Hin ‚uppvaxandi kynslóð‘ Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu sagði „Já!“ þann 11. september 2021, við því að þjóna í nágrenni sínu í stóru og smáu. Ungmenni, trúboðar og ungt fullorðið fólk um allt Bretland og Írland unnu saman að hundruðum þjónustuverka á sama tíma.

Hinir ungu sjálfboðaliðar fundu innblástur í orðum Russells M. Nelson, forseta kirkjunnar, sem bauð fólki að gera gott og spurði: „Mynduð þið vilja eiga stóran þátt í stærstu áskoruninni, stærsta málstaðnum og mesta verkinu á jörðinni í dag?

Í Hyde Park stikunni í London (stika er eins og kirkjusókn) hefur oft boðið upp á sólahrings ráðstefnu þar sem boðið er upp á námskeið, leiki, lítið þjónustuverkefni og dansleik. Þetta ár er kominn tími til að gera eitthvað öðruvísi sagði unga fullorðna fólkið. Þau vildu taka þátt í áskoruninni „Lyftið þar sem þið standið“ með því að fara út í samfélagið og tengjast hjálparsamtökum og hópum á svæðinu, til að hjálpa til á einfaldan hátt, en sem gæti haft mikil áhrif á þá sem búa í grennd við þau.

Með fjölbreyttar leiðir til að þjóna í samfélaginu sá hin uppvaxandi kynslóð þessi tækifæri og lagði sig fram við að sýna öðrum kærleika og stuðning. Fjörtíu stikur til að þjóna í Bretlandi og Írlandi. Belfast stikan safnaði saman og dreifði mat og snyrtivörum í Matarsjóð Norður Belfast. Brittania deildin (söfnuður) bjó til minniskort til að hjálpa flóttamönnum að læra ensku. Coventry deildin safnaði saman, flokkaði og pakkaði 16.000 gömlum frímerkjum fyrir Oxfam hjálparsamtökin, sem dugði til að kaupa geit fyrir þorp. Manchester stikan safnaði nægilegum varningi fyrir afganska flóttamenn til að fylla tvo sendiferðabíla. Northampton stikan hjálpaði til að lagfæra trjágarðinn í Wicksteed garðinum í Kettering. Ungur fullorðinn einstaklingur sagði: „Við komum alltaf hingað í barnæsku minni í afmæli og á fjölskylduviðburði. Það er gaman að geta hjálpað til við að lagfæra svæðið svo að aðrir getið notið garðsins.

Á meðan þau unnu póstuðu þau #DagurTilÞjónustu á samfélagsmiðlum til að miðla boðskap þess að veita þjónustu. Á sunnudeginum hittust þau rafrænt til að miðla reynslu sinni. Með rafrænum kór og tilfinningaríkum frásögnum af gleði í þjónustu sinni, fögnuðu þau saman.
Þessi þjónustuáhersla hjá hinni uppvaxandi kynslóð er hvatning fólki á öllum aldri í Bretlandi og víða um Evrópu til að vera með, taka þátt og þjóna á svipaðan máta. 11. september hefur orðið þjónustudagur hjá fólki í öðrum heimshlutum. Í Frankfurt komu fimmtíu og fimm sjálfboðaliðar frá kirkjunni í Þýskalandi saman með öðrum sjálfboðaliðum til að taka þátt í þjónustustarfi fyrir þá sem urðu illa úti í flóðunum í júlí. Á Ahrweiler svæðinu í Rhein-Pfalz ríkinu, rifu meðlimir niður skemmda veggi á heimilum, fjarlægðu aur og brak, hreinsuðu garða og gróðursettu blóm Ein stúlka sem tók þátt var Inês Adriano (16). Hún sagði: „Það var mjög áhrifamikið að svo margir voru að aðstoða…og að þau gerðu það launalaust.“


Kirkjumeðlimir vita einnig að þjónustu er þörf allt árið. Í Tékklandi söfnuðust hundruð manns saman til að hjálpa fórnarlömbum hins hrikalega hvirfilbyls í júní. Áttatíu sjálfboðaliðar kirkjunnar í gulu bolum „Hjálparhanda“ unnu í þremur þorpum til að hreinsa upp og gera við. Vojtěch Novotný (24), frá Pardubice, Tekklandi, sagði: „Ég tel að það sé mjög eðlislægt fólki að hjálpa hvert öðru.“

Hin uppvaxandi kynslóð kirkjunnar er að umbreyta heiminum í gegnum óeigingjarnt þjónustuverk sem fyllir líf þeirra á sama tíma og það blessar líf annarra.