í jafn ríkum mæli og í hinum fallegasta laufskála eða kapellu í Bandaríkjunum. Við nutum öll þeirra forréttinda að gefa vitnisburð okkar.“

Eftir samkomuna afhenti Santo Beltrame Christensen forseta þriggja ára tíundarupphæð, sem hann hafði ekki getað skilað af sér. Bróðir Pittini ánafnaði kirkjunni einnig sína litlu fjárhæð. Þótt þau væru langt frá því að vera skipulögð grein og meðan þessir ítölsku meðlimir bjuggu einangraðir reyndu þeir að halda sáttmálana sem þeir höfðu gert, þrátt fyrir stöðuga andstöðu presta á staðnum.

Hópurinn gæddi sér síðan á máltíð sem systir Snaidero hafði varið mörgum klukkustundum við að tilreiða. Dóttir hennar hafði sent þeim mat sem þau höfðu geymt fyrir þetta sérstaka tilefni og þau voru einfaldlega afar ánægð að deila honum með öðrum heilögum sem höfðu komið svo langt að.

Bróðir Pittini og Snaideros-hjónin árið 1967.
Bróðir Pittini og Snaideros-hjónin árið 1967.

Nokkrum mánuðum eftir að Christensens-hjónin komu saman með hinum auðmjúku heilögu í Comerzo, Ítalíu, fóru Pietro og Felicità í ferð til Bernar-musterisins, þar sem þau voru innsigluð saman um tíma og alla eilífð. Því miður lést Santo Beltrame skömmu síðar. Hann fékk aldrei tækifæri til að sækja musterið heim, en ári síðar voru helgiathafnir framkvæmdar fyrir hann með staðgenglum. Hinir heilögu héldu áfram að hittast trúfastlega í Comerzo, þar til trúboðar komu og söfnuðir tóku að myndast í Ítalíu. Margra ára trúfesti var umbunað og þau urðu vitni að gífurlegum vexti kirkjunnar á Ítalíu.

Framlag þessara trúföstu Síðari daga heilögu stuðlaði að vexti kirkjunnar úr fjórum meðlimum árið 1958 í næstum 27.500 meðlimi í 95 söfnuðum í Ítalíu í dag. Fyrir uppfærðar upplýsingar um kirkjuna á Ítalíu, smellið þá hér.

Frá árdögum kirkjunnar til nútímans hafa Síðari daga heilagir helgað tíma, hæfileika og kunnáttu til uppbygginar kirkjunnar í Evrópu. Ef þið hafið frekari upplýsingar um Pietro og Felicità Snaidero, Santo Beltrame eða Luigi Pittini eða persónulega reynslu af framlagi kirkjumeðlims sem gæti vakið áhuga annarra á Evrópusvæðinu, sendið þá vinsamlega upplýsingar ykkar eða frásagnir til EUAChurchHist@ChurchofJesusChrist.org